Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 16
64 h Eji m;i l i sfB l a ð;i'ð Íkuggíiá í hinni gömlu kunnu borg Avignon (frb.: avinjong) í Suður-Frakklandi má ennþá sjá rústir af höll mikilli, sem þar var á fyrri öldum og þá kemur mjög við sögur, sér- staklega sögu rannsóknarréttarins og svo siðar sögu stjórnarbyltingarinnar frönsku. — Það má sjá það ennþá greinilega, að ein álma byggingarinnar hefir verið sprengd upp og er til um það saga sú, er hér fer á eftir: Árið 1441 hafði ungum háttsettum embætt- ismanni páfans orðið það á að styggja nokkrar tignar stúlkur í Avignon. Ættingjar þeirra hefndu sín með því að limlesta hinn unga geistlega embættismann. Fyrst sór hann þesss eið, að hann skyldi hefna sín, en er frá leið, leit svo út, sem hann helzt vildi gleyma þessum atburði. Hann fór aftur að umgangast óvíni sína og þar kom, að sætt var gerð. Daginn, sem sættin var undirskrif- uð af báðum aðilum, var efnt til veizlu mik- illar í höllinni og þangað boðið öllum þeim, sem við málið höfðu verið riðnir. — Þegar hátíðahöldin stóðu sem hæst, voru gerð boð eftir gestgjafanum og sagt, að úti biði sendi- maður frá páfanum, sem hefði erindi við hann. — Að tveimur mínútum liðnum sprakk hallarálman í loft upp. — Hefndin var fram- kvæmd. Nú eru peningar lítilsvirði í Rússlandi, en ekki var það betra á tíma frönsku stjórnar- byltingarinnar 1789, þá kostuðu einir skór 6000 franka og eitt smjörpund 12000 franka. Nýjast meðalið við sjóveiki er það, að sýna lifandi myndir um borð. Þegar storma tekur og sjóveikin fer að gera vart við sig, safnast allir saman i stærsta sal skipsins og þar eru sýndar lifandi myndir, t. d. af fögru lands- lagi eða þá hlægilegar skopmyndir. — Þetta kvað vera reynt á ýmsum stórum farþega- skipum erlendis og hepnast vel. — Þar eru »Bíóin«, eftir þessu, þarfari en í landi. í Vínarborg er nú verið að búa til axla- bönd úr hinum gömlu og dýru riddarabönd- um frá keisaratímunum. í ráði er að bygt verði innan skamms í Lundúnaborg miklu stærra gistihús en áður hefir þekst; jafnvel stærra en heimsfrægu risa-gistihúsin amerísku. — í þessu Lund- úna-gistihúsi eiga að vera 1000 herbergi og þar eiga ekki þægindin að vanta, t. d. á að útbúa stóra sundlaug og skautasvell o. fl* þvíumlíkt inni í sjálfu gistihúsinu. í nánd við Hamborg er gömul jarðgas- uppspretta, sem fyrir löngu er tæmd oröin. Nýlega hefir verið borað eftir gasi þar ná- lægt og fanst þar ný uppspretta, sem streymir út með miklum krafti. Þegar í stað er búið að koma gasstöðvum borgarinnar í samband við þessa nýju bjálp' arlind, sem menn búast við að geti komið í stað kolanna, en af þeim hefir Hamborg haft lítið nú á síðustu tímum. Nú lítur svo út, að minsta kosti eins og stendur, að Þjóðverjar þurfi ekki á herút- búnaði að halda í framtiðinni, þessvegna hefir hinum nafnkunnu Krúppsverksmiðjum verið breytt í verksmiðjur, sem búa til járn- brautarvagna. Borgun íyrir blaðið. Nú kæmi útgef. sannarlega vel, ef alhr, sem hægt ættu með það, sendu borguniö® — 5 krónur — með næstu póstum. Kaupendnr blaðsins austanfjalls borg1 til Andrésar Jónssonar, kaupm. á Eyrarbakka, þar sem ekki eru innheimtumenn í hrepP' unum fyrir blaðið. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.