Heimilisblaðið - 01.01.1916, Qupperneq 9
HEIMILISBLAÐIÐ
7
En þessi rödd, er hvislar liljótt,
þó hátt' i verkum lœtur.
Hún þrumar lifs i þrauta nótt,
og þegar barnið grœtur,
þá heyrirðu lika hennar óm;
en hún er það, sem vekur blóm
úr dvala dauða nœtur.
En hver er þessi liulda rödd,
sem hjartans máli talar,
sem fram i bitru böli er kvödd,
og birtu meiri falar?
Eg henni gefa heiti má:
— það er hamingjunnar voldug þrá,
er sálin aðeins svalar!
Og þráir slikan andans auð
þann oft til manna seiddi,
er veitti drótt sitt daglegt brauð
cg dœgraskiftum eyddi.
Hún brann og titt þeim arni á,
sem angrið harða stilla má,
og lif í birtu leiddi.
„Mehr Licht“ — svo þýðist andvarp eitt,
er upp frá heitu brjósti
vann stiga, sem var sorgum meitt,
og svall i vetrar gjósti.
Það andvarp hneig i elfarstxaum,
sem upptök hafði’ i vona draum,
hœgt — enn þó með þjósti.
„Mehr Licht“! Það hróp nœr himna til
■með hljómgrunn: — jarðarsvœðm.
Þvi það er alls þess undirspil,
sem er sér frammi’ um gœðin.
Og vonaaugun eru hýr,
en i þeim lika vantrú býr,
— því — hvernig reynast rœðm?
Það ef til vill er alvalds náð,
þó eygi’ ei sjónir þinar,
hve lifið titt er heimsku liáð
og hrœtt um vonir sinar.
En þessi bón um birtu og Ijós]
hún ber þó sjálf til Guðs sitt hrós,
sem hvorki deyr né dvinar!
En Goethe — þess liins mikla manns —
lá máttarorð á vörum,
þvi timinn ber fram táknmál hans,
og tign i goðasvörum.
Og þar mun oftast auðugt svið,
sem orðið það á sterkan klið,
i öllum œfi kjörum!
Grétar Ófeigsson.
ifturhvarf til kristinnar trúar.
Franski rilhöfundurinn Larredan, sem þektur
er um heim allan meðal mentamanna, hefir verið
alger guðsneitari og talað og ritað mjög ógæti-
lega um guðstrú, — í hverri mynd, sem hún
hefir birst. Hann hefir nú nýlega sent frá sér
opinbera tilkynningu til frönsku þjóðarinnar, þar
sem liann skorar alvarlega á alla þá, sem snúið
hafa baki við kristindómnum að láta af villu
síns vegar og gerast kristnir, því kristindómur-
inn sé sá eini öruggi grundvöllur, sem bygt
verði á. Jafnvel hin allra frjálslyndustu blöð
Frakka taka upp þessa opinberu áskorun hans
til þjóðarinnar, og þykir slíkt ekki litlum tíð-
indum sæta.
„Eg hló, er eg heyrði talað um trú, og áleit
mig hátt yfir slíkan barnaskap hafinn“, — skrif-
ar Larredan, — „enn nú hlæ eg ekki, því nú er
stund alvörunnar upp runnin — Frakkland
grætur — eg stóð við alfaraveginn og horfði á
hermennina er þeir gengu fylktu liði til vigvall-
arins, — í dauðans faðm — þeir voru glaðir
og sungu. — Eg spurði þá hvernig á því stæði
að þeir væru svo glaðir og öruggir“.
Og svarið var: Við trúum á Gud.
„Mér blöskraði að sjá öll þessi offur, sem
leidd voru fram til slátrunar, og fyrst nú fann
eg það hve mikils virði það var, að eiga trúar
vissuna um hið eilífa föðurland, þar sem and-
rúmsloftið er hinn eilífi kœrleikur. Já, einmitt
nú, þegar jörðin öll logar i óslökkvandi haturs-
glóð. Að eiga þessa tilfinningu, það eru hin
sönnu hyggindi — hyggindi hins saklausa ó-
spilta barns, — en mig hryllir við minni fá-