Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 71 bannaði ykkur að bera fram þessa spurningu?“ bætti hann við, eins og við sjálfan sig og féll svo i djúpar hugsanir. Loks leit hann upp aftur og mælti: „Gott og vel, eg fel það Guði er heldur framtíð allra í hendi sinni. Börn mín! Vegna þess að þið eruð hraustir riddarar, og hreinskilnir menn, og munuð báðir verja hana vel, ef hún þarfn- ast varnar og vegna þess að þið eruð synir rníns eina bróður og sérstaklega vegna þess að eg elska ykkur báða, skal ósk ykkar uppfylt; farið og freistið hamingjunnar hjá Rósamundu dóttur minni á þann hátt er þið hafið ákveðið. Godvin, sem er eldri, fyrst, því það er réttur hans og svo Wulf. — Nei, ekkert þakklæti en farið strax, því æfi mín er á förum og eg óska að heyra svarið við þessari spurningu11. þeir hneigðu sig og gengu út saman. Wulf stansaði í hallardyrunum og sagði: „Hún er í kirkjunni. Leitaðu hennar og — ó! Eg vildi svo gjarnan óska þér til hamingju með ferðina Godvin, en — eg get það ekki. Eg óttast að þetta verði skugginn sem þú talaðir um, er fell- ur svo naustkaldur á hjarta mitt“. „Þar er enginn skuggi, þar er ljós nú og ætíð, eins og við höfum svarið að þar skuli vera“, sagði Godvin. IV. KAP. Bréf Saladíns. Það var síðari hluta dags, klukkan var orðin rúmlega þrjú, og dimm snæský hyrgðu hina síðustu geisla hins stutta og skuggalega desem- berdags, þegar Godvin gekk þvert yfir akur- inn til kirkjunnar. I kirkjudyrunum mætti hann tveimur griðkonum er báru stóra sorpkörfu á milli sín, og ryksópa. Hann spurði þær hvort Rósamunda væri ennþá í kirkjunni; þærhneigðu sig fyrir honum og svöruðu: „Já, Sir Godvin, og hún bað okkur að segja yður, að þér ættuð að koma og fylgja henni heim frá kirkjunni, þegar hún hefði lokið bæn sinni við altarið“. „Guð einn veit“ tautaði Godvin, „hvort það á fyrir mér að liggja að fylgja henni frá altar- inu til hallarinnar, eða þá að verða aleinn eftir.“ Hann tók það þó sem heillamerki að hún bað hann að koma, þó aðrir hefðu máske þýtt það á annan veg. Hann gekk inn í kirkjuna, en gólfið var Iagt þykkum dúkum, svo ekkert skóhljóð heyrð- ist, en við Ijósbjarman sem sífelt logaði þar inni sá hann Rósamundu er kraup við litið altari og hvildi höfuðið í höndum sér og bað. En um hvað ? Hún varð hans ekki vör svo hann hélt áfram inn í kórinn og beið þar bak við hana þolin- móður. Loks reis hún á fætur og stundi þungan, og þegar hún sneri sér við, sá hann merki þess að hún hafði grátið. Máske hafði hún einnig talað við John ábóta, sem var skriftafaðir henn- ar. Hver veit? Hún hrökk við er hún sá Godvin er stóð eins og likneski frammi fyrir henni, svo henni varð að orði: „Ó, hvað svarið var fljótt!“ Síðan bætti hún við er hún hafði jafnað sig: „Við beiðni minni meinti eg frændi“. „Eg mætti stúlkunum við kirkjudyrnar“ sagði hann. „Það var vel gert af þér að koma“, hélt Rósamunda áfram; því síðan daginn við Vík- ina dauðu þori eg helst ekkert að fara ein eða í hóp kvenna einna, en með þinni fylgd er eg ugglaus“. „Eða þá með Wulf“. „Já, eða þá með Wulf“ endurtók hún; „það er að segja þegar hann er ekki með hugann við hernað og æfintýri langt burtu“. Þau voru nú komin að kirkjudyrunum og sáu að snjórinn féll í ákafa. „Við skulum nú biða hér ofurlítið sagði God- vin, því þetta er aðeins él“. Þau stóðu svo kyr í myrkrinu og alt var hljótt. Loks rauf hann þögnina. „Rósamunda, eg ætla að spyrja þig einnar spurningar, en fyrst — hvers vegna, munt þú siðar skilja — er það skylda min að segja þér, að þú mátt ekki svara þeirri spurningu fyr en að sólarhringi liðnum“. „Þvi lofa eg Godvin, því er svo auðvelt að lofa. En hvernig hljóðar þessi spurning sem ekki má svara?“

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.