Heimilisblaðið - 01.05.1920, Qupperneq 9
HEIMILISBLAÐIÐ
73
r
4
4
4
4
4
4
Lára.
Saga ungrar sttilku.
Eftir Vilhelm Dankau.
Bjarni Jónsson þýddi.
►
►
►
►
►
I
»Eg skil ekki, hvað læknirinn á við«.
Eg fékk bréf frá einum vina minna i
K. F. U. M. og hann segir mér beinlínis,
og nú skuluð þér fá að heyra. Siðan lók
hann upp bréfið og las:
»Ekki má eg láta mér gleymast að tjá
þér þau gleðitíðindi, að hinn ungi og ötuli
guðfræðinemandi, Jörgen Gadegaard, sem
nú á að ganga undir embættispróf, er orð-
inn trúaður maður. Við höfum lengi veitt
þvi eftirtekt, að þessum unga manni var
að snúast hugur, en höfum eigi þorað að
blanda okkur i það mál, fyr en hann gæfi
sig fram sjálfur; en svo héldum við dálitla
bænarsamkomu hérna um daginn; þá
kraupvhann til bænar með okkur og barð-
ist góðu baráltunni frammi fyrir Guði. Við
urðum allir hljóðir og slóum hring um
hann með innilegri bæn til Guðs um það,
að hann léli Ijósið af hæðum vinna sigur
í hjarta hans, og þess var heldur ekki langt
að bíða, að friður Guðs ljómaði af ásjónu
hans; þá vissum við það allir, að hann var
genginn inn um hið þrönga hlið aftur-
hvarfsins og kominn á lífsins veg, því að
Jesús segir sjálfur, að vegurinn sé mjór og
hliðið þröngt. Hann faðmaði okkur að sér
alla og við þökkuðum Drotni, að hann
hafði gefið okkur nýjan bróður«.
Nú varð steinhljóð, euginn heyrði neitt,
nema skrjáfið í bréfinu, þegar læknirinn
braut það saman.
Þá féllu tár niður kinnarnar á Maren
Gadegaard; en þó vissi hún eiginlega ekki
sjálf, hvernig á þvi stóð.
Ekki gat henni verið það gleðiefni; hún
bar miklu heldur einhvern kvíða fyrir þvi,
að þeir þar í Kaupmannahöfn heiðu gert
drengnum hennar eitthvað, sem væri alt
annað en gott.
IJótt undarlegt væri, þá skildi Lára bezt
þessa sögu læknisins og hún hlakkaði til
að hitta Jörgen í tilvonandi jólaleyfi.
Þau litu hvort til annars, Lára og lækn-
irinn, og það var eins og þau gætu ekki
haft augun hvort af öðru.
Maren þerraði tárin úr augum sér og
mælti, en auðvitað andvarpandi: »Maður
ætti þó að mega vona, að það, sem þeir
hafa gert drengnum mínum, verði honum
til góðs«.
»Þetta er ekkert það, sem menn geta
gert, kæra Gadegaard«, sagði læknirinn:
aÞað er verk Guðs, verk Guðs heilaga
anda, ef einhver maður vaknar af andleg-
um svefni og rís upp frá dauðum, og sér,
að hann er sökum syndarinnar glataður og
fyrirdæmdur, en sér jafnframt, að Guð hefir
veitt honum náð sína i skírninni og eilífa
fyrirgefningu; en skilyrðin fyrir þvi, að
maður öðlist þá fyrirgefningu er sjálfsaf-
neitun og trúin á Jesúm Krist. Og það sem
komið hefir fram við Jörgen, verður að
koma fram við oss öll, sem hér erum, ef
vér eigum uokkurntíma að sjá Guðs ríki.
— Mikill gæfumaður var Jörgen, að hon-
um skyldi auðnast að ganga til embættis-
prófs með þá trú i hjarla sínu, sem í er
fólginn kraftur til að sigra heiminn í oss
og fyrir utan oss. Eg hlakka til að hitla
Jörgen sem nýbakaðan kandídat og nýbú-
inn að snúa sér lil Guðs«.
Læknirinn kvaddi, en allir hinir, eldri
og yngri, sátu eftir eins og hrædd hjörð,
sem hvergi á lieima og gátu eigi náð and-
anum til fulls, fyr en læknirinn var farinn.
Með hverjum böggli sem Lára fékk, fylgdi
venjulega flaska af einhverju vini til reynslu,
sin víntegundin í hverri og Láru gat eigi
dulist það, að prestur varð æ fegnari hverri
flöskunni, sem kom, og gerði sér far um,
að komast yfir þær, svo að aðrir eigi vissu
og var ekki laust við, að Láru félli það
miður.