Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 4
176 HEIMILISBLAÐIÐ norðlæg veður- og gróðurskilyrði, og væru betur til þess búin, að sjá fyrir sér sjálf. Gerum ráð fyrir, að við kaupum spildu af ódýru ræktarlandi — eða heldur nokkra fer- kílómetra, svo að tilbreytni í landslagi og gróðurfari verði sem mest. Tilgangur okkar er að rækta þarna bústofn, sem sér um sig sjálf- ur, að mestu leyti án annarrar gæzlu en varnar gegn eðlilegum óvinum lians. Kostn- aðarliðirnir yrðu tveir, til að byrja með: Girðingar og bústofninn. Við þá bætist síðan nauðsynlegur kostnaður við öflun og dreif- ingu afurðanna. En við höfum enga þörf fyrir peningshús, fóðurgeymslur, hey eða vélar, og aðeins lítið vinnuafl. Sennilega yrðu sauðnautin lieppilegustu búsdýrin á norðlægum slóðurn. Sauðnautin h'kjast helzt risavöxnum sauðkindum. Þau hafa tvöfalda þyngd á við lireindýr og fer- falda þyngd á við meðalþungar sauðkindur.* Á þeim er ull eins og sauðfé. Þau mjólka meir en nokkuð annað liúsdýr annað en kýr, og ekkert remmubragð er af mjólkinni. Kjötið er að útliti og bragði líkt nautakjöti og enginn rammur þefur er af því, eins og t. d. af sauðakjöti. Heimskautafarar hafa þrisvar sinnum neytt mikils sauðnautakjöts samfleytt í langan tíma, þ. e. leiðangrar Pearys, Sverdrups og loks ég og förunautar mínir. Peary lét liafa eftir sér, að það væri betra en nautákjöt, sem hann átli að venjast heima, en Sverdrup kveð- ur það vera nákvæmlega eins og nautakjöt. Sjálfur er ég á sama máli og Sverdrup. I leið- angri mínum vorum við sammála um, að enginn munur væri finnanlegur á góðu sauð- nautakjöti og venjulegu nautakjöti. Ullin af sauðnautunum er mjög góð. Al- fred Farrer Barker, prófessor í vefnaðarfræð- um við háskólann í Leeds komst að þeirri niðurstöðu, að sauðnautaull hafi svipaða end- ingu og ull af Merinofé, sé mýkri en Kaslimir- ull, sé fallega brún á lit, liana sé auðvelt að bleikja og hún taki hvaða lit sem er. En mest furðaði Barker sig á því, að hún hleyp- ur ekki, jafnvel þótt bún sé þvegin í lieitu vatni. Hann var þeirrar skoðunar, að ef sauðnautaull væri algetig, mætti fá liærra verð fyrir hana en venjulega sauðaull. Enginn vafi leikur á því, að sauðnautin þola kalda vetra. Sauðnautin eru þau jórt- urdýr, sem lifa nyrzt, enda fann Peary þau á Grænlandi. Tæpast er lieldur hætt við, að sumarhitar væru sauðnautunum mjög óþægilegir. Þau bafast við í suðlægum dýragörðum, og aevx þeirra virðist ekki vera styttri en tamdra nautgripa. Árið 1930 flutti innanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna 34 sauðnaut frá Grænlandi á skóg- lendi við Fairbanks í Alaska. Mesti sumar- liiti, sem veðurstofan hefur mælt í Fairbanks, er 37 stig á Celsíus í forsælunni. Hjörðin þreifst ágætlega, en birnir drápu nokkur þeirra. Vegna bjarnanna voru þau, sem eft- ir voru, alls 31 dýr, flutt árið 1935 til Nuni- vak-eyjar í Beringsliafi. Árið 1943 bafði tala þeirra aukizt upp í 115. Þetta bendir til þess, að sauðnautin 8eU beppileg til þess konar búskapar, sem Theo- dore Roosevelt benti á. Lítil tilraunahjörð af sauðnautum gæti þegar frá byrjun gefið nokkurn arð með ullinni. Þau karldýr, sem ekki væri æskilegt að setja á, mætti fyrst um sinn selja dýragörðum, en síðar til slátr- unar. Kjöttegundir, sem bera óvenjulegt nafn, þótt bragðið sé í engu nýstárlegt — svo sem vísundakjöt — er í báu verði og eftirsótt af mörgum sælkerum. Það eru ekki einungis sauðnautin, sem til mála gætu komið. Yms dýr af lijartar- og elgsdýrakyni gætu lifað góðu lífi í nægilega stórum girðingum á norðlægum slóðum. Á þessari öld vísindanna ættu menn að bagnýta uppgötvanir þeirra, til dæmis þai að ekki þarf nema einn ættlið til að breyta villidýri í tamið dýr. Við ættum að leggja þá spurningu fyrir sjálf okkur, livers vegna menn á öld flugvélanna geta ekki aflað ser nýrra búsdýra, eins og forfeður okkar á stein- öldinni. Skynbragð okkar á efnaliagslegar staðreyndir ætti að sýna okkur fram á, að við getum breytt hrjóstrugum lieiðalöndum í arðbærar bújarðir, ef við aðeins viljum fara jafn viturlega að og forfeður okkar á stein- öldinni við nýtingu þeirra auðæfa, sem natt- úran liefur að bjóða — og meðal þeirra eru ekki sízt þau dýr, sem búa við sömu veður- skilyrði og við sjálf. * Að sjálfsögöu er alslaöur í þessuri grein útt viÖ araerískt sauðfé.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.