Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1917, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.04.1917, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 41 samþykki og samtökum, fyrst og fremst hjóna, foreldra og barna, húsbænda og hjúa á heimili hverju, og síðan allra h imilanna i heilum sveit- um. Enginn einn maður og ekkert eitt heimili mun hafa þrólt eða sjálfslæði til slíkra hluta, þótt skynsemi og vilji sé til. — Því svo rikt í oss öllum er þetta, að vilja sýnast og vera sem aðrir; og svo óttinn við tiltektarsemi, last og spott, þótt ranglátt sé, fyrir grútarhátt, nísku o. s. frv. Meðan nokkur ögn af munaðarvöru er nokk- nrsstaðar í sömu bygð nokkuð höfð til viðhafn- ar, eða til að halda betur fólki í vist, þá verða allir að basla og böglast við það sama, enda þótt þeir fyrir það geti síður fætt óg klætt sig og aðra, og staðið í skilum við fólk sitt og aðra. Það ætii — ef annars þessar sætindavörur flytjast, og fást með kleyfu verði — að taka UPP f,amla góða siðinn, að hafa þær ekki um hönd, nema þá á stórhátíðum og og tyllidögum. Þá yrðu þær aftur það, sem þær voru; sann- arlegt sælgæti — og tilhlakkanleg hátíðarbrigði, 1 stað þess, að nú eru þær orðnar svo algeng- ai og altíðar, að þær eru ekkert sælgæti leng- ur heldur leiðindasull til óhreysti og óholl- ustu. En hvað yrði þá um alla gestrisnina gömlu °g góðu, sem við höfum verið orðlagðir fyrir og stoltir af? Þvi er íljótt svarað: Þegar vér komum hér til annara, fullir og feitir og einsk- ls þuifandi, þá bjóðum vér glaðir hver öðrum mn uppá alúðar samtal og vinsamleg atlot öll, og í viðbót, ef hœgt er, bolla af kafti með svo- 'tlum sykurmola. Nú, en komi einhver til vor svangur eða þyrstur eða einhvers þurfandi, þá gæfum vér honum glaðir að eta og drekka o. s. frv., og um það.erum vér þvi þáfærari, sem vér kostum minna til óþarfans. Og vér mun- um verða fult eins góðir vinir, já, meiri og hetri vinir, þar vér þá vitum og finnum, að vér bæði viljum og gerum bver öðrum það bezta. Munu nú allir, konur og karlar, ungir og gamlir, einlæglega vilja líta á þetta og fúslega • eyna samtök um það? Eg hef nú gert mitt td, og bi5 alla vel að virða, eins og það er meint. Óska svo öllum árs og friðar. Úr eftlrrtælum Lúövíks Jónssonar, trésmiös, á DJúpavogi. Veit eg hvcir siglir gullin gnoð nieð gimsteinshihium og silfurvoð. Það verður ei fegra fundið, hver stýrir svo glœstri gnoð? Það er ósérplœgni iðjumanns, in eilifa gleði er dráttur hans. Hann siglir inn eilifðarsundið hans sigur er ávaxtað pundið. RÍKARÐUR JÓNSSON. frúarbrögð og aðrar lífsskoöanir á þessum voðalegu tímum. Eítir Gr. Hjaltason. XIII. Siðalierdómur Gfyðinga. Lengi hefir lögmáli Israels verið brugðið um strangleika; og satt er það, sum lög þess eru hörð, einkum Iögin um Kanverja, og mörg refsilögin líka. Skal hér aðeins nefna þrjú dæmi: Orð 5. Mós. 20, um eyðing Kanverja eru voðaleg. En ekki má gleyma því, að Kanverjar voru mjög spiltir, því þeir t. d. dýrkuðu guðina með barnamorði og Iauslæti. Og eg hygg að biskup F. Briem hafi rétt fyrir sér, er hann segir um þetta í Kirkjublað- inu 1894, bls. 22: „Það, að Guð skipar Israelslýð að reka Kan- verja burt úr landi þeirra, c vkert undarlegra en það, að hann enn í dag íæíur siðaðar þjóð- ir útrýma viltum þjóðum, og það þvi síður sem Drottinn hér virðist hafa haft enn hærra tak- mark en endranær11. Og má óhætt bæta við núna: Er ekki eins undarlegt, hvernig hann þolirbeztu, mentuðustu og kristilegustu höfuðþjóðunum að tæta hvep

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.