Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1920, Qupperneq 6

Heimilisblaðið - 01.05.1920, Qupperneq 6
70 HEIMILISBLAÐIÐ ur og beiskjubros lék um varir hennar við að hlusía á það og hun varð þykkjuþung í bragði. Það var bæði dagstofa og svefn- herbergi. í rúminu lá maður. Hann var ekki uema 24. ára, en hver sem hefði séð, hve magur hann var og kinnfiskasoginn, hefði getað haldið, að hann væri þrisvar sinnum cldri. Nú svaf hann rólega og sá svefn var honum mikill léttir og fró. — Unga konan stóð upp við og við og laut niður að honum og lagði kalda höndina á sóttheitt enni hans; höndin var prýdd ein- um gullbaug. Þau voru hjón. Svona hilti Ríkard Barclay. á, þegar hann gekk hljóðlega inn i herbergið. Hann bar bakka i höndum og á honum var vínflaska og ávextir. »Er hann nokkuð skárri?« spurði hann. »Néi«, svaraði hún og hristi höfuðið. Hann setti bakkann frá sér á borðið. »Eg kem hérna með dálítið af ávöxtum og víni — honum léttir við það —«. Konan fór að gráta, greip í hönd hans og bar hana upp að vörunum á sér. Hefði hún ekki átt Barclay að vini, þá hefði maðurinn hennar áreiðanlega verið dáinn fyrir mörgum mánuðum. »En hvað þér eruð alt af góður við okkur«, sagði hún grátandi; »en hvað þér eruð góður maðurl« »Nei — nei«, svaraði hann eins og hann vissi ekki, hvað hann ætli að segja. Nei, eg ~ °S hann sneri sér við og að rúminu. »Hefir læknirinn komið hingað siðdegis?« spurði hann alvarlega, Hún játaði þvi. »Hvað sagði hann svo?« »Hann sagði að engin von væri um bata, nema hann yrði skorinn upp hið bráðasta«, og hún dró andann djúpt. »Og svo er ó- hjákvæmilegt að fá sérfróðan lækni og hjúkrunarkonu«. »Hafið þér þá afráðið að láta sækja sér- fróðan lækni?« »Hvernig ætti eg að geta það«, sagði hún i hljóði. »Til þess þyrfti 500 krónur i minsta lagi«. Þá brá þungum hrygðarsvip yfir Barclay; hún sá að hann greip fastara i rúmstokk- inn. Svo sat hann hljóður nokkrar mínút- ur. — »Það verður að gera, hvað sem það kost- ar. — Eg skal útvega peningana«. »Þér að útvega þá?« spurði hún steinhissa. »Já«, svaraði hann skýlaust, »500 krónur og meira, ef á þarf að halda«. »Já, það er sannleikur, Grundall, óskilj- anlegt er það. Tvisvar á einni viku og stóra upphæð i hvort skifti, segið þér?« »Já, 500 krónur«. »Hann hlýtur að vera orðinn vitstola?« hrópaði Baxter upp yfir sig. »Já, það er hræðilegt«, sagði fulltrúinn i hljóði. »Eg get ekki hugsað mér, að Barclay sé glæpamaður«, mælti Baxter. Og svo hugs- aði hann út i það um stund. »Kallaðu hann á minn fund, Grundall, en láltu ekki á neinu bera«. Þegar Ricard Barclay gekk inn, þá lcit Baxter upp og kinkaði kolli, eins og hann var vanur. Bókarinn gamli var vitund föl- ari i bragði, en ekki fanst á honum, að honum væri nokkuð órótt innanbrjósts. »Komið þér sælir, Barclay, Grundall seg- ir mér að aftur sé farið að brydda á þessu peningahnupli, sem eg botna ekkert í, — nú séu það 500 krónur. Nú er tími 01 kominn, að eg fái að vita, hvernig í þvl liggur. Þú hefir víst engan grun um, hver þjófurinn muni vera?« »Nei, öldungis ekki«, svaraði Barclay ró- lega og hiklaust. »Getum við hugsað okkur«, mælti Baxter og lét eins og honum ffjrgi eitthvað nýtt í hug, »að það sé drengsnáðinn, hann Harrison«. Barclay gekk einu fótmáli nær og varð fölur eins og snjór. »Nei«, svaraði hann alvarlega, — það er ekki líklegt; Harrison er hafinn yfir allan grun — eg á við, eg er viss um, að það er ekki hann, sem framið hefir þennan þjófnað«.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.