Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1917, Side 5

Heimilisblaðið - 01.08.1917, Side 5
HEIMILISBLAÐIÐ 87 um huldu ströndum og vér verðum þar að mæta sanngjörnum og réttlátum dómi Guði alföður, fyrir notkun timans í iímans heimi. Það er seint að sjá, þegar dauð- inn ber að dyrum, hvað gaf lífinu gildioghatði varanleik, en hitt sem maður hafði lifað fyrir var hismi tómt og blekkingar heimsins. Guð gæfi að það ekki væri þá ofseint að sjá það, En einmitt þá, þegar seinasti lífsþráð- urinn er að slitna, þegar vér með annan fótinn ■erum að stíga út á djúpið, sem enginn maður þekkir og dauðinn stendur að baki og segir: í'ram, fram, þá fyllumst vér skelfingu, alt lífið liður sem skuggamynd upp fyrir sálaraugum vorum, vér hrópum á það sem vér höfum bygt líf vort á, en það er að hverfa oss. Þá’birtist •alvara lífsins í hræðilegri, ógnandi mynd — dóm- urinn er fallinn; lífið — tíminn, náðargjöfin ■dýrmæta var misnotuð, — og það sem skelfi- legast er, horfin — fæst ekki aftur, ekki eitt ■augnablik. Þannig hlýtur endir margra að vera. Lærum að mæta tímanum og meta gildi Jians, lærum að vera sannir og trúir sjálfum ■oss, hvert augnablik. Leitum sannleikans, ekk; i vindbólum heimsins, sem hjaðna þegar af sjálfu. sér, heldur þar sem hann er að finna; * almætti Guðs, sem hann opinberar oss daglega i sinni almættisstjórn, í öllu, stóru og smáu. Kynnum oss ímynd Guðs og ljós hans í heim- inum, það Ijós, sem aldrei togar skærar en í myrkri dauðans, boðbera kærleika og friðar, frelsaranum Jesú Kristi. Lærum af honum hvernig hann varði tíma sínum. Hann kendi oss, að tíminn væri náðargjöf. Á eilífðarinnar landi, verður samkvæmt orðum Jesú Krists spurt: Hvernig lifðir þú? hvernig 'varðir þú timauum? Þessvegna ættum vér að ■tileinka oss i voru daglega lífi þessi orð: „Vinn þú eins og þú búist við eilíflega að lifa, og lifðu eins og|þú búist við dauða þín- ura i dag“. (Lausl. þýtl) Sönglistin. Sönglist dýr — ég drekkt hef þrdtt dœgraraunum minum, og bestar stundir œtið átt undir tónum þínum. Þú liefir andann þýðast kyst þrátt i jarðardölum. Þú ert œðst af allri list og ómur Guðs frá sölum. GBÉTAB ÓF. frúarbrögð og aðrar lífsskoðanir á þessum vöðalegu tímum. Eítir G. Hjaltason. XVI. Aðalkjarni kristindómsins. í kristindóminum endurlifnuðu hinar beztu og dýrðlegustu trúarrósir allra þjóða. Kenning Egyfta um þrenninguna, friðþæg- inguna, dóminn og eilfft líf; kenning Gyðinga um um sannan Guð og guðlegt réttlæti; kenning Persa um sannleikann; kenning Grikkja um andans sigur yfir holdinu og um fegurð lífsins; kenning Indverja um sjálfsafneitunina (t. d. Búdda); kenning Laótzse um hógværðina og auðmýktina: Alt þetta eru andans rósir, sem kristnin endurskapar og birtir síðan í nýrri og dýrðlegri mynd. En hún bætir ýmsu við, og viðbót sú er mjög mikilvæg, einkum það að Guðs sonur varð maður. Þetta síðasta legg eg mikla áherzlu á. Það er aðalkjarni kristindómsins hvernig svo sem hann er skoðaður. Eg er enginn sérlegur bókstafstrúarmaður. Eg er meir að segja næsta lítill trúmaður. Eg er sispyrjandi og rannsakandi. Eg hefi efast oft um flest, ef eigi alt. Og það er ekki aðeins um gildi trúar, heldur einnig um gildi siðalær- dómsins. Nývíkinga-spekingurinn Nietzsche hef-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.