Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1946, Side 8

Heimilisblaðið - 01.10.1946, Side 8
180 HEIMILISBLAÐIÐ það sem hann sá, að sumir þeirra höfðu ljóst hár og blá augu! Það er eðlilegt, segir Vilhjálmur, að þeir, sem bjuggu syðst í Grænlandi, liafi seinastir orðið til þess að semja sig að siðum Skræl- ingja, því að þar var búskapur í bezta lagi °g þangað komu belzt siglingar. En norðurfrá, þar sem búskapurinn gekk ver, og þar sem engin skip komu, urðu menn að treysta meir og meir á veiðar. Við það hlaut kynning við Skrælingja að aukast. Og þeir, sem fóru í lengstar veiðiferðir, lilutu að sjá sinn hag í því að taka upp háttu Skrælingja, og seinast hefir farið svo, að flestir þeirra hafa tekið sér Skrælingjakonur, alveg eins og megin- þorri veiðimanna nyrst í Kanada og Alaska hafa tekið sót Skrælingjakonur. Þess vegna hefur norræn menning fyrr horfið í Vestri- hyggð en Eystribyggð. með því að þar hefur það byrjað, að Skrælingjar tækju sér hvítar konur. En sennilegt er, að kirkjan liafi fyrst risið upp gegn þessu, þegar kynblöndunar- aldan barst til Eystribyggðar í nágrenni við biskupsstólinn. Fram um miðja 14. öld hafði það geugið friðsamlega að Grænlendingar tæki upp siði og háltu Skrælingja, eða þang- að til Vestribyggð var ekki lengur útvörður norrænnar menningar né lieldur kristindóms- ins. Ivar Bárðarson, sem hafði verið í Græn- landi um 20 ár eftir 1341, segir er liann var kominn til Noregs 1370, að Skrælingjar liafi nú eytt alla Vestribyggð. Þó sé þar enn fjöldi af hrossum, geitum, kúm og sauðfé, en það sé allt orðið villt, og þar sé nú ekkert fólk, hvorki heiðnir menn né kristnir. Þessi frá- sögn virðist heldur benda til þess, að fólkið hafi verið farið að yfirgefa búskapinn, og stunda meir veiðiskap norður frá. Næsta skrefið verður svo það, að veiðimenn frá Eystribyggð, sem norður fóru, hafa einn- ig tekið upp háttu Skrælingja, eða þeir sem fóru í norðursetu, sem kallað var. Þeir, sem voru kappsamastir veiðimenn, liafa svo sezt að þar norðurfrá, en hinir hafa liorfið heiin til búskaparins í Eystribyggð. Á þennan liátt hefur orðið liálfgerð upplausn þar. Ævin- týramennirnir, duglegustu og framsæknustu mennirnir, hafa smám saman Iiorfið þaðan, hinir íhaldssamari og kjarkminni hafa orðið eftir. En þetta hefur vel getað orðið til þess, að kynblöndunin liafi ekki farið jafn frið' samlega fram þar eins og í Vestribyggð. Það, sem menn kölluðu að fara í norðursetu, liefur sennilega verið upprunalega að menn dvöld- ust norðurfrá við veiðar á sumrin. En seinna hefur þetta orðið að ársdvöl og máske leng" ur og seinast liafa þeir hætt við að hverfa lieim. Vér vituin nú, að menn liöfðu vetur- setu norður í óbyggðum þegar 1266. Og fyr' ir eitthvað liundrað árum fannst varða norð- ur á 73. brst., 20 mílum fyrir norðan Uperni- vík. I henni var rúnasteinn með þessari áletr- un: „Erlingur Sigbvatsson og Bjarni Þórðar- son og Indriði Oddsson blóðu þessa vörðu laugardaginn fyrir gangdaginní þ. e. 24. apríl). Eftir gerð rúnanna liyggja menn, að þetta liafi skeð um 1333. Og líminn sýnir, að þeir liafa haft vetursetu þarna, um 400 mílum fyrir norðan heimskautsbaug. Þjóðsögur Skrælingja, sem Knud Rasnius- sen hefur safnað, virðast benda til þess, að Grænlendingar hafi sótt enn lengra norður, á meðan þeir áttu enn góða báta, eða alla leið norður í Smiths-sund á 77° nbr. Vér liöfum sagnir frá árinu 1266, sennilega af fyrstu norðurför Grænlendinga, norður á þ®r slóðir, þar sem Rasmussen fékk sögur sínar- Þá frásögn er að finna hjá Birni á Skarðsá- Segir liann, að Grænlendinga liafi fýst að vita, hvar Skrælingjar héldu sig og því gert út leiðangur, líklega norður að Jones-sundb sem er fyrir sunnan Ellesmere-ey, vestur af Melville-flóa. Árið 1876 fór þarna um pólarleiðangur undir stjórn Sir George Nares. Á lítilli e>’’ sein lieitir Washington Irving-ey og er austaU við Ellesmere á 79° 35" nbr. fundu þeir tvær vörður, sem eflaust eru blaðnar af Græ»' lendingum, því að Nares segir, að þær sé miklu eldri en svo, að þær liafi verið hlaðn- ar af Dr. Hayes, eina ferðamanninum, senl kunnugt er um, að komist hafi á þær slóðir- Læknir leiðangursins, dr. Edward L. Moss, segir frá öðru merkilegra atriði. Hann segir, að á Norman Lockyer-ey hafi’ þeir fundið æðarhreiður í húsi, gerðu úr steinum, Þetta sýnir, að þarna hafa norrænir menn verið- Þeir eru búandmenn fremur en veiðimeiin- Skrælingjar eru aðeins veiðimenn. Norræu- ir menn höfðu alifugla og liéldu verndarhendi yfir æðarfugli. Skrælingjar hafa enga ah'

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.