Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1916, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1916, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 5 baka hann. Því næst rís hann á set og situr með krosslagða fætur og lætur sólina skína í hvirfil sér. Og loks, þegar kvöld er komið og aldimt orðið, er eldrauninni Iokið. Það er og talin algeng æfing, að standa upprétt- ur og algerlega hreyfing- arlaus tímum saman. — Ferðamaður einn segir svo frá, að á ferð sinni um Indland hafi hann séð töframann standa fattan og óbifanlegan eins og stoð með andlit móti sólu. Sextán árum seinna kom íhann þangað aftur og sá þá sama manninn standa þar, nákvæmlega á sama stað og í sömu stellingum. Og um annan töframann er svo mælt, að svo lengi hafij hann staðið graf- kyr í sömu skorðum, að Töframaður liggjandi á gaddabálk (a: fleki með járngöddum og snúa allir oddar upp). Framan við bálkann er breitt klœði, sem á eru lagðar ölmusur. fuglar himins voru farnir að hreiðra sig í hári hans. Sú pynding er og al- kunn, að leggjast nakinn niður á gaddabálk, sem sjá má hér á myndinni Það virðist svo, sem að af þessu hljóti að stafa óþolandi kvalir. En ekki er annað hægt að sjá, en að töframaðurinn njóti með unun hvíldarinnar á þessum ægilega beði. Og þótt furðu gegni, verður þeim ekki hið minsta meint af slíkum tiltektum. Að hengja sig upp i eik og láta höfuðið snúa nið- ur, eða sitja í vatni upp íhöku heila viku samfleytt, Indverskur töframaður í „eldraun“, situr i steikjandi sólarhita milli fjögnrra elda.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.