Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1934, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.06.1934, Síða 8
90 HEIMILISBLAÐIÐ Hinum megin við sandölduna var all- djúp lægð og í botni hennar var dálítil fagurblá tjörn, sem speglaðist í sólskin- inu. Þetta var því tilvalin laug fyrir þreytta og rykuga ferðamenn, enda nota þeir sér það oft, er svo ber undir. Vatn þetta er talið hafa ýmisskonar lækninga- áhrif, þótt það sé óhæft til drykkjar. Hér hafði Zaad sezt að kvöldið áður og látið tjóðra úlfaldana hinum megin við sandölduna. Allir hermenn hans, fimtíu saman, höfðu svo klætt sig úr öllum spjör- um og voru nú að skvampa í tjörninni. Það voru aðeins þrír menn alklæddir á tjarnarbakkanum. Tveir þeirra voru efa- laust úlfaldasveinar. Þeir sátu á hækjum sínum með krosslagða fætur í sandinum fyrir framan úlfaldana og biðu þess, að félagar þeirra kæmu úr lauginni. Hinn þriðji sat dálítið frá þeim, hærra uppi í brekkunni. Hann var þrekinn og leit held- ur ólögulega út, þar sem hann sat, sveip- aður í hvítan búrnus, sem náði alveg upp að höku. Alí Móhab drap hendi á öxl Caverley og benti. »Hann þarna er enginn Bedúíni,« hvíslaði hann. »Hann situr á háum steini í stað þess að láta fara vel um sig í sand- inum. Þetta er hvítur maður. Það er ef- laust þrællinn hans Tagars.« Caverley kinkaði kolli. Hann þurfti ekki Alí Móhab til þess að segja sér, að þetta væri hvítur maður. Hann sá allgreinilega aftan á rauðan háls og gildan. Maðurinn, sem sat þarna á steininum, var Carl Lont- zen. Móhab og Caverley skriðu gætilega of- an af sandöldunni. Þegar þeir komu aft- ur til úlfalda sinna, sem lágu á hnján- um í sandinum, settust þeir niður í mestu makindum og tóku að ræða mál sitt. Zaad og kumpánar hans mundu eflaust halda áfram að skvampa í tjörninni eina til tvær klukkustundir enn. »Nú skal ég seg'ja þér, hvað við eigum að gera,« sagði Alí Móhab. »Nú skulum við hefna bræðra okkar, Hassans og Nurda. Líf fyrir líf! Við getum læðst aft- an að þeim tveimur, sem gæta úlfald- anna. Þá skulum við drepa, áður en við förum héðan.« Hann gaf Mansor skarpt olnbogaskot. »Þú átt að sjá um þann, sem næstur er. Ég tek hinn að mér. Þegar því er lokið, geta Hassan og Nurda sofið rólegir í nótt.« Caverley sagði ekki orð. En hann var í huga sínum þakklátur Alí Móhab fyrir það, að hann skyldi hafa valið hann í þessa tvíræðu sendiför. En alt í einu snéri hinn gamli blóðhundur sér að honum og mælti: »Og þú, Sídí, ættir að vera, Allah þakk- látur. Nú færðu tækifæri til þess að efna loforð það, er þú gafst föður þínum. Með- an við Mansor stútum úlfaldapiltunum, getur þú læðst aftan að hvíta manninum og stýft af honum kollinn og fært Tagar hann.« XIII. Bó hleypur á sig. Það lá við, að Caverley yrði orðfall, svo bilt varð honum við. Alí Móhab horfði hvast á hann, og Caverley var því feginn, að höfuðdúkur hans skýldi eigi aðeins and- litinu, heldur varpaði einnig- skugga á augu hans. Hin haukfránu augu Alí Móh- abs nutu sín því eigi eins og ella. Caver- ley var þó ekki lengi að ná sér aftur. Hann varð skjótt kaldur og rólegur á ný, enda var honum þess full þörfin. »Eg skal losa hann við kollinn í einu höggi,« svaraði hann hvatskeytlega og' brosti við Alí Móhab. Hann gaut hornauga til Bó, sem sat dá- lítið niður í brekkunni og sá því ekkert. Það var mesta hepni, að hún kunni lítiö annað í arabisku en orðið sheik (höfðingi). Hún hafði því enga hugmynd um, hvað Alí Móhab og Caverley voru að spjalla urn. Þeir gátu alt eins, hennar vegna, verið að tala um veðrið. »Zaad og þorparalýður hans eru hérna megin við ásinn,« sagði hann við hana á ensku, í þeirri von, að Alí Móhab skildi ekki orð af því. »Þeir eru núna að lauga sig í lítilli tjörn niðri í dældinni,« bætti hann við. Hann sá bregða fyrir leiftri i augum hennar. »Er Carl þar líka?« »Já, Carl Lontzen er með þeim.« »Jæja!« mælti hún. Caverley leit tortryggnislega á hana. »Hvað meinið þér með þessu »jæja«?« »Ekki neitt!« Hún glotti og raulaði lag'" stúf fyrir sjálfa sig. Caverley horfði á hana. Hann sá, að hún bjó yfir einhverju og var hreykin af því. »Hlustið hér nú á,« mælti hann. »Við ætlum að fara í ofurlítinn leiðangur yfii' ásinn þarna, og þér verðið alein eftir hérna %

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.