Heimilisblaðið - 01.06.1934, Qupperneq 15
HEIMILISBLAÐIÐ
97
»Bréf frá Inffu«.
Nl.
Og hvernig er órugluðum manni með eðlilega
hugsun og heilbrigða skynsemi, mögulegt, að I-
"lynda sér, auk heldur að trúa, að Jesús Kristur
sé nú allar annar og öðruvísi en hann var, bg
hfði 0g dó hér á jörð? Myndi nú hann, sem þá
sagði: »Ég- og Faðirinn erum eitt«. »Án mín megn-
'ð þér ekki neitt«, »Enginn kemur til Föðursins,
nema fyrir mig« o. m. fl. svipað, myndi hann nú
geta og gera það, að afneita sjálfum sér og öll-
Ul'n vitnisburði sínum 1 orði og verki hér á jörð
um sjálfan sig og.annað? Eða er það hugsanlegt,
er það eðlilegt, að önnur eins persðna og Jesús,
sem lærisveinar hans sögðu um, að væri í gær
°g í dag og að eilífu hinn sami, Guðs og mann-
^mrleikurinn sjálfur, eftirmynd, fyrirmynd og
íylling hans, hafi nú siðan breyzt og lækkað svo,
að hann standi Guði, Alföðurnum, ekki nær en
aðrir? Eða er það líklegt, er það náttúrlegt, að
Jesús hafi farið með fals og blekkingu, sálna-
SVlh, þegar hann sagði dæmisöguna um »skuld-
uga þjóninn«, um »glataða soninn« o. fl.? Eða
I)egar hann huggaði og læknaði lama manninn
Uleð orðunum: »Vertu hughraustur, sonur, syndir
IJinar eru þér fyrirgefnar«? Eða þegar hann
^endi »Faðir vor« og þar með að biðja: Fyrirgef
oss vorar skuldir« o. s. frv.? Er það samt sem
aður mögulegt, eðlilegt. og raunverulegt, að eng-
m fyrirgefning sé möguleg eða til, hvernig sem
d stendur? Vita þá ekki einu sinni þessir »góðu
a»dar« hinna mentuðustu og áður trúuðustu
manna, að Jesús hefur aldrei og hvergi heitið
óokkrum manni fyrirgefningu, sem í löstum ligg-
Ur með velþóknun, eða meðan hann liggur í þeim:
°S aldrei og hvergi heldur sagt eða kent, að
fyrirgefningin væri fólgin i þvi einu, að af-
leiðingar syndanna yrðu altaf afmáðar eða burt
teknar allar í einu, heldur I þvi, og það hefir
‘eynslan sýnt, að þegar iðrun og einlæg yfir-
J|Jtar- eða betrunarlöngun er vöknuð með nokk-
Urri góðri viðleitni, þá fer guðlegi kærleikur-
Patrick Spense? Pví er ég nú kunn-
ugri.«
„ -Put: »Hann sagði mér að bera burtu
iflana, sem hún lét inn til hans. Svo lét
hann mig sækja þá aftur. En meðan þeir
v°ru ekki í skrifstofunni, stal ég nokkr-
ljUl- Þeir eru uppi í herberginu mínu.
■^Ltti ég að gefa þér einn, frú Coon?«
Prú Coon svarar einungis með látbragði
°g svip, sem var nægilega greinilegt.
Frh.
inn að verka þar; og með innstreymi kærleik-
ans kemur kraftur og friður betrunarinnar í
sálina, og gerir hana þá um leið fæar uin að
bera þær syndaafleiðingar, sem óhjákvæmilegar
verða að vera, sér til enn meiri fullkomnunar
og farsældar. En ótal oft reynist líka hin guð-
lega fyrirgefning Frelsarans svo full og máttug,
að hún kem.ur alveg í veg fyrir réttmætar af-
leiðingar synda, líkt og þegar stifla er sett
fyrir straum eða þegar sár grær án þess að í
því grafi. Eða hvernig er háttað fyrirgefningu
meðal vor manna? Er hún ekki fólgin í því, að
auðsýna góðleik og gefa upp sakir, umbera, vor-
kenna, vægja og gefa eftir refsing, ef iðrast er
og beðið? Ég veit og finn ekki betur eða sann-
ar en að þetta sé svo. Og hvi skyldi þá eigi sjálf-
ur skaparinn, Guð, hinn algóði, vilja, geta og
gera hið sama, og þó miklu framar og meir?
Jú, og aftur jú!
En hvað og hvernig vitum vér nokkuð um
Guð? Því það er satt, að enginn hefur nokkru
sinni séð Guð né getur séð hann, eins og hann
er í sinni óendanlegu, óumræðilegu dýrð. All, eöa
að minsta kosti það allra mesta og bezta, dýrmæt-
asta, hjálpræðisfylsta og dýrðlegasta, sem vér
vitum eða trúum um Guð, höfum vér frá eng-
um öðrum en Jesú Kristi; og það hafa líka þeir,
sem afneita honum, og hvergi annarsstaðar frá.
Pví er og verður það líka satt, sem um Krist
er sagt af einum þeim sem Kristi var kunnugur
og kær: að hann »eingetni sonurinn, sem er í
skauti Föðursins, hann hefur sagt oss af hon-
um«. Og annar, sem líka var Kristi vel kunnugur
og kær, og vissi vel, hver og hvílíkur kærleikur
og hvað fyrirgefning Krists var og er, hefur
því einnig sagt: að enginn geti annan grundvöll
lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Krist-
ur.« — ósköp eru því að vita og hugsa til þess,
að nokkrir menn skuli, vera til, sem dirfast, vilja
og reyna, að telja sjálfum sér og öðrum trú um,
að þeir sjálfir og aðrir geti verið án Krists, eða
að hann sé ekki frekar en aðrir »meðalgangar-
inn« milli Guðs og manns, eða tengiliður þar
á milli! Ég skil ekki annað en að þetta stafi af
einstakri blindni, frábærri hugsanaskekkju, þekk-
ingarskorti og. ramviltri ályktunargáfu, eða þá
undarlegu athugaleysi á og öfugri rökleiðslu af
staðreyndum. — En þá get ég betur skilið þá
postula Jesú, Sundar Singh, og aðra þeirra líka,
sem ekki geta annað en talið Krist, tignað hann
og tilbeðið, sem »ímynd Guðs veru og ljóma hans
dýrðar,« sem sjálfan Guð, og viðurkenna, að þeir
geti ekki þekt Guð, fundið hann, náð til hans
eða til hans komist, nema fyrir eða eins og í
gegnum Jesúm Krist.
En allra mest ög sárast undrast ég þó þá