Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1916, Page 5

Heimilisblaðið - 01.01.1916, Page 5
jjóðurástin og stríðið. Hérna eru heilög vé, liér skal niður krjúpa, mig ég hneigi' er mátt þinn sé, módurástin djúpa. Aflið góða’ og eilífa, innst frá móður-hjarta örfar hróðurástina, alheims-sjóðinn hjarta. Þú ert aðal-þátturinn þjóðanna i högum, megin þeirra' og mátturinn mótlœt's á dögum. Hjálpa f)ú nú heiminum úr hrikaleiknum skœða, forðaðu manndráps fylkingum fram i stríð að œða! Móðurástin megnar víst meir’ en nokkur skilur: Gegnum heift og hatur hrýst hennar guðdóms-ylur, &igur gott úr hýtum her, blessun Drottins veitir, að því vottar erum vér, engum hrott hann hreytir. 8. 8., i 8. Jndverskir töframenn og meinlœtamenn. Flestir munu hafa heyrt eitthvað af hinum mörgu kynja-sögum ferðamanna um indverska meinlætamenn, sem stinga nálum gegnum tung- una i munni sér, láta jarða sig lifandi, eða steikja líkama sinn á hægum eldi. Allir ferða- menn, sem tfarið hafa um Indland, hafa frá einhverju slíku að segja. Og vanalega láta þeir fylgja frásögunum hinar furðulegustu mynd- ir af dulrænu töframönnunum. Því miður eru sögur þær, er þannig eru til- komnar, oft og einatt málum blandaðar. Höf- undarnir virða töframennina ekki nógu vandlega fyrir sér, og þessvegna yfirsést þeim það, að inni fyrir ræður h'fsskoðun, trúar-ofstæki, mjög skylt margra alda gamalli trúarskoðun Hindúa. Þekking á trú Indverja og afbrygðum hennar er því skilyrði þess, að hægt sé að kveða upp réttlátan dóm um þessa undra-menn. Indversku töframennirnir voru í fyrstu eins- konar förumunkar,—helgir menn, og kenning þeirra er ein grein fullkomins, heimspekilegs fræðikerfis, sem lýtur að því, að núverandi mannlegt lif sé undirbúnings-námskeið, siðfágunarskóli, áður en önnur betri tilvera tekur við. Afneitun hverskonar tímanlegra nautna, — að lifa í algeiðri meinlæting, það er hið mikla boðorð Brahma. Og sá, sem þar kemst lengst, hann nær aðdáun og virðingu landa sinna og er álitinn gæddur yfirnáttúrlegum hæfileikum til að inna af hendi alskonar kraftaverk. Samkvæmt fþessu er það því eðlilegt, að gestum og gangandi finnist fátt um töfrarnenn þessa, er þeir sjá þá ráfa um borg og bæ, eða

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.