Heimilisblaðið - 01.10.1918, Page 2
HEIMILISBLAÐIÐ
146
hann læra, þó að enginn kynni þá list þar
um slóðir, og -ekki hætti hann fyr við en
hann gæti íleytt sér á sundi yfir Héraðsvöln-
in. Hann stiflaði bæjarlækinn og batt 5 potta
kút á brjóst sér, til þess að halda sér uppi;
en Gunnar bróðir hans, sem var eldri, var
jafnan viðstaddur og liafði á honum snæris-
vað til vonar og vara. Svona tamdi hann sér
þá íþróttina. Ráðríkur þótti hann heima fyrir,
einkum systrum hans, og íljótt bar á hinu
sama, er hann kom í skóla, enda komst
hann þar í hávega og embætti. Skartgjarn
var hann og bjó sig jafnan eins og hann
hafði framast ráð á. Þegar skóli var seltur,
þá var Bjarni altaf i fallegustu mussu'nni
og snotrasta húfan á höfði hans. Þar vildi
hann vera fremstur urn allar íþróttir, eins og
heima, og varð vel ágengt um það; kraíta-
maður var hann ekki nema i meðallagi, en
ekki var fyrir alla að sjá við brögðum hans
í glímum, og í bitaleik þurfli enginn að
reyna sig við hann; hann krækti ristum á
bita og hékk niður, klæddi sig úr mussu og
las sig svo upp aftur og lék það enginn eftir.
í*að rak hvorki né gekk með skólanámið
framan af. Skólameislari Sigurður Vigfússon
var handónýtur maður og svo einfaldur og
auðtrúa, að hann varð að leiksopp í liönd-
um piita. þeir gátu nálega haft alt eins og
þeir vildu með glettum og strákabrellum.
Þegar þeim þótti kalt í skólastofunum, þá
fór einhver þeirra snemma á fætur og helti
fullri skjólu af vatni yfir gólfið. Þegar skóla-
meistari reis á fætur til að vekja pilta, þá
leit þjónn hans inn i skólastofuna og sagði
að ekki gæti komið til mála, að piltar sætu
inni í slíkri veðurhörku; það hefði dropið
svo um nóttina, að standa mætti í vatni upp
í hné, fyr mætti nú vera héla en svo væri.
Skólameistari lítur inn i skólaslofuna og
segir eins og hans var venja til við sams-
konar tækifæri: »það er slétt af so gú ófor-
svaranlegt að láta góöra manna börn sitja í
slíku hrosshúsik Bjarni skrifaði bezt allra í
skóla á sinni líð. Hann lék sér að því að ná
hönd Sigurðar skólameistara ; notaði hann
það óspart sér og piltum í hag; hver piltur
liafði sitt skrifað leksiu-kver með hendi
skólameistara; en Bjarni skóf út það, sem
skrifað var og setti annað í staðinn eftir
sinu höfði; gekk^svo sama leksian með þessu
laginu vikurnar út eða svo lengi sem verk-
ast vildi. Leksíu-kverin með hendi Bjarna
gengu lengi eftir það í skólanum; voru þau
bæði greinilega og rétt skrifuð fremur en hjá
rnörgum öðrum um þær mundir.
En sú kom tiðin, að Bjarni varð eins og
aðrir að leggja niður bernskubrek og leksíu-
kveraskrift í skóla. Sá maður tók við stjórn
skólans, sem ekki lét hafa sig að leikfangi.
Það var enginn annar en Gunnar Pálsson,
bróðir Bjarna. Þá var nú ekki um annað
að gera en láta hrökkva eða stökkva, enda
sagði Bjarni það siðan, að aldrei hefði hann
komist úr skóla, ef Gunnar hefði ekki tekið
við. Gunnar var skólameistari á Hólum í 11
ár; kendi hann tveimur bræðrujn sínum auk
Bjarna og útskrifaði þá. Bjarni var alls 11
ár í skóla, útskrifaðist fyrst 1746; olli því
fleira en ónýt stjórn og ungæði hans. A
þeim árum var skólatíminn oft eigi nema 3
—4 mánuðir í lengsta lagi og þegar svo sá
tími var slælega notaður, þá var ekki von á
miklum framförum við námið.
Á skólaárum Bjarna var Harboe byskup
hér á landi til að kynna sér kristnihald og
skólahald. Að tillögum hans voru spuiningar
Pontoppidans byskups, þær er alþýða manna
kallaði Ponta, innleiddar við skólann á Hól-
um. Bjarna eins og fleirum piltum var mein-
illa við þá nýbreytni og gerðu það með sér,
að þeir skyldu afsegja Ponta. Var þá stungið
upp á að færa byskupi alt saman, en til
þess bar enginn áræði, nema Bjarni; batt
hann alla Pontana í bagga og reiddi um öxl
sér og gekk á fund byskups. Harboe byskup
var sá maður, sem kunni réttu tökin á þessu
ungæðisbragði Bjarna; konum fanst til uffi
áræði hans og varð hlýtt í hug til hans, því
að hann sá, að hann var mannsefni, og síð-
armeir varð hann einn af stuðningsmönnuni
Bjarna utanlands; voru það fleiri ungir náms-
rnenn en Bjarni. sem áttu þar hauk í horni,
sem Harboe var, þar á meðal hinn nafn-