Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1920, Page 15

Heimilisblaðið - 01.04.1920, Page 15
HEIMILISBLAÐIÐ 63 »Hvað eigið þér við?« »Eg á við, þó að Emil sé gáfnatregur, þá er það ekki að öllu leyti Guði að kenna«. »Jæja, mér er þó víst ekki um að kenna«. »Jú, auðvitað af því að þér hafið kvænst frænku yðar; þess vegna getið þér aldrei, að minni reynslu, við öðru búist og þér wegið þakka fyrir, að hann Emil yðar er ekki hreinn og beinn fáhjáni«. »Hvað er þetta? Dalby læknir kominn hingað, hvernig stendur á því?« »Eg er að vitja barnsins«, svaraði læknir. »Eg hefi gaman af að heyra, hvernig lækn- ifinn lítur á þetta mál«. »Hvaða mál?« spurði læknir. Og svo sagði úún honum um systkynabörnin. »Það á ekki við um alla; en eg játa, að það er fágætt, að ekki bryddi á úrkynjun að einhverju leyti, þegar svo stendur á«. Prestur varð hljóður við og gekk burt, en kom svo aftur og bauð þeim vín. Þau drukku ekki nema úr hálfu staupi, en prestur drakk últakanlega mikið. »Hvaða blómarós er það, sem þér hafið fengið frá Kaupmannahöfn?« spurði kona þfeppstjórans. »Faðir hennar er vínsali«, svaraði prestur, »lízt yður ekki vel á hana?« »Kona hreppstjóra brá undarlega við, en aUaði sig þó fljótt og mælti: »Mér? Jú, hún er fríð sýnum — en annars þekki eg hana ekkert«. »Hvað segið þér um þetta, læknir?« Dalby fann, að þessi spurning'kom flatt á liönn, og lá við að fát kæmi á hann, og þess vegna varð hann opinskárri í svari en hann annars hefði verið. »Já, hún er fríð sýnum, og ágæt hjúkrun- arkona. Það var yndi að sjá, hve hún lagði Sl8 i líma, þegar hún Kamma litla veiktist, °8 eitt er henni gefið yndislegt og það eru rábær sönghljóð. Eg kom einusinni að henni fVart, er hún var að syngja inn í barna- kerberginu«. »Já, læknir, þér ættuð um fram alt að * . yður frá prestssetrinu; unga hjartað j ar« — sagði hreppstjórakonan. »Og þér þurfið ekki að bera áhyggjur út af því, eg geng ekki að eiga nema trúaða stúlku«. Nú varð stundarþögn. »Það er ungfrú Jörgensen ekki, að því er mér er kunnugt«. »Jæja, þá veit eg það því síður«, sagði hreppstjórakonan í alt öðrum róm og lá við að hún sneri við honum bakinu. »Þér skuluð ekki láta þetta styggja yður«, sagði læknirinn, rétt í þvi, að frúin kom inn og ungu stúlkurnar. »Hvað er þetta Maren Gadegaard, eruð þér með þykkju?«, sagði prestskonan. »Ónei — það þarf nú meira til að móðga mig«, svaraði hún. »Meira?« »Já, sérstaklega þegar það er eitthvað, sem ekki snertir mig sjálfa«. »Hvern suertir það þá?« spurði prestskon- an. — »Lækninn«. »Svo-o?« »Hann vill ekki eiga nema »trúaða stúlku«, sem hann svo kallar, en það er nú það sem menn kalla —«. »Nei, hvað er á seiði ?« »Eg segi nú bara það, læknir, farið þér yður hægt; ef einhver fellir verulegan ástar- hug til stúlku, þá er hún fyrst og fremst — manneskja, og svo eftir á — já, eg bið yður afsökunar, en eg segi nú altaf eins og mér býr í brjósti«, mælti hreppstjórakonan. Þá varð hljótt í stofunni. »Þegar eg fer að hugsa út í það í alvöru, þá get eg ekki skilið, að þér getið ekki litið öðruvísi á það, Maren Gadegaard; en bíðið nú þangað til sonur yðar kemur, þá munuð þér komast að raun um, að hann er á sama máli og eg«, mælti læknir. »Ekki get eg nú trúað því, eg þekki hann þá ekki að minsta kosti«. »Nei, ekki að því leyti, en þér munuð finna, að hann hefir breyzt mikið«, svaraði læknir. [Frh.].

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.