Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1934, Page 12

Heimilisblaðið - 01.06.1934, Page 12
94 heimilisblaðið tryggni Alí Móhabs. Og’ nú þaut hann á eftir Lontzen með brugðið sverð. Var varla hæg't að hug-sa sér tryltari mann- veiðara og blóðþyrstari, en hann'virtist vera þessa stundina. Nú var aðeins um að gera, að halda sama hraða, svo að hann næði ekki flóttamanninum, og það verður að segja Lontzen það til hróss, að hann gerði sitt allra ítrasta til þess, að ekki skyldi draga saman með þeim. Hann flaug ofan brekkuna með hvíta burnusinn flögr- andi á eftir sér, eins og segl, sem rifnað hefir frá ránni. Caverley var tæp sex skref á eftir honum, og í örvæntingu sinni beygði Lontzen þvert af til vinstri handar og stefndi beint á salt-tjörnina. Caverley þótti vænt um, að flóttamað- urinn hafði sig úr vegi. Hann hélt sjálf- ur beint af augum og stefndi suður yfir dalverpið. En nú var enn eftir þyngsta þrautin. Framundan biðu hans um tutt- ugu manns berstrípaðir. Tæpur helming- ur þeirra hafði vopn í höndum, og allir virtust þeir hálfhissa á þessum fáránlega náunga, sem kom steðjandi beint á þá, eins og hann ætlaði sér að hlaupa þá um koll. Einnig gerði það þá hálfhikandi, að þeir voru klæðlausir og sumir alveg tóm- hentir. Það er altaf erfiðara um vik fyrir alsberan mann að sýna á sér hetjusnið. Caverley rak upp heljaröskur á ný, brá sverðinu og réðist hiklaust á þá, sem fyrst urðu fyrir honum. Sem allra snöggvast lá honum við að ótt- ast, að hugrökkustu hermennirnir myndu standa kyrrir og reyna til að veita honum viðnám. En er hann réðist beint á þá, dreifðust þeir í allar áttir og flýðu eins og undan óðum hundi. Þó voru það þrír menn sem stóðu kyrr- ir. Einn þeirra var allsber maður, mag- ur og beinaber, sannarleg fuglahræða til að sjá, með hvítar kafloðnar augnabrýr og hvítt skegg og sítt, sem liðaðist niður á brjóst. Þessi maður virtist sjáanlega hug- rakkari en hinir. Hann snarsnerist eins og skopparakringla í æstum vígahug. En í fátinu misti hann sverð sitt og laut nið- ur eftir því rétt um leið, og hinn öskrandi óvinur hans þeyttist framhjá. »Hvert ert þú að fara, pabbi?« »út til að vinna fyrir brauði, drengur minn.« »Heyrðu, pabbi! — Geturðu ekki einu sinni unnið fyrir ískökum í staðinn?« Kvöldvers til Rósu hinnar fögru frá Segled •Rósin frá Segled! Lýtalaus sem trúin, liljan frá Segled, barnið, stúlkan, frúin! Lanfsmári\, blóðberg, Ivnd og reyniviður, legg hönd á mig og krjúptu hjá mér niður. Rósin frá Segled, söngvaharpan mjúka, syng mig i ró, hmn langþreytta og sjú-ka. Ö, að þú hefðir oftar klappað, kyst mig- Kanske? Hver veit, hvort ég liefði mist Jrig? Nú drífur snjó í svarta, beggja, hárið, signandi þig og mig — en, hví er tárið og litli bletturinn brúni á hvarmi þínum? BJæðir það kannske út af harmi mínum? Rósin frá Segled! Liija, laufasmári — þú lifir um eilifð, dauður ég að ári. Min/ni mitt veika. man og æ þig geymir metira' en Jrig grunar, engu frá þér gleymir — glaumstoJa aidrei. Nú stafa stjörnuljósin' Stúlkan mín frá Segied, liljan mín og ródn! Klappaðir Jrii á kóll mdrin — cdt Jrú skildir, kærlega og milt Jnn orna mér þú vildir. Karlmenni var ég, orðinn ærið hrumur ekki’ hef ég nokkra trú á fleiri sumur. Nú ertu Jrreytt og Jxu) er ég orðinn líka. þrotinn að fjöri. En þú hin söngvaríka? Guðs góði friður faRi í brjóst Jritt veika, fuglanna kliður suðurlanda eika. Mynd Jrina skoða’ ég morgun hvern, er vakn’ ég — minnist ég Jrin á daginn, óðar sakn’ ég. Segledi fagra, svanurinn yninn góði, sit heil og stœrri og fegri mínu Ijóði. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.