Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 16
80 HÉIMÍLÍSBLAÐIÖ ínvsrjinn. í San-Francisko býr rikur málafærslu- maður, Hann hafði haft í sinni þjónustu Kínverja, sem var honum einkar trúr og hlýðinn og í alla staði vandaður, enda var hann búinn að vera í vistinni í 15 ár; hann hét Sam. Málafærslumaðurinn var mjög ham- ingjusamur með hann og lét hann fá há laun og Sam undi hag sinum hið bezta. Svo var það einn morgun, þegar Sam færöi húshónda sínum morgunkafíið, að hann sagði við hann blátt áframr og án þess að honum brigði hið minsta: »Eg fer í næstu viku«. Málafærslumaðurinn hló. »Eg fer í næstu viku«, endurtók Sam, »en eg læt annan þjón koma í minn stað, mér miklu færari«. Nú sá málafærslumaðurinn að hér var alvara á ferðum. »Jæja, þú ætlar að fara. Fú ert náttúrlega óánægður með kaupið. »Golt og vel, eg bæti við þig 10 dölum á mánuði og svo tölum við ekki meira um þetta mál«. »Eg fer í næstu viku«, sagði Sam, án þess að víkja fet frá áformi sínu. »Eg fer heim til Kina«. »Nú, þú ætlar að bregða þér heim og gifta þig og koma svo aftur eftir tvo mánuði«. »Eg kem ekki aftur og eg ætla heldur ekki að fara aö gifta mig«. »En hversvegna ferðu þá«, spurði húsbóndi hans óþolinmóður. »Eg segi yður það ekki, því þér munduð þá lilæja að mér«. »Eg lofa því, Sam, að gera það ekki«. sBá skal eg segja yður, að eg fer til Ivina til þess að deyja«. »Hvaða vitleysa. Eg hefi lofað þér, að lík þilt skuli verða sent til Kína, ef þú deyrð hjá mér«. »Að fjórum vikum liðnum og tveim dög- um hlýt eg að deyja. Bróðir minn situr í fangelsi; hann er dæmdur til dauða. Eg er nær íimtugu, en hann er aðeins 26 ára; hann er giftur og á fyrir börnum að sjá, en eg er ógiftur. Kínverska löggjöfin leyfir ætt- ingja þess, sem dæmdur er til dauða, að koma í stað hins dæmda. Eg fer til Kina. Gefið hróður minum þá peniuga, sem þér ætlið mér. Hann lifir, en eg dey«.. Næsta dag kom nýr þjónn í hús mála- færslumannsins, og Sam gaf honum allar nauðsynlegar upplýsingar viðvíkjandi hinni nýjn stöðu hans. — Svo hvarf hann heim til ættlands sins; til þess að deyja fyrir bróö- ur sinn. Þessi saga birtist í amerikskum blöðum og þau segja, að húu sé sönn. Hún bendir á það, að göfugt hjarta slær einnig bjá þeim »gulu«. Stafir É bánir til úr mannshárl. Fyrst er hárið soðið í sápuvatni, svo öll feiti fari úr því og því næst þurkað. Pá tekur maður tréspjald og teiknar þá stafi, sem maður ætlar hafa með pensli, sem dýft er i lím uppleystu í vatni. Dregur maður pensilinn mjög laust yfir öll styrkin í stöf- unum og tekur svo eitt eða fleiri hár eftir vild og límir ofan í strikin. Það ríður á, að stafirnir séu fyrst fallega dregnir, helzt meö hlýanti, og tréspjaldið þarf helzt að vera póleruð, 1 fyrra »hluttekningar«-erindinu, sem birtist í síðasta blaði, heíir fallið úr hending; — á að vera þannig: Ó, gæti eg sungið sólskin inn í salinn þinn! Pað væri sœla, vinur minn! o. s. frv. Hannyrðablaðið kemur sennilega út í ágúst og verður þá sent öllum skuld- lausum kaupendum. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Preutsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.