Heimilisblaðið - 01.04.1920, Qupperneq 13
HEIMILISBLAÐIÐ
61
prestsheimili, þar sem alt of mikið andlegt
líf væri í skákinni; en nú lá nærri að hana
'ðraði þess, að hún skyldi ekki heldur hafa
kosið sér samastað á þesskonar heimili.
Hún saknaði einmitt alls hér, sem hún
hafði búist við að hitta fyrir á preslssetri.
Hún þráði eitthvað betra, en hún vissi
ekki hvað það var; þær samkömur, sem séra
Haar hafði haldið fyrir ungar stúlkur í Kaup-
Wannahöfn, höfðu ekki alveg farið fram hjá
benni.
Henni geðjaðist þegar illa að því, hve
kirkjan var slælega sótt, svo rúmgóð og fög-
Ur sem hún þó var; guðsþjónustan sjálf var
köld og áhrifalítil. Það var eins og henni
fyndist það á sér, að hún gæti engu hljóði
UPP komið, þegar farið var að syngja. Það
var eins og alt Iíf lægi undir fargi. En hún
vildi svo fegin syngja, syngja af allri sál og
buga.
Séra Kursen var þó eiginlega góður prédikari
°g gat verið mælskur; en hann talaði altaf
f'I skilningsins, en aldrei til hjartans. Pré-
dikanir hans voru líkastar fyrirlestrum.
Hann var vanur að skifta hverri prédikun
I 4 aðalkafla, og hverjum kafla aftur í smærri
þætti; út af þessari reglu brá hann sjaldan.
Presti fanst með sjálfum sér, að hann gæti
hrósað sér af þessari ræðugerð. Og hann var
lika upp með sér af því, að hann hafði getað
Haldið sóknarbörnum sínum ósnortnum af
°llum hreyfingum utan að.
Vilhelm Beck hafði ekki einusinni náð þar
uokkrum tökum, þótt hann hefði komið
Þangað.
Þegar hann sá, að aðrir prestar létu til-
leiðast og leyfðu öðrum hiklaust að ferðast um
sóknirnar og gáfu kirkjur sínar þeim á vald
°g sjálfa sig jafnvel líka, til þess að halda
Þur samkomur Grundtvigssinna eða fyrirlestra
eða trúboðsfundi, þá þakkaði hann Guði, að
liann væri ekki eins og aðrir menn.
En það var þó heiður, sem enginu gat af
^onum skafið, að hann var nú í 19 ár bú-
1Qu að standa á verði ’fyrir því, að nokkuð
aUnarlegt kæmist þar að; honum hafði tekist
‘Ueð lagni og hyggindum að bægja því öllu
frá sófnuði sínum: lýðháskólum, safnaðar-
húsum, trúboðshúsum og öllu þar að lút-
andi.
En í raun réttri hafði hann ekki útilokað
það, heldur haldið því niðri.
Og hann vissi ekki, að brytt hafði á mörgu
og meiru en hann hugsaði í fyrstu og nú
beið það einungis þeirrar stundar, að því
yxi afl og djörfung til að brjótasj: fram, svo
að þar mátti kveða:
»Og rokviðrið nálgast fyr en nokkur veit af«.
Fyrir tveimur árum hafði ungur læknir,
Dalby að nafni, sezt þar að í sókninni. Hann
hafði kappsamlega tekið þátt í kristilegu
stúdentahreyfingunni, bæði sem* stúdent og
kandídat og verið kristilegu félagi ungra
manna hin mesta stoð og stytta.
Líf silt með Kristi gat hann nærfelt rakið
til þeirra ára, er hann gekk til prestsins fyrir
fermingu; en eigi komst hann að fullu til
lifandi trúar fyr en ári síðar en hann varð
stúdent, sérstaklega við langvinna sjúkdóms-
legu elskaðrar móður sinnar.
Þegar hann var orðinn kandidat, þá hafði
hann í byggju um hríð að gerast kristniboði
sem læknir; en honum þótti heilsa sin svo
veil, að hún væri því til fyrirstöðu.
Af sömu ástæðu hætli hann við að leggja
stund á lækningar í Kaupmaunahöfn, og
leitaði heldur upp í sveit, þar sem minna
var að gera.
í sókn séra Kursens hafði hann nægilegt
að starfa, og þar hefði hann kunnað vel við
sig að öllu leyti, ef hann hefði þar ekki átt
heima í »ríki hinna dauðu«, andlega dauðu,
eins og hann komst að orði, sárhryggur út
af því að svo skyldi vera.
Á næstu jólum var hann búinn að vera
þar tveggja ára tíma. Á þeim árum hafði
hann því sem næst ekkert átt við prestinn
saman að sælda, né fólkið hans. Prestur
hafði heimilislæknir og hann sjálfur og hans
fólk vildi engan annan lækni hafa. eins og
eðlilegt var.
Dalby læknir var ókvæntur og stundum
— það játaði hann sjálfur — vildi hann
gjarna eiga sér heimili, þar sem hann gæti