Heimilisblaðið - 01.04.1920, Side 12
60
HEIMILISBLAÐIÐ
taka fram í fyrir honum og fá hann til að
hætta þessu, en þá svaraði hann: »Lofaðu
mér að segja söguna, telpa min«; gafst þeim
þá færi, sem héldu niðri í sér hlátrinum að
hleypa honum alveg úr kviuDum, og þó að
Lára gæti ekki hlegið með þeim, þá þótti
henni hálft í hvoru vænt um þetta hláturs-
kast, því að það varð til þess að þagga niðri
í Jörgensen, svo að hann fór sér dálítið
hægra eftir það.
En nú fór Jörgensen að tala um trúinál
og þá varð nú Lára fyrst hrædd að marki,
sérstaklega þegar hann fór að niðra öllu sem
kallað er innra trúboð og taldi það lokleysu
eina, með þvílikri uppgerðar-rögg. það var
auðséð, að presti var skemt við að heyra til
hans, enda andmælti hann ekki neínu af því,
sem Jörgensen sagði, og það gaf, ef til vill,
efni til þess að Jörgensen varð ófeilnari.
En Lára varð eins og á nálum og óskaði
þess eins, að eitlhvað yrði til að gera enda
á þessu dómadags-rausi föður síns.
Til allrar hamingju sló klukkan líu, því að
þá voru allir á heimilinu vanir að ganga til
rekkju.
Jörgensen bauð góða nótt og kvaddi, því
að hann ætlaði að leggja af stað í býti morg-
uninn eftir.
Séra Kursen var búinn að vera prestur í
Hyslev í 19 ár.
Hann var nýbúinn að losa sig við allar
byrðar: byggingarlán, ársstyrk til fyrirrenn-
ara sins í embættinu og aðrar álögur, fékk
hann nú að njóta allra embættislaunanna;
en samt sem áður átti hann fult i fangi með
að verjast skuldum, svo að hann varð að
halda tvær ungar stúlkur, aðra með 300, en
hina með '400 króna meðlagi, til þess að
geta haldið sér á réttum kili.
Sonur hans, sem var að námi í Kaup-
mannahöfn, dró drjúgum til sín. Hann var
þar að nema guðfræði; en hann var gáfna-
tregur mjög og féll presti það mjög þungt;
samt vonaði hann, að syni sínum mundi nú
takast að ná embættisprófi fyrir næstu jól.
En sárast féll presti þó af öllu, að horfur
voru á, að sonur hreppstjórans mundi —
»kljúfa strauminn kræfur
og komast án grands að landi«
við þetta sama próf.
Synir þeirra prests og hreppstjóra voru
nærfelt jafnaldrar og ólust upp saman alt til
þess er þeir voru 12 ára. Sonur prests var
þá sendur til Sóreyjarskóla, en sonur hrepp-
stjóra beið 'þess að hann yrði 18 ára. Þá fór
hann fyrst að lesa og ganga á námskeið,
þriggja ára tíma og náði þá stúdentsprófi
með fyrstu einkunn, en sonur prests náði
þar á móti með naumindum 2. einkunn.
Svo bar fundum þeírra aftur saman í
Kaupmannahöfn, og þá var það sonur prests
sem hagnaðinn hafði af því, að þeir lásu
saman.
Nú áttu þeir báðir að taka fullnaðarpróf.
t*að fór kvíðahrollur um séra Kursen, þegar
hann hugsaði til þess að opna símskeytið og
fá að vita endalokin; gat honum þá orðið á
að gefa búgarði hreppstjórans hornauga og
segja um leið: »Já, þú leikur þér að því!«
Ekki var hægt að ámæla séra Kursen fyrir
flokkadrátt. Hann lýsti því sjálfur yfir, að
hann væri utan allra flokka.
Kirkjan hjá honum var illa sótt og heldur
fór það versnandi en batnandi.
Engin kirkjuleg slarfsemi átti sér stað
nokkursstaðar í sókninni hans, nema hvað
lítið eitt var fengist við það á prestssetrinu
að sauma til styrktar trúboðinu í Santhal.
Ýmsum sóknarmönnum fundust orð nm,
að þess háttar starfsemi væri heldur smá-
vægileg, þegar þeir heyrðu getið uin andlegar
hreyfingar annarsstaðar: Vakningar, helguu-
arsamkomur, kristniboð og innra trúboö,
söluborð til eflingar fjárhag kristilegra félaga
og margt fieíra. Það var ekki einu sinm
nefnt þar á nafn og því síður þekti fólk
nokkuð til slikrar starfsemi.
Láru leið þarna vel yfirleitt, en þótti ser
þó hafa brugðist vonir.
Hún hafði gert sér alt aðrar hugmyndir
um prestssetur.
Hún hafði auðvitað verið smeyk við eða
að minsta kosti verið hikandi við að fara ó