Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 4
148
HEIMILISBLAÐIÐ
Gcildi sönglistarinnar.
Dr. Arma Howard Shaw, ein af frægustu
konum Bandaríkjanna, er um undanfarin ár
hefir staðið mjög framarlega í kvenréttinda-
baráttunni á meðal þjóðar sinnar og skipar
forsæti í landvarnarnefnd kvenna (Council of
National Defence), fer mjög fögrum orðum
um gildi sönglistarinnar á yfirstandandi
hættutímum :
»Samfélagslífið og þjóðræknis-starfsemin
gætu ekki beðið nokkurt stærra tjón en það}
ef að tilsögn í sönglist og söngraddarnotkun
félli niður.
Vald það, sem sönglistin 'hefir á þjóðfélag-
ið á tímum hörmuuganna, er óútreiknanlegt.
Vér getum sungið oss frjáls, ef allar aðrar
leiðir lokast. —
Hermenn vorir, þreyttir og þjakaðir, syngja
á eyðimerkurgöngunni þjóðsöngva sina til
viðhalds hugrekkinu og voninni. —
En hvort mundum vér eigi, sem heima
sitjum, þarfnast sömu uppörvunarinnar til að
geta leyst af hendi vorn skerf, í því að vinna
stríðið ? Hefir sönglistin sama gildi fyrir oss
sjálf, eins og hún hefir á hugi hermanna
vorra á orustuvöllum Norðuráltunnar ? Eg
vildi óska, að hver einasti bær, hver einasta
borg, hefði einhverskonaai sönglistarmiðstöð,
þar sem fólk gæti komið saman á degi hverj-
um, þólt eigi væri nema stutta stund, til
sameiginlegra söngiðkana.
I öllum barna- og unglingaskólum ætti
söngnáminu að vera skipað á bekk með hin-
um allra göfugustu þjóðræknisskyldum.
Sönglistin hefir ómótmælanlegt menningar-
gildi- [Lögberg].
* *
♦
Vér íslendingar erum auðugir að fögrum
söngvum, t. d. sálmum og ættjarðarljóðum.
Eu það er mörgum falinn fjársjóður. Söngur-
inn vermir hjartað og vekur til lífs það bezta
sem þar er geymt. Söngurinn rekur á dyr
úlfúðina og ófélagslyndið.
« •
Orin og ljóðið.
Út í loftið ör eg skaul,
ekki vissi eg hvert hún paut,
hraðara hún flaug mér frá
en fest eg gœti sjánir á.
Kvað eg út í loftið tjóð,
pað leið á burt um hulda slóð;
enginn fylgja augum má
óði kveðnum flugi á.
Scinna að eik mig einni bar,
örina mina fann eg par,
og hltjju vinar hjarta í
hitti eg tjóðið all á mj.
B, J. pfjddi.
Draumsjón.
(Smásaga).
Hann var foreldrum sínum, systkinum og
yfirleitt öllum, sem höfðu saman við hann
að sælda, til skaða og skapraunar. — — —
Móðir hans hafði fætt hann með miklum
harmkvælum. En þegar hún sá í fyrsta sinni
liinn efnilega son sinn, áleit hún þau harm-
kvæli sér ávinning, því liún vonaði, að son-
ur sinn yrði sér til gleði. En nú voru allar
líkur til, að sú von mundi bregðast. Mörg
tár hafði hún felt í einrúmi vegna sonar síns
og oft hafði hún beðið Guð að snúa honuin
á rétta leið. En alt kom fyrir ekki. Hinn
»týndi sonur« sneri ekki heim, en hélt áfram
á braut lastanna. Flesta lesti og klæki hafði
hann tamið sér. Hann hafði gengið glæpa-
götuna með ráðnum huga og sjaldan hafði
samvizkan ónáðað hann. Hann hafði stolið.
rænt, logið, svikið, tælt saklausar stúlkur og
eyðilagt framtíð þeirra. Að eins eitt varð hann
sakaður um : — morð I — — — Og ef til
vill var það tækifærisskortur, sem þar réði
mestu um. Lýsingin er ekki glæsileg, — en
hún er sönn, og munu menn þá skilja, að