Heimilisblaðið - 01.08.1917, Síða 12
94
HEIMILISBLAÐIÐ
ig minnast þess. Eg óska af alhug, að það
hafi ekki verið neinn illur andi, er birti yður
þennan draum, en hvernig ætti eg að færa
frið, sem til þessa hefi aðeins fært með"mér
bardaga og blóðsúthellingar. Farið nú, frænd-
ur góðir, en ef þér viljið, þá skiljið Masondu
eftir hjá mér; hún hefir ekki aðra vini. Farið
og fylgi yður ást mín og blessun og dýrlinga
þeirra er skulu vernda yður í bardögunum og
leiða okkur saman á ný.“
Fegar Eósamunda hafði lokið máli sínu,
huldi hún aftur andlit sitt með blæjunni, svo
þoir sæju ekki tár hennar.
Godvin og Wulf gengu nú þangað erhún
atóð við hásæti Saladins, beygðu kné fyrir
henni og kystu hönd hennar og kvöddu hana
án þess að soldán hindraði þá.
En þegar og hún bræðurnir voru farin, snéri
hann sér að Hassan og prestinum, sem allan
tímann höfðu setið þögulir og mælti: „Segið
mér nú, sem eruð gamlir og lærðir, hvorn
þessara manna prinsessan elskar? Tala þú
Hassan, þú þekkir hana bezt.“
Hassan- hristi höfuðið. „Það er mér ekki
nnt að segja“, svaraði hann. „Hún er of dul
til þess að eg geti séð það.“
Síðan snóri hann sér að prestinum.
„Þegar þessir trúleysingjar eiga að fieyja
fyrir augliti hennar, munum við fá það að
vita, það er að segja ef hún vill, enfyrekki“,
svaraði hann, og soldán geymdi orð hans í
minni.
Næsta morgun beið Rósamunda við einn
gluggánn á herbergi sínu til þess að sjá bræð-
urna leggja af stað. Þeir voru í öllum her-
klæðum, og riðu hinum ágætu hestum sínum,
Eld og Reyk. Þeir stönsuðu fyrir utan hús
hennar, og þar sem þeir vissu fyrir víst, að
Bósamunda mundi sjá þá, þó þeir sæju hana
ekki, þá drógu þeir sverð sin og veifuðu þeim
í kveðjuskyni Svo riðu þeir þögulir brott og
voru skjótt úr augsýn.
Rósamundu óraði litið fyrir þvi, hvernig
alt mundi breytast þangað til þau sæjust
næst. I raun og veru vogaði hún varla að
vona, að þau sæjust framar, því hún vissi
vel, að þó að þeir kristnu hefðu betur i strið-
inu, mundi hún verða send eitthvað burt þang-
að sem þeir gætu ekki fundið hana. Hún
vissi líka að ómögulegt mundi að flýja frá
Damaskus, og að Saladín, þó hann elskaði
bræðurna, eins og alla aðra drenglynda og
hugrakka menn, mundi hann aldrei framar
vilja taka á móti þeim sem vinum, af ótta
fyrir því, að þeir kynnu að ræna henni, sem
hann hélt að orðið gæti verkfæri til þess að
veita honum friðsæla daga, það sem eftir
væri æfinnar. Ennfremur mundi þessi úrsiita-
styrjöld milli krossins og hálfmánans verða
óvenju blóðug og hún var þess fullviss, að
bræðurna mundi ætíð þar að finna sem bar-
daginn yrði harðastur, því gat það vel átt
sér stað, að hún hefði sóð þá í síðasta sinn.
Þeir voru farnir! Jafnvel jódynurinn var
dáinn út, og hún var eftir alein og yfirgefin.
Hjarta hennar va’r fult af ótta fyrir framtíð
þeirra, þó sérstaklega annars. Ef hann kæmi
ekki aftur, hvers virði var þá lífið fyrir hana?
Hún beygði höfuð sitt og grét, en þá heyrði
hún eitthvert hljóð bak við sig og hún leit
við, að vita hvað það var, og sá hún þá
Masondu er grót einnig.
„Hvers vegna grætur þú?“ spurði hún.
Þá flaug Rósamundu nokkuð í hug, ný og
hræðileg hugsun.
Augu þeiira mættust, ogRósamunda spurði:
„Hvorn?“
Borð stóð á milli þeirra, greypt perlum og
fílabeini, og hafði ryk sezt á það. Masonda
beygði sig áfram og skrifaði með vísifingri
einn árabiskan staf i rykið á borðinu, og
lagði svo höndina ofan á hann.
Brjóst Rósamundu bifaðist ákaft.
„Hversvegna fórst þú ekki með honum,
þú sem ert frjáls?11 spurði hún.
„Af því hann bað mig að vera hór, og
vaka yfir þeirri konu er hann elskar“, svar-
aði Masonda angurblítt, og féll í sama vet-
fangi í faðm Rósamundu.