Heimilisblaðið - 01.08.1917, Page 13
HEIMILISBLAÐIÐ
95
XYIII. KAP.
Bardaginn við Hattinn.
Margir dagar vorn liðnir síðan bræðurnir
kvöddu Rósamundu í Damaskus, er þeir heita
júlínótt sátu á hestum sínum og störðu frá
klettum nokkrum yfir gráu, þuru sléttuna, er
nær frá Nazaret að hæðunum, er Tíberías og
Galileuvötnin liggja að. Skamt fyrir neðan
þá, umhverfis lindina við Seffurich, höfðu
Frankarnir, er þeir voru verðir fyrir, dreift
sér; þrettán hundruð riddarar, tvö þúsund fót-
gönguliðs og hópar Turcopola — innfæddra
ibúa landsins — vopnaðra eftir sýrlenzkri
venju.
í suð-austur, hér um bil tvær mílur veg-
ar, sáust hin hvítu hús Nazarets-borgar, þar
sem frelsari heimsins lifði og starfaði í þrjá-
tíu ár. Án efa hafði hann einnig gengið yf-
ir þetta sama fjall er þeir stóðu nú á.
Það hafði heyrst að liðið ætti að halda
áfram yfir sléttuna auðu, næsta dag og berj-
ast við Saladín, sem lá. með allan sinn her
við Hattinn, móti Tiberías. Godvin og bróð-
ir hans töldu það óðs manns æði, því þeir
höfðu séð herskara Serkja og höfðu riðið yfir
auðu sléttuna í brennandi sólarhita.
„Eg ætla að fara og vera á verði þarna
yfir frá, en vertu hér,“ sagði hann við Wulr
og snéri Eld við og reið dálítinn spotta yfir
litinn ás norður á fjallið. Þar sá hann
hvorki herbúðirnar né Wulf, eða nokkra lif-
aadi sál, en var aleinn. Hann steig af hest-
rnum og skipaði honum að vera kyrrum;
gekk síðan að stórum steini og kraup á kné,
°g bað með öllum kröftum hermannssálar-
innar:
„O, Drottinn, þú sem einu sinni dvaldir
kér meðal þessara fjalla í þjóns mynd, og
Bem þekkir hvað i mönnunum býr, ó, heyrðu
^Qig, eg er óttasleginn, ekki sjálfs míns vegna
því mitt líf heíir svo litla þýðingu, heldur
ýegna allra þessara þúsunda, er sofa umhverf-
is Nazaret, þjóna þinna og meðbræðra minna
Jaj og krossins vegna, og allra hinna trúuðu
kór i austurlöndum. Ó, gefðu mér ljós! Ó
láttu mig heyra og sjá, svo að eg geti varað
þá við, því annars er ótti minn árangurslaus!11
Godvin fanst hann falla í fastan svefn;;
sjón hans sljófgaðist og honum fanst alt sem
1 þoku. Svo fór að smáheiða til og skýrast,.
líkt og gruggugt vatn er sezt til. Og sjá,.
hann heyrði andana fara framhjá hvíslandi,.
ög honum virtist þeir gráta yfir mikilli ógæfu
er væri í vændum. Svo var sem blæju væri
lyft frá augum hans, og hann sá lengra og
lengra.
Hann sá konung Frankanna í tjaldi sínu
og umhverfis hann ráðsamkomu af æðstu
herforingjum hans, og meðal þeirra hinn
skarpvitra foringja Musterisriddaranna, og;
mann einn, er hann hafði séð í Jerúsalem, og
sem nefndur var Raymond af Tripolis, höfð-
ingi yfir Tiberios. Þeir tóku saman ráð sín,.
þangað til foringi Myjterisriddaranna dró
sverð sitt i reiði og sló því í borðið.
En þá lyftist blæjan og sjá! Hann sá her-
búðir Saladins, hinar voldugu óendanlegu
raðir tíu þúsund herbúða, þar sem Serkir
báru fram bænir sínar til Allah. Hann sá
tjald Saladins þar sem soldán gekk aleinn
um gólf; engir af emírum hans, ekk' einusinni
sonur hans var þar hjá honum. Hann var nið-
ursokkin í djúpar hugsanir ogGodvin las þær.
Hann hugsaði á þessa leið: Bak við mig
hef eg Jórdan og Galileu-vatmð og í það
verð eg hrakinn með herinn, ef farið er um-
hverfis fylkingarbrjóst. Fram undan mér eru
landamæri Eranka, þar sem eg á enga vini,
og hjá Nazaret er aðalher þeirra. Allaheinn
getur hjálpað mér. Haldi þeir kyrru fyrir,
og neyði mig þannig til að 'fara yfir eyði-
mörkina til áhlaups, mun her minn þynnast,.
og eg er frá, og ef þeir fara á móti mér um-
hverfis fjöllin gegn um land, þar sem nóg
vatn er að fá og graslendi, þá getur vel farið
svo að þeir sigri, en ef þeir fara yfir eyði-
mörkina, eru þeir glataðir og yfirráð krossins
á enda i Austurlöndum. Eg ætla að biða hér.
Eg ætla að bíða---------