Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1915, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.08.1915, Síða 6
68 HEIMILISBLAÐIÐ svona mikilsvarðandi upplýsingar um hinn nafn- fræga mann. — „Hann borSar miSdegisverð meS okkur á morgum“, bætti hún við hróðug og leit á frá A. með sigursvip. „Ó, hvað þér eigið gott, frú B, að fá hann heim; eg vildi að . . .“ hún þagnaði alt í einu og brosið hvarf af andliti hennar. Fátæklega klædd gömul kona kom haltrandi inn í stólinn til þeirra frúnna, kinkaði brosandi kolli til þeirra og tylti sér hæverkslega við hlið frú A, sem leit alt annað en hýrt til hennar. Báðar frúnnar virtu gömlu konuna fyrir sér og sáu fljótt að fötin hennar voru með æfar gömlu sniði og úr því efni, sem engum kom nú orðið til hugar að nota i föt. Gamla konan virtist þó ekki vilja fara illa með fötin sín, ef dæma mátti eftir því hve vandlega hún strauk hrukkurnar úr pilsinu sínu, svo leit hún góðlega til frúnna. „Skelfing er eg fegin að fá sæti“, sagði hún i lágum hljóðum, „og hér fer svo undur vel um mig“. „Það kann vel að vera, kona góð“, sagði frú B. stutt i spuna, „en þetta er nú stólinn minn, og eg kann illa við að ókunnugir þrengi sér inn í hann“. „Þrengsli“, sagði gamla konan, sem heyrði í lakara lagi, „o, sussu nei, hér eru ekki þrengsli, eg kann mér ekki læti yfir þessu indæla sæti“. Frú A. dró silkikjólinn þéttar að sér, og gætti þess vandlega að hann snerti hvergi gamla kjól- inn úrelta. — „Eg labbaði alla þessa löngu leið,“ hélt gamla konan áfram, „og satt að segja er eg nú farin að þola illa langar göngur, en þessa stund hefi eg lengi þráð“ — Hún þagnaði alt i einu, hún tók loksins eftir þótta- svipnum á sessunautum sínum. „Hvað voruð þér að segja, frú mín góð?“ sagði hún og snéri öðru eyranu að frú A. „Eg heyri sama og ekkert með öðru eyranu“. — Frú Á. fanst sig lítið varða um það. „Þetta er ekki yðar sæti kona“, sagði hún ofur kuldalega, — í snmu svifum kom kirkjuþjónninn frúnum til hjálpar hann tók um handlegg gömlu konunnar, og skyldi hún þá loksins hvar fisknr lá undir steini hún rendi snöggvast augunum á hin dýru klæði rúnna, silkislóðana og gullmenin, svo varð henni litið á slitnu gömlu fötin sín, hún stundr ofurlítið við um leið og hún stóð á fætur, til þess að fylgja kirkjuþjóninum burt úr frúarstóln- urn, sem var of „fínn“ handa henni; tár glitruðn í þýðlegu augunum hennar þegar hún hneigði sig kurteislega fyrir frúnum og sagðr með mestu hægð: „Eg vona, góðu konur, að Guð á himnum hafi rúm fyrir okkur öll heima hjá sér“. Þær litu hvor tii annarar frúrnar, þegar hún var farin. — „En sú frekja“, sagði frú B. „Sér er hver ósvífni", sagði frú A. „Ellegar stórmenskan“,sagði frú B. „að” ímynda sér, að hún, gamalt kerlingarhró, sem líklega kann alls ekki að klóra nafnið sitt, geti' haft not af ræðum svona manns, eins og hr. G. er. „Það er eitthvað til í þessu“, sagði frú A. „En er það ekki svona?“ „Já er það ekki svona?“ og báðar frúrnar fóru að hugsa um hvað veröldinni hafði farið’ mikið aftur seinustu árin, svo að nú var allt útlit á að enginn greinarmunur yrði gerður á fólki yfir höfuð. „Já, er það ekki svona í öllum greinum?“ sagði frú B. aftur og hristi höfuðið alvörugefin og þungt hugsandi, en nú fengu þær stöllur nýtt umhugsunarefni, því nú kom hr. G. út úr skrúðhúsinu, og gekk hægt og tígulega að' ræðustólnum. „Hvað hann er indæll“, tautaði frú A. „þessi vöxtur, þessi limaburður, þessi augu!“ „En að' hverju er hann að gæta? Ræðumaðurinn litaðist um, eins og hann vildi grannskoða öll andlitin í kirkjunni, — svo- benti hann kirkjuþjóninum að koma. Hann var ekki seinn á sér að hlýða bendingu hins mikla manns. Frú A. og frú B. veittn hverri hreifingU' hans nákvæma eftirtekt, og nú var eftir að vita1 hvað hann vildi kirkjuþjóninum, sem hvarf eitt- hvað fram í kirkjuna, en kom að vörmu spori inn aftur, — og nú geta engin orð lýst undruw frú A. og frú B. er þær sáu hana aftur, gömlU' konuna, sem þær höfðu rekið burt úr sætinu sínu. Kirkjuþjónninn leiddi hana nú til sætis í insta sæti kirkjunnar. Og mælskumaðurinn frægi, sem þúsundir ílyktust saman til þess a&

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.