Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 12
156 HEIMILISBLAÐIÐ Paynes, en hætii við það. Það var ekki annað sýnna, en að Payne væri eins vel upp alinn og af jafngöfugum ættum og Tóraas sjálfur og svo virlist hann þar að auki vera miklu reyndari, svo ekki tjáði fyrir Eastling að ráða honum heilræði. í þessum vanda sneri hann sér til Hugo’s vinar síns og spurði hann, hver þessi Páll Payne væri — í fám orðum sagt: hvort hann væri heiðarlegur maður. Blóðið liljóp fram i lcinnar Hugó. »Auð- vitað«, svaraði hann með þykkju, »heldur þú, að þú hefðir annars hitt hann hér?« Þetta svar hefði nú átt að nægja honum, en það ■nægði honum nú samt ekki. Hann var búinn að hitta margan einn á þessu herrasetri, sem aldrei hefði verið veitt við- taka, þar sem strangar kröfur væru gerðar til ráðvendnis og sæmdar, og því ásetti hann sér að spyrjast fyrir um Payne i kyrþey. Dagarnir liðu og hann fékk aldrei færi á að tala við Úrsúlu i einrúmi; en eitt kvöld hitti hann þau bæði, Payne og Úrsúlu. Þau stóðu við dyr þorpskj'rkjunnar og töluðu saman um eitthvað alvarlegt, og nú skildi Eastling, að hann mátti ekki fresta viðtali við systur sina. Hann hafði gætur á þvi þegar hún færi aftur heim á herrasetrið og stöðvaði hana, rétt í því er hún ætlaði að ganga upp stigann til að hafa fataskifti til miðdegisverðar. »Fyrirgefðu Úrsúla«, sagði hann í hljóði, »mig langar til að tala við þig rétt sem snöggvast«. Úrsúla sneri sér við og brosti til hans og hann varð alveg hissa á að sjá, hve hún Ijómaði af gleði. Hann sá það svo greini- lega, að viðvörun hans mundi koma um seinan. »Hvað viltu mér?« spurði hún bliðlega, og fylgdi honum fúslega, þegar liann dró hana með sér út að einni gluggakistunni i anddyrinu. Hann var órólegur og eins og á nálum; honum var erfitt að stynja þvi upp, sem honum var svo rikt i hjarta, einkum af því að hún stóð þarna stöðugt og horfði á hann svo blitt og vingjarnlega. »Sjáðu nú Úrsúla«, sagði hann og vafðist tunga um tönn. »Það er svo frámunalega erfitt fyrir mig að segja þér það, sem eg ætla að segja þér; en þú verður þá að við- urkenna, að ef — já, þú skilur mig víst — ef nokkuð gerist hér, þá bitnar það á mér, er ekki svo? Það er einmitt eg, sem fékk pabba til að láta þig og Emmelínu fara með mér hingað, eins og þú veizt; og ger- ist hér nokkuð, þá verður óþolandi að vera heima. Já, nú veiztu það 1« »Eg skil þlg ekki, Tommi«, mælti Úrsúla og brosti að honum; hann var í standandi vandræðum, eins og smádrengur. »Hvað skyldi geta valdið þvi, að okkur yrði óvært heima ?« »Jú, sjáðu, Úrsúla! eg sá þig og hann Payne hérna standa saman hjá þorpskyrkj- unni fyrir skömmu, og svo —«. »Og svo?« tók Úrsúla upp eftir honum með hægð, þegar stóð í honum. »Já — svo — þá fór eg að hugsa út í það, að þeim heima og mér og okkur öll- nm mundi eigi litast á, að þú gæfir slíkum manni sem Páli Payne undir fótinn — sem ekkert okkar veit nokkur deili á. Úrsúla horfði nú beint í augu bróður sins. Ásjóna hennar ljómaði sem áður af hamingju og málrómurinn titraði af fögn- uði, þegar hún svaraði bróður sínum: »Eg veit það, sem mér nægir um Pál Payne; við erum trúlofuð«. II. KAPlTULI. Þetta kom á hann sem sprengikúla. En þetta jafnaðist nú á milli þeirra. Anð- vitað kom það ílatt og óþægilega á þau Eastling og Emmelínu, að systir þeirra skyldi hafa verið svo óvarfærin að bindast manni, sem ekki var henni jafntiginn, hversu friður og vel siðaður, sem hann var; en tilfinningar þeirra komust þó ekki i hálfkvisti við tilfinningar jarlsins og frúar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.