Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 02.12.1935, Side 7

Heimilisblaðið - 02.12.1935, Side 7
HEIMILISBLAÐIÐ 189 * SÖGUR BLÓMANNA EFTIR ÁGÚSTU ÓLAFSDÓTTIR Mamma beygði sig niður að drengnum sínum. »Láttu þér nú ekki leiðast, Ljúfur minn, ég' verð svo fljót, sem ég get og ég skal færa þér skeljarnar, sem ég lofaði þér í gær. Vertu nú sæll, góði drengurinn minn.« Og hún kysti litla lama drenginn sinn og flýtti sér út. Augu drengsins hvörfluðu innan um litlu stofuna, þar, sem hann f>ekkti hvern ein asta hlut, jafnvel kvistina í þiljunum, þeir voru kunningjar hans, og hver þeirra átti sína sögu, en hann langaði ekki til að tala við þá núna. Þarna sat fluga, og nuddaði fótum sarnan ógn letilega. Stofan var full af sólskini og úti fyrir heyrðist í stein- depli,,Drengurinn reis upp við dogg í rúm- inu, hann langaði til að hjá fuglinn. »Ég gæti víst séð hann, ef glugginn væri ekki svona fullur af blómum,« hugsaði hann, »ég veit sannarlega ekki hvaða gagn er að þessum blómum.« »Er ekki gagn að okkur? Er ekki gagn að okkur?« hljómaði frá glugganum. Pað var líkast niðnum í lindinni úti í brekk- unni við voginn, þar hafði hann oft setið þegar hann var heill og hraustur. »Hefir þú ekki tekið eftir, hve margir líta upp í gluggann hennar mömmu þinnar og verða svo glaðlegir á svipinn, og hefir þú ekki séð hvernig birtir yfir þreytulega and- litinu á henni mömmu þinni þegar hún lýtur niður að okkur. Kallarðu þetta ekki að gera gagn, og nú ætlum við að gæta þín á meðan þú ert einn heima.« »Hvað getið þið gert fyrir mig?« spurði drengurinn. »Það, sem þig langar mest-til,« svöruðu blómin. »Ekki getið þið sagt mér sögu, það ger- ir nún mamma mín, þegar mér leiðist.« »Jú, jú, það getum við,« sögðu öll blóm- in hvert í kapp við annað, og þau vildu öll byrja, nema liljan, hún va,r svo hógvær. En svo byrjaði rósin, hún var langstærst og fegurst: »Ég hefi séð svo margt fagurt, en ég hefi líka séð margt sorglegt. Bezt man ég eftir, því þegar ég var stór runnur með rauðum blómum og óx úti í skógi. Fuglarn- ir sungu á trjágreinunum og rádýrin komu hlaupandi og lyktuðu af mér, en þau bitu ekki í mig, þau hræddust þyrnana, og á hverjum degi kom ung og fögur stúlka. Hún dáðist að fegurð minni og ilmi og ég gaf henni fúslega blómin mín, En einn dag- inn kom hún ekki ein. Ungur riddari var í för með henni, og eftir það hittust þau á hverjum degi; þau töluðu saman og elsk- uðu hvort annað, og hún tók blóm af mér og gaf honum, — það líkaði mér vel. — En einn daginn komu Ijótir og vondir menn og lögðust niður rétt hjá mér og biðu. Og svo þegar þau komu, riddarinn og unga stúlkan, stukku þeir upp og lögðu sverðum sínum í riddarann, feldu hann >

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.