Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1918, Qupperneq 13

Heimilisblaðið - 01.10.1918, Qupperneq 13
HEIMILÍSBLAÐIÐ 157 h«ns, þegar þessi nýung barst þeim til eyrna. Það var nú alinent ætlun manna, að »stórveldin«, jarlinn og frú hans, mundu Þegar i stað ónýta þessa trúlofun, jafnskjótt °g þau fengju hana að vita. En í stað þess gerðist það, sem engiun hefði trúað, því að þótt Úrsúla væri dýrlingur í eðii sínu, þá kunni hún þó jafnframt listina þá að koma sinum vilja íram með sérstakri spekt. Þar að auki var hún nú 25 ára og hafði sjálf talsvert fé undír hendi, sem frænka hennar hafði arfleitt hana að. Og loks kom svo Payne sjálfur og sótti jarlshjónin heirn, og leizt þeim hann þá mannvænlegri en þau höfðu ætlað. Hann talaði með amerískri áherzlu, sem lét vel í eyrum og sagði margar skemtilegar sögur af ýmsum við- hurðum, sem ættmenn hans í Suður-Karó- linu voru viðriðnir i striðinu milli Suður- Hkjanna og Norðurrikjanna í Bandafylkj- Unum. Það var fólkið í Wintersand og engir aðrir, sem hafði rélta hugmynd um, hvar Suður-Karólína lægi, eða hvaða stríð það VaL sem um var að ræða, og þótt jarlinn segði til skýringar: »Þú manst víst þetta — Um þrælasöluna«, þá mundi frúin að eins mjög óljóst eftir þvi, og börnin þeirra höfðu ahs ekki heyrt neitt um það. En sögurnar voru skemtilegar og vel sagðar og endirinn varð líka sá, að þessi Ungi Ameríkumaður var tekinn upp í að- alsættina, svo sem tilvonandi maður Úrsúlu, Þött þeim jarlshjónunum væri það nauð- ugt; samt var það gert með því skilyrði, að hann færi algerlega að óskum hennar um það, hvar þau tækju sér bólfestu. En hann var ekki alveg sloppinn. Mál- hutningsmaður jarlsins tók nú við og þar 8el<k hann í gegnum nýjan hreinsunareld, Un hann slapp ágætlega frá því. Jlann ^unnaðist opinberlega við, að hann væri ekki ríkur maður, en hann ætti stoðir og styttur, sem væru traustar og i bankasök- Um sínum væri gott jafnvægi. Og þótt hann gseti ekki veitt konu sinni auð og allsnægtir, þá gæti hann þó gefið henni nokkra fagra ættargimsteina, er væri sinn hluti af föður- arfinum. Hann lét þetta uppi við mála- flutningsmanninn og lcorn inn á skrifstof- una með gimsteiriana og afhenti þá þar til geymslu, sem gjöf handa Úrsúlu. »Flestir þeirra eru séttir í nýja umgerð«, sagði hann, um leið og hann opnaði slitin leðurhylki, sem yfirleitt voru ósamboðin svo dýrum gripum. Málaflutningsmaðurinn hafði fengið tæki- færi til í starfi sínu að sjá margskonar ættargimsteina, en af þessum gimsteinum varð hann alveg hugfanginn. »Þeir eru óvenjufagrir«, hrópaði hann með aðdáun. »Já«, svaraði Payne, eins og utan við sig. »það liefir mikið bætt úr, að þeir hafa fengið aðra umgerð; en að minu áliti eru gömlu steinarnir þó langt um fegri, enda þótt þeir séu dálítið klúrir vlð hliðina á hinum, eða finst yöur það ekki?« Hann opnaði nú annað leðurhylki og dró þar upp höfuðdjásn alsett gimsteinum og nokkrar brjóstnælur, alt í gömlum og traustum umgerðum, eins og tíðkaðist hálfri öld áður. »Þessir dýrgripir«, mælti hann, »eru með sömu ummerkjum og móðir mín skildi við þá«. — »Já, eg skil það«, mælti málaflutnings- maður, »það er ættartilfinningin, sem veld- ur því, að þér hafið meiri mætur á þessum gripum en hinum nýju«. »Já. einmitt það«, sagði Payne brosandi; »eg man fjölda af sögum, sem eru tengdar við þessar brjóstnælur«. Þessi fundur þeirra stóð ekki lengi. Payne seldi gimsteinana málaflutningsmanninum í hendur, en hann fékk þá siðan Úrsúlu, eins og skyldan bauð. Úrsúla hafði eigi fjrrir sig hinar minstu mætur á skartgrip- um, hún bar þá aldrei á sér, nema hún væri til neydd, og þótti henni það því eins og önnur þung og leið skylda, er fylgdi stétt hennar. í hennar augum voru gim- steinar ekki annað en fjármunir, sem væri langt um betur varið á annan hátt, svo

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.