Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1946, Qupperneq 35

Heimilisblaðið - 01.10.1946, Qupperneq 35
HEIMILISBLAÐIÐ 207 Heima og erlendis heitir lítið blað, sem nýlega hefur liafið göngu sína í Kaupmannahöfn. Ritstjóri þess er lierra Þorfinnur Kristjánsson prentari. Aðaltilgangur með blaðinu, segir ritstj., er sá, „að safna og halda tii liaga því, sem hér kann að finnast nýtilegt um ísland og Is- lendinga“. — Þá eru mörg önnur áhugamál ritstjórans með þessari blaðaútgáfu, sem allt lýtur að því að samansafna og halda til liaga ýmsu því úr langri samferðasögu Islendinga og Dana þarna úti í kóngsins Kaupmanna- liöfn. Þetta er þarft verk. I fyrsta tbl. er fyrst grein um sendiráð Is- lands í Kaupmannahöfn, með mynd af sendi- ráðsbústaðnum og fyrsta sendiherra þar, nú- verandi forseta Islands, lierra Sveini Björns- svni. Ennfremur myndir af mörgum Islend- ingum, búsettum í Danmörku. Þá er grein um Prentsm. S. L. Möllers í Kaupmannahöfn og mynd af stofnanda liennar S. L. Möller. En í þeirri prentsmiðju liafa flestir íslenzku prentararnir unnið, sein í Kaupmannaliöfn hafa starfað, sem prentarar, og þar hefur mikið af íslenzkum bókum og ritum prentað verið. 1 öðru tbl., sem komið er liingað, er grein um Árnasafnið með mynd. 1 því er einnig grein um Islendinga, búsetta í Danmörku, myndum prýdd. Blaðið fer vel af stað, og er nauðsynlegt fyrirtæki, sem flestir landar Þorfinns ættu að kaupa. Það er ódýrt — einar 9 íslenzkar krónur. Aðalumboðssölu á Islandi liefur ísa- foldarprentsmiSja h.f. í Reykjavík og geta þeir, sem eignast vilja blaðið snúið sér til hennar. J. H. Arsrit Skógrœktarfélags íslands 1945. Ársritið byrjar á mjög fróðlegri grein um Alaskaför Hákonar Bjarnasonar skógræktar- stjóra, er hún mörgum myndum prýdd. Þá kemur önnur grein eftir skógræktarstjórann, Stutt yfirlit um 45 ára skógræktarstarfsemi á Islandi. Nœfurholtsskógur, eftir Einar E. Sæmundsson, — „Starf skógrœktar ríkisins 1945, eftir Hákon Bjarnason, — Starf skóg- rœktarfélags íslands 1945, eftir Guðnnind Marteinsson og margt fleira. liún ætti lieima í Alaska, og hún ætlaði að vinna fyrir Alaska með honum til dauðadags. Hjarta lians barðist af gleði, svo að hann liélt, að það ætlaði að bresta. Hún hvíslaði að honum öllu því, sem honum þótti fegurst, og hann strauk mjúklega liár liennar, unz það lá eins og slæða yfir brjóst hans, og í fyrsta skipti, um margra ára skeið, runnu heit gleðitár niður kinnar hans. Þannig koin hamingjan til lians. Og Mary lyfti ekki iiöfði sínu frá hrjósti hans, fyrr en hún lieyrði margar mannaraddir úti fyrir, þá gekk liún liratt út að glugg- anum og liárið sveipaði liana alla. Svo sneri hún sér aftur að lionum og augu liennar Ijóinuðu eins og stjörn- ur, þegar hún leit á Alan. — Það er Amuk, liann er kominn aftur. Hún gekk til lians og lagaði rúmföt lians og strauk liár iians frá enninu. — Alan, ég verð að fara og búa um hár mitt, sagði liún, svo að ég verði tilbúin--- Svo tókust þau í liendur og brostu, því að þrösturinn var farinn að syngja á þakinu á liúsinu hans Sokwenna. Til kaupendanna. Alimargir kaupendur eiga enn ógreilt blaðgjaldið fyrir þetta ár. Eru það nú vinsanileg tilmæli mín, að þeir láti það nú ckki dragast lengur. Sérstaklega vænti ég þess, að. útsölumenn, sein ekki liafa gert skil, geri það nú þegar, því nú er alllangt liðið frá gjalddaga, seni var 15. apríl í vor. PÓSTKRÖFUR. Þareð óniögulegt er að fá unglinga til að innheiinta fyrir blaðið, þá verða IJÓstkröjur sendar til þeirra kaupenda bér í bænum, sem ekki liafa greitt andvirðið á afgreiðsluna fyrir næstu niánaðarmót. o-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.