Heimilisblaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 9
HEIMILISBL AÐIÐ
181
fugla og lilífa engum fugli. Þeir nota hami
þeirra í fatnað. Norrænir menn nota hreið-
urdún í sængur. Skrælingjar drepa æðarfugl,
hvenær sem þeir komast í færi. Norrænir
menn vernda æðarfuglinn vegna dúnsins, sem
er þeim miklu meira virði en kjötið af fugl-
inum eða eggin. Meðal norrænna manna er
sá vargur í véum, sem drepur æðarfugl. Þeir
revna að hæna fuglinn að og þeir búa til
hús fyrir hreiður hans, svo að liann sé þar
öruggur, hafi skjól og dúnninn skemmist
ekki né fjúki. Þetta hefur verið venja um
þúsund ár. Þeir, sem gerðu þetta hreiðurhús
hafa því verið norrænir inenn, eða Skræl-
ingjar, sem höfðu lært af þeim að hlífa
æðarfuglinum.
Þegar Otto Sverdrup kom til Jones-sunds
árið 1899, var það ekki kunnugt, að Græn-
lendingar hefði komizt jafn norðarlega og
vér þykjumst nú vita, né heldur álitið, að
þeir liefði blandast Skrælingjum. Sverdrup
hitti enga menn við Jones-sund, en rústir af
gömlum íbúðarliúsum voru þar hingað og
þangað. Honum kom ekki til hugar, að þær
gæti verið ef^ir- hústaði annara en Skræl-
ingja, en honum kom á óvart sumt, sem
hann fann. Hann segir svo um St. Helena:
„Undir fjallshlíðinni voru æðarfuglahreiður
í löngum röðum. Gamlar tjaldstöðvar sýndu,
að Skrælingjar höfðu einhvern tíma verið
hér. Og ég gat ekki betur séð en að þeir
hefði gert hús fyrir æðarfugliim á sama hátt
og enn tíðkast nyrzt í Noregi. Ég hef aldrei
heyrt þess 'getið, að Skrælingjar hlynntu
þannig að fuglum“. Það var von, að Sver-
drup væri hissa á þessu, að hreiðurlnisin
skyldi vera eins og í Noregi. Það er ekki fyrr
en mörgum árum seinna (1932), er menn
höfðu haft tíma til að átta sig betur á þessu,
að Gunnar Isachsen norðurfari, sem var með
Sverdrup, ritaði grein, þar sem liann liélt
því fram, að engin hreiðurliús væri gerð af
Skrælingjum og að þessi hreiðurhús lilyti
að vera handaverk hinna fornu Grænlend-
inga. Og hann getur um annað. Hann segist
hafa séð vörður hjá Smiths-sundi. Það er
siður norrænna manna, að hlaða vörður, þar
sem þeir fara, en Skrælingjar gera það aldrei.
I vær slíkar vörður, aldagainlar, stóðu á suð-
'irströnd Ellesmere-eyjar (norðaustur af St.
Helena) og þær virtust jafn gamlar og hlaðn-
ar alveg eins og vörðurnar þrjár, sem fund-
ust á vesturströnd Grænlands á 72° 58" nbr.
og menn vita með vissu, að hlaðnar voru af
Grænlendingum, vegna þess að rúnasteinn-
inn var í einni þeirra.
Það virðist því svo, sem vér höfum getað
rakið feril Grænlendinga norður fyrir 79°
nbr. (Nares) og vestur fyrir 89° v. 1. (Sver-
drup).
Á árunum 1935—37 voru danskir vísinda-
menn að rannsóknum á Inglefield strönd á
78—79° norðurbreiddar, eða rúmlega 800
mílum norðan við pólarbaug. Hjá Marshall
Bay fundu þeir gamlar rústir af 30 Skræl-
ingjahúsum og í þeim nokkra fornnorræna
gripi. Á ey í Marshall Bay fundu þeir rústir
fimm kofa og þar nokkra fornnorræna
gripi, þar á meðal hárgreiðu, sem var sams
konar og hárgeiða, sem fundist liafði á Sand-
nesi í Vestribyggð.
Eftir rannsóknir sínar á Herjólfsnesi komst
dr. Paul Nörlund að þessari niðurslöðu:
„Um 1500 eða litlu síðar er norræn menn-
ing útdauð í Grænlandi. Sá seinasti, sem lík-
legt er að séð hafi Grænlending er Islend-
ingurinn Jón Grænlendingur, sem var á Ilam-
borgarskipi, er nokkrum sinnum kom undir
Grænlandsstrendur á árunum um 1540 (vér
vitum frá öðrum heimildum, að Hamborgar-
skip lirakti til Grænlands 1537 og 1539). Það
seinasta er að skip var sent frá Hamborg
undir stjórn Gert Mestermaker; þeir kom-
ust alla leið, en fundu enga menn, og sneru
við það aftur“.
En 39 árum eftir þetta, eða 1578, kom Eng-
lendingurinn Frobislier til Grænlands. Þeir
fundu mannabústað, en fólkið hafði flúið
er það sá til þeirra. í frásögnum um þetta
segja sjónarvottar:
„Þeir höfðu flúið frá öllu í tjaldi sínu,
en þar var meðal annars baukur með smá-
nöglum, útskomar furufjalir og ýmislegt ann-
að laglegra smíðisgripa, sem sýndu, að þeir
Irafa eitthvert samband við menningarþjóð,
eða eru sjálfir sérstaklega hagir“. — — —
„1 tjöldunum var kjöt, fiskur, skinn og ýmis-
legt annað, þar á ineðal naglabaukur“.----
— „Sumir af mönnum okkar, sem fóru í land
ineð generalnum, sáu í tjöldum þeirra nagla,
svipaða skipsnöglum, og þrífót úr járni“.
Það er viðurkennt af fræðimönnum, að