Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1917, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.04.1917, Síða 10
44 HEIMILISBL AÐIÐ mig fer að syfja a8 eins af því að sjá þessar ébreiður, og vínið í skalunum glóir eins skœrt og augu þeirra er bera þaðK. Þeir heyrðu síðan lækjarnið og gengu þang- að, böðuðu þar andlit sín og drukku af vatn- inu. „Þetta er betra en vinið þeirra", sagði Wulf. í sama bili komu þeir auga á fleiri konur er söfnuðust umhverfis þá, svífandi sem andar, þeir flýttu sér þvi burt og komust á opið svæði, þar sem hvorki voru ábreiður, sofandi menn né vínbyrlarar. „Nú“, sagði Wulf er þeir námu staðar, „segðu mér, hvað á alt þetta að þýða?“ , „Ert þú bæði heyrnarlaus og sjónlaus?“ spurði Godvin. ^Sérðu ekki að fjandmaður okkar er ástfanginn i Rósamundu og ætlar sér að giftast henni, og honum tekst það sjálfsagt“. Wulf stundi þungan og svaraði loks: Eg sver þess eið að drepa hann, þó það máske verði minn bani“. „Já“, sagði Godvin, „eg sá að þú varst i þeim hugleiðingum i kvöld. En gættu þess að það er bani okkar allra. Við skulum heldur biða með að grípa til vopna, þangað til það er óumflýjanlegt til þess að frelsa hana frá því versta“. „Hver Vc'it hvort við fáum nokkurt annað tækifæri til þess? Reyndar —“, og hann and- varpaöi á ný. „Meðal skartgripa þeirra er héngu um mitti Rósamundu, sá eg hníf, gimsteinum settan. Hún mun nota hann ef þess gerist þörf, og svo verðum við að gera það sem við getum. Eg ætlast til að við deyjum á þann hátt, að þess verði minst meðal þessara fjalla“. Meðan þeir töluðust við höfðu þeir nálgast annan hluta garðsins, og stóðu nú þögulir þang- að til þeir sáu hvítklædda veru í skugga af sedruslré einu. „Við skulum fara“, sagði Wulf. „Þarna kemur vist ein til með þessa hræðilegu vín- hikara“. En áður en þeir höfðu snúið sér við, var veran komiu til þeirra og hafði dregið blæj- una frá andlitinu. Þetta var þá Masonda. „Fylgið mér bræður“, hvíslaði hún, „eg hefi nokkuð að segja yður. Hvað? Þið drekkið ekki? Gott, það er líka heppilegast“. Og um leið og hún helti vininu úr bikarn- um á jörðina, sveif hún framhjá þeim. Hún gekk áfram þögul sem vofa; þeir sáu hana ým- ist á bersvæði, eða hún næstum hvarf þeim í skuggum hinna þéttu sedrusviðarrunna, þangað til hún kom að einstökum kletti er stóð rétt á gjárbarminum. Beint á móti klettinum var hóll, líkur þeim er fornmenn heygðu í dána menn. Á hólnum voru sterkar dyr, huldar viltu viðarkjarri. Masonda tók lykla frá belti sínu, og eftir að hafa gengið úr skugga um að þau væru ein, opnaði hún hurðina. „Gangið inn“, sagði hún og ýtti þeim á undan sér. Þeir hlýddu, og heyrðu þeir þá í myrkrinu að hún lokaði dyrunum á eftir þeim. „Nú er okkur óhætt í svipinn“, sagði hún og stundi við, „eða það vona eg að minsta kosti. En eg ætla að fara með ykkur þangað sem er dálítið bjartara“. Hún leiddi þá síðan meðfram brekku, þang- að til þeir sáu tungisljósið á ný, og urðu þeir þá þess varir, að þeir stóðu við hellismunna, er var þakinn runnum, og lá örmjór og braltur klettahryggur að dyrunum upp frá gjárbarm- inum. „Sjáið, þetta er eini vegurinn sem liggur frá Masyafs kastala, að brúnni undanskilinni“ sagði Masonda. „Slæmur vegur“, sagði Wulf og starði nið- ur fyrir. „Og þó geta hestar, sem vanir eru fjöllum, fylgt honum, Hann nær niður á botn í gjánni, og eina milu eða svo til vinstri handar er önnur djúp gjá, sem liggur til borgarinnar og frelsisins. Viljið þið nú ekki nota hann? Á morgun við dögun getið þið verið komnir langt burtu“: „Og hvar mundi Rósamunda þá vera?“ spurði Wulf. „Að öllum líkindum í kvennabúri Sínans fursta“, svaraði hún með köldu blóði.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.