Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1920, Page 4

Heimilisblaðið - 01.04.1920, Page 4
52 HEIMILISBLAÐIÐ Látna vini dýrðin krýnir, Sanna veitir sigurgjöf. Það er huggun hreldum anda, Himnesk lækning sárum við, Trú og von í bikar blanda Blessun þeirri’, er gefur frið. Jesús lifir I Lifa þær, Geymdar við hans guðdómshjarta, Gleðjast þar til dagsins bjarta, Þegar rís upp röðull skær, Sá er vini saman kveður Svo þeir aldrei skiljast meir, ó hve von sú andann gleður, Er oss hrellir dauðans þeyr. Saman hjer nú sofa rótt Systra lík á sama beði, Sorgin þar til snýst í gleði, Þegar öll er enduð nótt! Faðir, bræður, frændur kveðja, Fagna mitt í tregans sorg, Að þær móður góða gleðja Guði hjá í dýrðarborg. — Fr. Fr. TVÖ HLUTTEKNINGARSKEYTI. I. ó, gæti eg sungið sólskin inn í salinn þinn! Eg veit að oft þú grætur, um langar og ljósvana nætur. En Guð læknar svíðandi sárin, hans sól ljómar skærst gegnum tárin. Þú veizt, eftir kalda veturinn hann vorröðul skina lætur. Þá hlýtur þú bölsins bætur. — Vinur. II. Hrygð er mér í hjartans inni, horfnar sjónum eruð mér. Guð, er sér af gæzku sinni glöggast, hvað oss hentast er, ykkur heim frá holdsins sýki himneskt bauð í dýrðarríki. Systur kæru, sofið rótt, sætt i Jesú, — góða nótt! — G. ínvcr^ku IblöSin og Im^imdómurirm. Kínversku blöðin eru í heild sinni hvorki með né móti kristindóminum. Þau eru í einu orði afskiftalaus af kristniboðinu, láta sér á sama standa, En þó eru þar blöð, sem opinberlega vinna gegn kristindóminum og þeim má skifta í þrjá ílokka. í fyrsta flokki eru þau, sem vilja blása nýju lífi í kenningu Konfúsíusar og gera hana að trúarbrögðum ríkisins. í þeim flokki eru margir ungir menn, háment- aðir og alvörugefnir. Þeir hafa séð, að krafli og siðgæði hefir hniguað á seinni árum, en kristindómurinn aftur á móti náð vexti og viðnámi. Þeir hafa líka séð, að margir hinna kristnu eru aðeins að nafninu kristnir og standa þeim eigi framar að siðgæðum. Þess vegna hafa þeir fengið óbeit á kristindómin- um og þess vegna sett von sína til Konfúsí- usar hins] forna spekings þeirra og kennara (í siðfræði). Hinn kunnasti leiðtogi þessa flokks er Chen-Hwan-Chang. Hann hefir komið á sum- arnámsskeiðum í fæðingarborg og legstað Konfúsíusar, stofnað Konfúsíanskt æsku- mannafélag og sunnudagaskóla. Hann vinnur því á móti kristindóminum með aðferðum kristinna manna. Hann er hámentaður og fjölfróður. Hann fyrirdæmir kristindóminn i nærrí öllu, sem hann ritar. í öðrum flokki eru blöð, sem stjórnað er af mönnum, sem hafa gengið á skóla erlend- is og orðið þar fríhyggjumenn og guðsafneit- arar. Það er einkum tímaritið »Ný æska« I Peking, sem ritað er frá þessu sjónarmiðn Ritstjóri er einn af prófessorunum við háskól- ann í Peking, vel mentaður maður, sem hefii- verið að námi í Frakklandi. Tímaritið hófst 1915 og í því hafa verið margar svæsnar árásargreinar á kristindóminn. í þriðja flokki eru rithöfundar og blaða- snápar. Það eru stúdentar, sem hafa drukkið í sig skoðanir stjórnleysingja á dvöl sinni í

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.