Heimilisblaðið - 01.06.1934, Side 9
HEIMILISBL AÐIÐ
91
f meðan. Nú krefst ég þess, að þér verð-
1(5 hér kyrr og hafist ekkert að, meðan
Vlð erum í burtu. Viljið þér lofa mér því?«
»Nei,« svaraði hún.
Hann vissi, að fortölur mundu vera
ai'angurslausar. »Mansor!« sagði hann í
skipunarróm og vatt til höfðinu. »Taktu
®trákínn þarna og bittu hann. Ég treysti
honum ekki, meðan við erum í burtu.«
Þrælavörðurinn fleygði frá sér pappírs-
vindling, sem hann var að reykja, og labb-
aði yfir að úlfalda sínum. Ilann kom aft-
ur að vörmu spori með sterkleg handjárn.
Caverley skoðaði þau gaumgæfilega. Pau
voru öll ryðbrunnin, og höfðu sennilega
verið notuð dyggilega öldum saman af tug-
1,111 þrælakaupmanna og böðlum þeirra. Bó
sat tvovega á úlfalda sínum, sem lá á
hnjánum. Hún hélt vakandi auga með þeim
báðum. Caverley tók við járnunum og opn-
aði þau með þungum lykli, er fylgdi þeim.
»Viljið þér nú lofa því að vera kyr
hérna?« spurði hann.
>>Mér dettur það ekki í hug,« svaraði hún
hrjózkulega.
Það komu krampadrættir í úlfliðstaug-
arnar á Bó, er Caverley greip fast utan
handleggi hennar, en það var líka öll
sú mótspyrna, sem hún þorði að gera. Eins
°g nú horfði við, hafði hann bæði töglin
°g .hagldirnar. Hvorugur þorparanna
tveggja, sem stóðu hjá og horfðu glottandi
a> myndu hika við að kyrkja þræl, ef um
það væri að ræða.
»Þá verðið þér líka að kefla mig!« sagði
hún titrandi af bræði, svo að hún gat varla
homið upp orði.
Hann smeygði öðrum járnklafanum upp
fyrir hnýttan hnefa hennar, smelti honum
saman og sneri lyklinum. Klafarnir voru
^estir saman með stuttri hlekkjafesti. Cav-
ei'ley smeygði nú hringnum gegnum söð-
ulbogann og síðan upp á hinn úlfliðinn á
Bó. »Þessir náungar eru alt of langt í burtu
H1 þess að geta heyrt í yður, þó að þér
oskrið eins og vitfirringur,« mælti hann.
»Þér getið bara byrjað á söngnum!«
Síðan rak hann tjóðurhæl niður í sand-
lrm með riffilskefti sínu og hnýtti taumn-
urn þannig, að úlfaldi Bó gat með engu
móti losnað. Ali Móhab tjóðraði hina úlf-
aldana á meðan.
>>Eg ætla að láta yður vita það, hrein-
skilnislega, að ég sætti mig ekki við þetta
hérna,« sagði Bó og beit saman tönnunum.
»Eg ætla mér að láta Carl vita, að ég er
hérna, og leita verndar hjá honum.«
Caverley ypti öxlum og sneri sér frá
henni. Hann var orðinn uppgefinn á þvi
að telja um fyrir henni og hafði nú ásett
sér að gera það eitt framvegis, sem hon-
um sjálfum fanst réttast, án þess að ræða
um það við hana eða að reyna að skýra
fyrir henni tilgang sinn og áætlanir.
Móhab hafði fleygt af sér skikkjunni,
til þess að hafa frjálsari hendur. Arm-
vöðvar hans voru eins og brúnir kaðal-
hnútar. Hann opnaði slíðrin utan um bog-
sverð sitt.
»Við mætumst hérna aftur, þegar við
erum búnir að kála hver sinum náunga,«
mælti hann eins og til hughreystingar við
hina.
Úlfaldasveinarnir, er drepa átti, til að
hefna Hassans og Nurda, sátu á hækjum
sínum í sandinum vinstra megin við salt-
tjörnina. Lontzen sat í brekkunni hinum
megin tjarnarinnar. Caverley varð því að
fara í alt aðra átt en Móhab og félagi hans.
Alí Móhab hvarf yfir sandölduna og
Mansor fór rétt á eftir honum. Caverley
tók eftir því, að það var mesti ólundar-
og gremju-svipur á andliti þrælavarðar-
ins. Mansor var sýnilega alls ekki hrif-
inn af því að vera í fylgd með eins strong-
um og kröfuhörðum náunga og Alí Móhab.
Caverley sjálfur var heldur ekki hár í
hattinum, er hann skreið áleiðis til hægri.
Hann hafði dregið bogsverð sitt úr slíðr-
um, meðan hinir voru viðstaddir, og próf-
að eggina með þumalfingri, til að sýna með
því grimd sína og vígahug. Alí Móhab
kinkaði kolli til hans kumpánlega, er þeir
skildu, eins og þeir væru hugheilir sam-
herjar, sem þektu hvor annan og skildu
til hlítar. Til þess að missa ekki í áliti
hjá þessum gamla eyðimerkur-gammi, er
bæði var beztur og verstur allra manna
Tagars, varð Caverley að koma aftur með
höfuð hvíta mannsins, eða að minsta kosti
leggja sig allan fram um að ná því, svo
eigi væri um viljann að villast.
Úlfaldasveinar Zaads sátu um 50—C0
metra lengra undan en Lontzen. Caverley
myndi því ná til hans á undan hinum.
Hann skreið áfram sólskinsmegin í sand-
öldunni, sem bar á milli hans og þeirra,
er í tjörninni skvömpuðu. Andrúmsloftið
var glóðheitt og gerði manni þungt um
andardráttinn. Það var eins og fyrirboði