Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1917, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.04.1917, Blaðsíða 12
46 HEtMILISBL AjÐlí) kuíli, á miðju marmaragólfiuu, með liásætis- himin yfir sér. Rósamunda sat við hiið hans,- sömuleiðis klædd hátíðabúningi. Þeir reyndu að nálgast hana, en hermennirnir vörnuðu þess, og bentu þeirn á stað í fárra nietra fjarlægð, þar sem þeir áttu að standa. Wulf sagði að eins lágt á ensku: „Segðu mór Rósamunda hvernig þér líður“. Hún lyfti hinu föla andliti sínu upp, hneigði sig og brosti. Að boði Sinans benti Masonda þeim að þegja, og sagði að það væri ekki leyfilegt að ávarpa Sínan né fylgd hans nema með sérstöku leyfi. Nú nálguðust nokkrir af ráðgjöfunum há- sætið-og ráðguðust við herra sinn um málefni, er leit út fyrir að vera mjög alvarlegt, því þeir virtust mjög daprir í bragði. Alt í einu gaf hann þeim einhverja skipun, því þeir gengu á sinn stað, en nokkrir sendiboðar gengu burt. Þegar þeir komu aftur fylgdu þeim þrír höfð- inglegir Serkir ásamt þjónum þeirra, og báru þeir græna vefjarhetti, er sýndi að þeir voru afkomendur spámannsins. Þessir menn, er virt- ust vera þjakaðir eftir langferð, nálguðust pall- inn mikilúðlegir á svip, án þess að lita á ráð- gjafana eða aðra er á leið þeirra urðu. Loks komu þeir auga á bræðurna, er slóðu hvor við annars hlið, og virtu þá fyrir sér eitt augnablik, en svo urðu þeir varir við Rósamundu, er sat undir hásætishimninum, og lutu þeir henni án þess að gefa Al-je-bal nokkurn gaum. „Hverjir eruð þið og hvert er erindi ykkar?“ spurði Sínan eftir að hafa horft á þá um stund. „Eg er höfðingi þessa lands, og þelta eru ráð- gjafar mínir“, og hann benti á Daisana, „og þetta er veldissproti minn“, mælti hann um'leið og hann snerti blóðrauða rýtinginn er var saum- aður í svarla kyrtilinn, sem hann bar. Þann veldissprota þekkjum vér, hann hefir sést langt héðan. Vér höfum þegar tvisvar sigrað menn, sem hafa borið hann, jafnvel í tjaldi herra vors. Höfðingi morðingjanna! Vér þekkjum morðingjamerkið, og vér litum yður nú, er berið nafnið „hinn mikli morðingi1*. Heyrið erindi vort. Vér erum sendiboðar Salah-ed-dins, drotnara hinna trúuðu, soldáns austurlanda. Þessi skjöl, sem innsigluð eru með innsigli hans, eru erindisbréf vor, ef þér óskið að lesa þau“. „Eg hefi heyrt þess höfðingja getið“, svar- aði Sínan, „en hvað vill hann mér?“ „Al-je-bal! Franki einn er í þjónustu yðar, hann er svikari. hann hefir svikið í yðar hend- ur konu, sem er systurdótlir Salah-ed-dins, prins- essa af Baalbee, átti að föður vesturlenzkan riddara einn, d’Arcy að nafni, en sjálf nefnist hún rós heimsins. Efiir að hafa fengið fregnir um þetta af Hassan fursta, er flúði frá hermönnum þínum, krefst Salah-ed-din soldán þess, að þessi kona, frænka hans, verði samstundis fengin honum í hendur, ásamt höfði svikarans Lozelle“. Höfuð Frankans Lozelle getur hann fengið annað kvöld, ef hann óskar þess, en konunni held eg“, hreitti Sínan út úr sér.- „Er það svo fleira?“ „Sé svo, Al-je-bal, segjum vér yður strið á hendur í nafni Salah-ed-dins, þangað til ekki stendur steinn yfir steini af yðar háu borg. Stríð, þangað til þjóð yðar er útdauð, hver mað- ur, kona og barn er drepið og yðar dauðu lík- amir eru gefnir hræfuglum að bráð“. Nú reis Sínan á fætur, æfur af reiði og þreif skegg sitt. „Farið aftur“, sagði hann, og segið það hundi þeim, er þér kallið soldán, að jafn lítils- verður og hann er, þá geri eg, Al-je-bal, honum, syni Ayoubs, meiri heiður en hann á skilið. Drotning mín er dáin, og að tveim dögum liðn* um, þegar sorgarmánuðurinn er á enda, tek eg systurdóttur hans, prinsessuna af Baalbec, er hér situr við hlið mína, mér fyrir konu“. Rósamunda, er hlustað hafði. á með athygli, hrökk við er hún heyrði þessi orð, eins og hún hefði verið bitin af höggormi, greip höndunum fyrir andlitið og andvarpaði“. „Prinsessa“, sagði sendiboðinn, er horfði á hana. „Þér virðist skilja mál vort, er það yðar vilji að blanda yðar göfuga blóð, blóði vantrú- aðs morðvargahöfðingja?“ „Nei, nei!“ hrópaði hún. „Það er ekki minn vilji, því eg er hjálparlaus fangi, og tilheyri hinni kristnu trú, Ef frændi minn Salah-ed-din er jafn voldugur í raun og veru sem mér hefir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.