Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1916, Side 12

Heimilisblaðið - 01.01.1916, Side 12
10 HE IM ILISBjL AÐIÐ gT=»^l=F=l=T=l=r=il=T=lET=(=T3l=t=ll=T=i=T=j5T=IEFETa=T=*=T=i Proeðurnir. Eftir Éai Rider Haggard. [sg [Frh.] „Nú átti ég af tilviljun einn vin, Jebal að nafni, ungan höfðingja yfir ókunnri þjóð er all- ir óttuðust, hverrar grimdarfullu siðvenjur eng- inn kristinn maður skildi, en, sem tignuðu Mú- hameð einn frá Persíu. Hann bjó í höllinni Masyaf á Líbanon. Þessi maður hafði slegist í lið með vesturlanda-búum, og stofnaði ég einu sinni lifi mínu í hættu, til þess að bjarga hon- um, varð hann af því svo hrærður að hann sór, að veita mér lið hvenær sem ég þyrfti hjálpar með, þar sem ég hefði bjargað lífi hans. Já, hann fékk mér einnig innsiglishring sinn að veði, og með hans aðstoð, sagði hann, hefði ég sömu völd í ríki hans og hann sjálfur. Lönd hans heimsótti ég þó ekki. Sjáið þið, hér gló- ir hann á hendi minni“, og hann sýndi þeim gildan gullhring með svörtum steini; í hann var stunginn, með rauðum strykum, tygilknífur, og neðanundir orð og undarleg inerki sem eng- inn gat lesið“. „I neyð minni mintist ég Jebal. Ég sendi honum á laun þenna hring i innsigluðu bréfi. Hann liafði ekki heldur gleymt loforði sínu, því áður en tólf dagar voru liðnir, riðuni við Zo- beide af stað til Beirut á tveim hestum er voru svo fótfráir, að riddarar Ayonbs gátu ekki náð okkur. Við komumst til borgarinnar og þar vorum við svo gefin saman í hjónaband, eftir að móðir þín, Rósamunda, var skírð til krist- innar trúar. En þar sem við vorum ekki uein- staðar óhult í Austurlöndum, gengum við á skip og komumst heim heilu og höldnu, og höfðum hring Jebals með okkur, því ég ætlaði að þakka honum persónulega, eins og þjónar hans kröfð- ust að ég gerði; en skömrnu áður en skipið lagði af stað, færði mér maður, dularklæddur sem fiskimaður, þann boðskap frá Ayoub og Saladín syni hans, að þeir hefðu svarið að ná Zobeide á sitt vald“. „Þelta er nú sagan og þið sjáið að eiður þeirra er ekki gleymdur, þó mörg ár séu liðin síðan þeir fréttu að konan min væri dáin. En frá þeim tíma er Saladín, sem þá var að- eins eðallyndur unglingur, orðinn hinn mesti og frægasti soldán sem Austurlönd hafa átt. Og þar sem svikarinn Lozelle hefir sagt honum frá þér Rósamunda, leitast hann við að taka þig í stað móður þinnar, og — dóttir mín — ég óttast hann“. „Við höfum þó í það minnsta eitt ár til þess að leynast eða gera aðrar ráðstafanir11, svaraði Rósamunda, „og máske lengur; því píla- grímurinn verður þó fyrst að komast til Aust- urlanda aftur, áður en Saladín móðurbróðir minn fær vort svar“, „Já“, sagði Sir Andrew, „máske höfum við eitt ár“. „Skyldi þetta standa i nokkru sambandi við árásina á steinbrúnni ?“ spurði Godvin, er stóð niðursokkinn í hugsanir sínar. „Lozelle riddari var nefudur í bréfinu, en standi það í nokkru sambandi við Saladin, þykir mér einkennilegt að árásin kom á undan orðsendingunni“. Sir Andrew var hugsi um stund og sagði loks: „Komið með pilagríminn inn, ég ætla að spyrja hann spjörunum úr“. Nikulás sem enn var að éta, eins og hann yrði aldrei mettur, fylgdist svo inn með Wulf. Hann hneigði sig djúft fyrir gamla riddar- anum og Rósamundu en horfði jafnframt rann- sakandi augum á þau og herbergið. „Þú hefir fært mér bréf langt að, pílagrím- ur“, sagði Sir Andrew. „Ég færði yður kistu frá Damaskus herra riddari, en hvað i henni var, veit ég ekki! Ég get aðeins borið þess vitni að hún hefir ekki verið opnuð á leiðinni“, svaraði Nikulás. „Mér þykir undarlegt“, hélt gamli riddarinn áfram, „að maður i pílagrímsbúningi skuli vera boðberi Saladíns, er kristnir menn ættu ekki að hafa nein mök við“. „En Saladin hefir mikið saman við kristna menn að sælda, herra riddari. Hann handtek- ur þá t. d. öðru hverju, þó á friðartímum sé, og var ég einn af þeim er urðu fyrir slíku“. „Handtók hann þá Lozelle riddara?“

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.