Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1917, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.08.1917, Síða 3
+ j§óra l»orsteinn Jórarinsson fæddur 29. sept 1832, dáinn 7. júní 1917. Ei var frægt í auglýsingum öðlings nafn, er hcr eg syng um, en í lijartna heima þingum . heiðursminning fögur skín. Munu i himins mannvirðingum nietin störfin þín. Kennimanna sannur sómi, sólshin yfir mannlifs blómi, eins og vorsins vafurljómi vcrmdir þú með kœrleiks yl. Lék í hjartans helgidómi háleitt undirspil. Hér var ekki hrokans breiða hrjósturkalda jökuleyða, alla vildir laða og leiða Ijóss og friðar blóma-stig. Göfugmenskan himinheiða hefir lágt við sig. Þú varst einn af þessum mildu þegnum Guðs er starfið skildu, þeim, sem glaðir ganga vildu glæstar jafnt sem hrörar dyr og með kœrleiks gögnum gildu gáfu vonar byr. Misskilningur mannlífs alda mörgum rétti hendi kalda, þitt var ráðið, góða að gjalda glaður rétta kœrleikshönd. Breiðist það um aldir alda yfir höf og lönd. Ávált jafnt í orði og verki upp þú lyftir sannleiks merki, en löngum var hjá kóng og klerki kœrt sig minna um reynd en orð, Sannleiksljóminn sigursterki signi mar og storð. Hvar sem starfar mannsins máttur manngœskan er reginþáttur, því við lieim og himin sáttur héðan leiðstu á Drottins fund. Þar mun sunginn hélgur háttur hvers ei gróf sitt pund. eH'ífiazdwi' afónoson,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.