Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1916, Qupperneq 11

Heimilisblaðið - 01.01.1916, Qupperneq 11
HEIMILISBLAÐIÐ 9 Georges minn! Mig hefir langað til að tala við þig áður en eg dey. Eg á nú ekki langt eftir ólifað, það er hráðum úti um mig. Þér mun ekki auðnast að sjá mig oftar. En eg veit að þú munir minnast mín með ástríkum huga, Georges? Mér hefir þótt mjög vænt um þig, barnið mitt“. „Já, pabbi minn“, mælti drengurinn grát andi, vænna en nokkrum mun nokkurntíma þykja um mig“. „Það veizt þú ekki“, sagði Merlier. „Þarna er maður“, sagði hann, og benti um leið á La. voine, „sem ætlar að ganga þér i föðurstað, Sýndu honum virðingu þína og vertu honum hlýðinn í öllu“ Hann tók höfuð drengsins milli handa sér og bætli við: „Mundu nú eftir því, að þú heilir Merlier — það er heiðarlegt nafn — og vertu maður!u „Já, annað eins karlmenni og þú, pabbi“. „En hamingjusamari en eg“, greip sveitar- foringinn fram í. „Góður Guð varðveiti þig frá að lifa annað eins og við höfum lifað frá deg- inum við Wissembourg“. Hann lagði báðar hendurnar á rúmábreið- una, rétti sig lítið eitt upp með miklum kvöl- um, og sagði í undarlegum, nöprum róm við prússneska liðsforingjann, sem sat á rúmi sínu, og var að fletta bók með vinstri hendinni, — bók sem hann skyldi aldrei við sig. „Herra flokksfyrirliði, gefið dreng þessum fult nafn yð- ar, til þess hann geti fundið yður, þegar hann einhvern tíma endurgeldur heimsókn yðar“. Prússneski tlokksforinginn leit upp undrandi, og mætti augum drengsins, sem störðu stöðugt á hið náföla andlit hans. Hann reyndi að brosa, en svaraði engu. Alt í einu breyttust drættirnir í andliti sveit- arforingjans. Hann opnaði augnalokin, snéri höfðinu ótt fram og aftur, andvarpaði og féll því næst náfölur niður á koddann. „Er hann dáinn?“ hrópaði drengurinn upp yfir sig, og vafði sig að föður sínum. „Er hann áreiðanlega dáinn, foringi?“ spurði hann aftur grátandi og leit á foringjann. Merlier sveitarhöfðingi var ekki dáinn, en hann lifði ekki til morguns. Drengurinn sat alt af yfir honum. Um kvöldið mælti hinn deyjandi maður: „Georges, Georges! Hvar ertu?“ „Eg er hér, faðir minn“, svaraði barnið. Það lék veikt gleðibros um varir Merliers. „Eg hélt þú værir farinn, drengur minn, en það er gott, að þú ert hér enn þá. Þú ert sonur hermanns“, hélt hann hægt áfram, vertu einn- ig hermaður er tímar líða fram. Mundu nú vel eflir því sem eg segi við þig, því það eru síðustu orðin, sem þú heyrir af minum vörum. Vertu hermaður hins sigraða föðurlands þíns; hjálpaðu til að hefna þess og reisa Frakkland við. Þjónaðu aldrei neinum manni, hver svo sem hann er; aldrei neinum flokki eða fjölskyldu, heldur hugsjón og málefni frelsis og þjóðveldis. Þú skalt starfa, lesa, rannsaka, hugsa og læra. Og þegar þú og jafnaldrar þínir hafa aflað föð- urlandinu frægðar og frama með kröftuin rétt- vísinnar, vitsmuna og vinnu, komdu þá að leiðinu minu, bentu á það með litlu hendinni þinni, sem þá mun vera orðin stór og sterk, og segðu þrjú orð — að eins þrjú orð: Frakk- land er frjálst!u Merlier sagði enn þá nokkur orð, sem aðeins drengurinn heyrði. Prússneski foringinn hafði staðið allan tím- ann og hlustað á orð hins deyjanda manns, er hljómaði eins og spádómur, er kæmi úr öðrum heimi hinum megin grafar. Honum viitist nú, í nokkurskonar óráði, sem hann seinna kendi sáraverkjunum um, næturmyrkrinu og hinu ó- stjórnlega ástandi, er hann var i, sökum svefn- leysis i margar nætur, virtist hann sjá drenginn sem fulitiða mann; út úr andliti hans skein einbeitni, og í hægri hendi sveiflaði hann sverði um leið og hann gekk niður að fljóti, stóru fljóti, „hinni gömlu Rín“, sem niðaði í fjarska. — — — Imyndun auðvitað. Barnið kraup grátandi á kné og þrýati vör- unum að hendi föður síns, er hékk máttvana niður. Merlier sveitarforingi var dáinn. (Lauslega þýtt).

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.