Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1918, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.10.1918, Qupperneq 7
HEIMILISBL AÐIÐ 151 Úrsúla. Skáldsaga eftir Florence Wurden, I. KAPÍTULI. »Pað getur nú alls ekki komið til mála«. Þetta sagði Gravenhurst jarl svo afdrátt- arlaust, að engum öðrum en bliðu og elsku- verðu frúnni hans hafði getað komið til ^ögar, að hann mundi bre3'ta ákvörðun, ser>i hann kvað svona ramt að. Því að þótt frúia væri framúrskarandi Ijúflynd og fyrirlátsöm, þá kunni hifn þó fyllilega listina þá, að hafa taumhald á harðræði mannsins síns. Hún horfði fast á- Pi'jónlesið sitt, sem hún var með og taldi hverja lykkju í hálfum hljóðum. Það sá enginn, að henni hefði vitund brugðið, þó að herra hennar og eiginmaður hefði fyrir htilli stundu lagt blátt bann fyrir, að dætur hennar, ásamt bróður þeirra, sæktu heim einn af lagsbræðrum hans. f*au Gravenhurst jarl og kona hans sátu i dagstofunni, úr því er liðið var afhádegi. Við og við heyrðu þau smella í borðknött- Um, og óminn af málrómi yngstu barnanna; þau voru að leika knattleik á borði. Tómas greifi af Eastling, sonur þeirra, var nýbú- Jnn að ]júka námi við báskólann i Öxna- furðu, nú var hann einmitt að hvíla sig ehir það um stund og það var hann og J’ngri systir hans, sem voru að leika knatt- leikinn. Unglrú Emmelina var hraust og fjörug stúlka á fyrsta ári yfir tvitngt. Hún var 01'ðin leið og þreytt á þvi, að eyða æfinni a þessu kyrláta óðalsetri, því þar var ekki um neina tilbreytingu að ræða í daglega lifinu. Eftir stundarþögn ræskti jarlinn sig og lagði frá sér timaritið, sem hann sat við að lesa — skelti því saman og sagði með fflusvip: »Hvaða manneskjur eru þessi Jacksons- hjón ?« Frúin lét nú í fj'rstu eins og hún væri búin að steingleyma því, sem þau höfðu rétt áður verið að tala um og svaraði eins og með köldu blóði: »Og þau kalla sig Oare-Jacksons og eg held, að maðurinn hafi grætt sitt fé í Ameríku«. >xFinst þér þá, að það sé vel til fallið, að dætur okkar hafi samvistir við það fólk, sem við þekkjum ekki hið minsta?« spurði jarl byrstur. Frúin horfði á mann sinn og lét sem hún væri alveg hissa og svaraði svo með mestu ró og spekt: »Nú, sú var nú tíðin að vísu, að manni hefði ekki komið til hugar að eiga nokkuð saman við það að sælda; en nú er öldin önnur; nú eru menn farnir að vera samvistum við menn af öllu tagi, eða er eklci svo?« »Ekki geri eg það að minsta kosti«, svar- aði jarl. »Nei, það get eg nú svo vel skilið, en dætur okkar, sérstaklega Emmelina, kvarta si og æ yfir því, að hér sé svo leiðinlegt, og því verður ekki neitað, að kyrðarbragur er á lifinu okkar hérna«. Eftir litla þögn segir jarl: »Eastling getur farið þangað, ef hann vill«. »Já, en góði minn, hann hefir nú altaf ætlað sér það?« »En að því er dætur okkar snertir«, mælti jarl. »Þá er eg viss um, að hún Úr- sala okkar unir ekki eina viku hjá þessum — þessum«. — — Þarna stóð i honum augnablik, hann var að leita að orði, sem væri nógu lítilsvirðandi, en særði þó ekki frúna fram úr hófi — »þessum kotungum«, kom nú loks fram af vörum hans. Frúin leit ekki við honum. »Heldur þú nú eiginlega ekki, Jón, að Úrsúla hefði gott af að kynnast fleirum en þeim, sem hún kynnist hérna. Hún hefir nú fimm um tvítugt; hún er orðin einræn af því, að vera si og æ að vitja fátækra og sjúkra — hún verður nunna«, sagði frúin með áhyggjusvip.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.