Heimilisblaðið - 01.04.1920, Qupperneq 1
Til vinar míns
Jóns Helgasonar, er hann misti tvær dætur sínar, rúmu ári eftir andlát konu sinnar.
Pú átlir unaðsstundir
við indœl kœrleiksblóm,
við blíðar barnamundir
og bljúgan móður-róm,
En gustur fór um grundir
með geigvœn harma-él,
þá blikna blómalundir,
þá blœða sorgarundir,
er blómin bíða hel.
Hve var það sárt að vakna
við veikra barna óm,
og lika sárt að sakna
og sjá in liðnu blóm.
Pér blœða opnar undir,
mér ógna sárin þín.
Pín bíða betri stundir
og blíðir vinafundir,
þar sigursólin skín.
Pú sér hvar leiðast systur
og svífa gfír fjöll.
Pú sér, að sjálfur Kristur
í sinni hvítu höll,
þeim birlist fagur, blíður
og breiðir faðminn sinn,
og englaftokkur fríður
á frjálsum vœngjum líður
og býður báðum inn.
Pér biriist myndin mœra
í morgunlita dýrð. —
Ó, móðir milda, kœra,
þin mgndin endursldrð
nú breiðir faðminn fríða
og fagnar dœtrum tveim,
er inn til himins hliða
á hvllum vœngjum liða
i helgan bústað heim.
Pú dýri dánumaður
hve dýrðlegt er þér nú
að sgrgja t Guði glaður
og gráta t von og trú.
Nú fgrst eg fœ það skilið
er firn að höndum ber,
hvað brúar geigvœnt gilið,
hvað ggllir svarta þilið, —
þar trúin trgggust er.
Og mjúka vonarmjöllin
nú mildar blóðug spor
og svörtu sorgarfjöllin,
nú signir friðarvor.
Er sorgarggðjan svarta
oss sendir beiskan koss,
hvað vermir volað hjarta
við vonarljósið bjarta
sem trúar heilagt hnoss.
Langafrjádag, 1920. Rikarðuv Jónsson.