Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 69 hlýða á, hann kinkaði brosandi kolli til gömlu konunnar, og úr augum hans skein innileg við- kvæmni og bliða. Þær höfðu hálf lítil not af ræðunni, blessaðar frúrnar, að þessu sinni. Þær glímdu hvor um sig við þessa erfiðu spurningu: hver er hún, hver er hún? Og þó var ræðan þess virði að gefa henni gaum, það voru kraftmikil alvöru orð, sem allir hefðu haft gott af að hlusta á, og sem hrifu ótal hjörtu i kirkjunni. Óðar og mögulegt var, fundu þær kirkju- þjóninn að máli. Þær spurðu hvor í kapp við aðra. „Hver var það? hver var það?“ Hann kymdi ögn og svaraði með mestu hægð: „Það var hún móðir hans“. — iegar lávarðurinn gifti sig. Það bar til, eigi alls fyrir löngu, að enskur lávarður ætlaði að halda brullaup sitt með ríkri hefðarmey. Yar alt til veizlunnar búið og hann sjálfur stiginn upp í vagninn, sem átti að færa þau til kirkjunnar, þá fékk hann, meðan hann var að bíða eftir brúður sinni, hraðskeyti, og í því stóð sú ónotalega frétt, að brúðirin værf „stungin af“ með öðrum. Honum brá minna en margur mundi ætla. Hann steig niður úr vagninum og gekk til herbergja siuna og gerði boð fyrir gömlu ráðskonuna sína. Þegar hún kom, spurði hann, hvort einhver vinnukonan sín mundi ekki vera ótrúlofuð. — Ráðskonan setti upp stór augu. — Jú, ein 17 ára gömul stúlka, stilt og snotur, sem væri í eldhúsinu, hún væri víst ótrúlofuö. Lávarðurinn lét þegar kveðja hana til fundar við sig. Og þegar hún kom, spurði hann hana umsvifalaust hvort hún vildi verða konan sín, ef hún væri ólofuð. — Stúlkan hafði enga ástæðu til að neita slíku boði, og svo voru ekki fleiri orð um það höfð, hún skolaði af sér eldhússkítinn í snatri, greiddi sér og íklæddist brúðarbúningnum. Svo stigu þau upp í vagninn, óku til kirkjunnar og vígslan og veizlan fór fram eins og ekkert hefði iskorist. t=l=J^Er=>=T=*=T=lET=ETSEF]l=pET3C=T=l=T=Í=T=3ETSIST3C ' jj í Eftir j | Bjgá=í=&r=fc=iBi Rider Haggard. Brœðurnir, IFrh-] „Hlustið á hvað hún segir! hrópuðu ýmsir og slógu í borðin með hornum sínum. Þegar kyrði í salnum heyrðist hrópað með kvenmannsrödd: Hamingja Godvins er mikil en eg kysi mér hina stæltu handleggi Sir Wulfs“. Síðan byrjaði drykkjan á ný, en Rósamunda og konur aðrar yfirgáfu félagsskap þann, sem var, eftir tíðarandanum, nokkuð grófur. Þegar leið á morguninn og flestir gestirnir voru farnir, margir þeirra með höfuðverk og timburmönnum, leituðu bræðurnir uppi föður- bróður sinn Sir Andrew d’Arcy er sat aleinn inni í salnum því þeir vissu að Rósamunda var gengin til kirkju með þernum sínum, til þess að koma öllu í lag fyrir frjádagsmessuna, eftir veisl- una sem þar hafði verið haldin. Þegar þeir komu að stólnum er hann sat í frammi fyrir arninum, krupu þeir báðir við fæt- ur hans. „Hvað er þetta börn?“ spurði gamli mað- urinn brosandi. „Óskið þið eftir að eg dubbi ykkur til riddara i annað sinn?“ Nei, herra“ svaraði Godvin, við leitum enn meiri hamingju“. „Þá leitið þið árangurslaust, því hana er ekki að finna“. „En það er hamingja af alt öðru tagi“, greip Wulf fram í. Sir Andrew strauk skegg sitt og horfði á bræðurna. Máske að John ábóti hafi talað við hann, svo að hann grunaði erindi þeirra? „Talaðu,“ sagði hann við Godvin. „Varla mundi sú gjöf vera til, sem eg vildi ekki gefa hvorum ykkar sem væri, ef það stæði í mínu valdi“. „Herra“, sagði Godvin. „Við beiðumst leyfis yðar að biðja um hönd og hjarta dóttur yðar“. „Hvað þá? Þið báðir? „Já, herra, við báðir“. Þá hló Sir Andrew hátt, sem hann gerði þó mjög sjaldan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.