Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 02.12.1935, Side 9

Heimilisblaðið - 02.12.1935, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ 191 og fóru, svo burtu. Eg vissi af hverju þeir e,'erðu þetta. Faðir stúlkunnar var ríkur riddari, sem átti stóran kastala, en ungi r ddarinn var fátækur, — þe?s vegna vaið hann að> deyja. Uhga stúlkan kveinaði og grét yfir líki hans, en svo stóð hún upp, og sjálf gróf hún gröf rétt hjá mér og .jarðaði lík elsk- huga síns og hún bað mig að gæta hans. Síðan kom hún á hverjum degi og vökv- aði mig með tárum sínum. Mig tók það svo sárt, — en aldrei hefi ég stækkað og dafnað eins vel og þá. Einn daginn sagði unga stúlkan: »Nú má ég ekki lengur koma hingað, faðir minn bannar það, en ég vil taka þig með mér og hafa þig altaf hjá mér, þú hefir sfð sælu mína og þú hefir séð sorg mína. Og svo tók hún mig upp með rótum og bar mig inn í kastalann stóra; hún gróð- irrsetti mig hjá rúmi sínu og þar stóð ég og ilmnaði og óx. Ég sá, hvernig unga. stúlkan fölnaði æ meir óg meir, og svo dó hún og blómin mín skreyttu. lík hennar. Hún var svo ung og svo fögnr. Síðan hefi ég dvalið inni í húsum og margan manninn séð, en enginn hefir ver- 'ið e:ns fagur og unga stúlkan :em dó,« Rósin þagnaði, hún hefði gjarran viljað segja meira en hún var orðin þreytt. . Næstur í röð nni var kaktusinn. »Þér finst nú víst, barnið gott, að ég sé hvorki stór nje skrautlegur, en sú var tíðin að ég var hávaxinn og allir sem sáu mig, dáðust að blómum mínum. Ég gnæfði hátt yfir auðnina og ég sá villihestana þjóta eftir sléttunum. Og mennirnir urðu fegnir að hvíia sig í skugga mínum, þegar sclin brendi og himininn var heiður og hvergi ský á lofii, ,þá s'st.stundum stó” skuggi svífa fyrir sclu og steypast svo nið- ur. Það var kondór að leika sér að æti. Já, ég sá og margt í þá daga, en bezt man ég eftir því, þegar fátæk kona kom, berandi veika barnið sitt. Hún var að leita því lækninga, en nú var hún orðin ör- magna af þorsta og þreytu og barnið líka. Hún kraup á kné rétt hjá mér, og þið get- ið ekki hugsað ykkur, hve heitt hún bað Guð um hjálp. Ég kendi sárt í brjcsti um hana og mig langaði innilega t>l að hjálpa henni. »Grafðu, grafðu!« hrópaði ég af öll- um kröftum, og hún hefir víst heyrt þaö, því að hún fór að grafa og fann vatn, og hún endurnærðist og barnið líka, — þvi hefir áreiðanlega batnað. En það fór ver fyrir mér. Hún hefir víst losað of mikið um ræturnar á mér, því að ég fór að visna og mér leið ósköp illa. Já, það mátti nú segja. En svo kom einhver ferðamaður, sem hafði með sér marga menn og mikinn farargrr, — þeir kölluðu hann vísindamann, —- og hann tók mig og flutti mig heim; eftir þaðkomst ég í »m:'ð«, og þá var mér nú borgið, skal ég segja ykkur. Það er ákaflega mikils vert að vera í »móð«.« »Nei, hættu nú,« sagði rósin, »hvað er það hjá því, að eiga langa ættartölu og vita, að maður er af göfugum forfeðrum kominn, og tízkan er aldrei lengi sú sarna.s Kaktusinn gerði sig líklegan til að svara þessu, en þá greip liljan fram í: »Viljið þið heyra söguna mína? Hún er ekki löntr, því að ég man aðeins eftir einu atviki. Það var sólbjartan sumardag. Ég stoð meðal annara blóma við þjóðveginn og margir gengu fram hjá þennan dag. Þá tók ég eftir dálidum hóp manna, sem nálg- aðist. Sá, sem á undan gekk, var ungur maður. Skikkjan hans var tárhrein, hár hans liðaðist fágurlega, og úr augum hans skein óumræðilega mikil ástúð og blíða. Ilann var að tala við förunauta sína. Alt í einu staðnæmdist hann, laut niður og tók mig svo undur varlega upp, og hann sýndi þeim mig og sagði: Lítið á liljuna, hún hefir ekki áhyggjur um búning sinn, og þó hefir enginn konungur nokkru sinni verið jafn fagurlega skrýd.dur sem þe.tta blóm, og. þó óttist þér um að Guð, sem býr svo blómið, rouni eigi sjá yður fyrir klæðum. Er hann hafði sagt þetta, kysti í*

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.