Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1951, Page 11

Heimilisblaðið - 01.03.1951, Page 11
HEIMILISBLAÐIÐ 39 sneri aftur“. Múgur sá, sem ®Pti: „Krossfestu liannl“ í hallargarði Pílatusar, voru að- etns leiguþý æðsta [>restsins, taglhnýtingar stjórnarvaldanna i Júdeu. ^að álit tilfinningasamra •ttanna, að Jesús hafi verið við- hvaemur og frekar óliagsýnn hugsjónamaður, stafar einnig að verulegu leyti af vissum at- fiðum í boðskap Iians, svo 'sem hinum alkunnu orðum: nliafið ekki áhyggjur“, „bjóð- ið hina kinnina“ og „elskið ðvini yðar“. En þeir, sem láta * veðri vaka, að þessi siðgæð- tsboðorð beri ístöðulitlum hug- sjónanianni vott, liafa alger- ieí?a misskilið þau. Þau bera aðeins vott um djarfmannleg- ar arásir Jesú á siðareglur og iormfestu lögmálsdýrkendanna. Hann stóð augliti til auglitis 'ið siðfræði samtíðar sinnar, stirðnaða í reglum og fyrir- rnæhim. Um liana segir dr. Abraham, hinn lærði Gyðing- 11 r’ að hún hafi „ekki aðeins snert hin meiri vandamál lífs- tös, lieldur einnig viljað liafa hönd í bagga með liinum ttiinni“. Kristur gat ekki til þess hugsað, að menn gerðu stg fullkomlega ánægða með að lifa eftir einhverjum fyr- trskipunum. Hann tók því upp andstöðu v*ð þá siðfræði, sem byggðist a yfirborðshlýðni við lagabók- stafinn og bauð mönnum að hafa samvizkuna sér að leiða'r- stjörnu. Hann vildi skapa heim, þar sem manndráp væru ótilokuð af þeirri ástæðu. að •ttenn hötuðu ekki lengur og hórdómur af þeirri ástæðu, að menn girntust ekki lengur. Hann tók upp andstöðu við neikvæð boð og bönn og boð- aði jákvætt mannlíf, gagntekið baráttu fyrir mikilvægu mál- efni, mannlíf, sem þokað er áfram til aukins þroska af liuldu afli, sem er mannleg- um mætti æðra. Enginn er þess megnugur, að fylgja slíkri siðfræði án þess að hvika af leið. Hún byggist ekki á laga- boðum, heldur á grundvallar- reglum. Hún er takmark, sem aldrei verður náð til fulln- ustu. Fráleitt er að lialda því fram, að slík siðfræði sé til- finningasöm, ístöðulítil og róm- antísk. Hún felur í sér ótví- ræðustu skilgreininguna á fögru líferni, sem mannkyninu hefur nokkru sinni verið boð- uð, og hún hefur haft geysi- mikil áhrif. Hvergi kemur mismunurinn á þessu lögboðna, fyrirskipaða siðgæði og skoðun Jesú á fögru líferni betur í ljós en í livers- dagslegri og almennri afstöðu manna hvers til annars. Við erum að því leyti líkir sam- tíðarmönnum Jesú, að við hlú- um að villigróðri í jurtagarði okkar, úrkynjuðu siðgæði, sem byggist á endurgjaldi í sömu mynt. Við komum því aðeins réttlátlega fram við aðra, að við getum vænzt þess að þeir komi réttlátlega fram við okk- ur. Slíkt er siðgæði okkar' tíð- ast. En skoðanir Jesú voru óháðar slíkum liugsanavenjum. Breytið réttlátlega, sagði hann, hvort sem aðrir breyta rétt- látlega eða ekki. Miðið aldrei athafnir yðar við framkomu annarra. Gætið þess, að skynj- un yðar á rétt og rangt sljóvg- ist ekki né verði fvrir annar- legum áhrifum. Elskið þá sem hata yður, blessið þá sem bölva yður. Þessi skilgreining á fögru líferni var tvímælalaust ætl- uð liinum baráttufúsa og grimma heimi okkar, þar sem menn geta ekki alltaf vænzt góðvildar og heiðarleika af hálfu annarra, og þar sem allar vonir okkar verða einsk- is nýtar, ef við reynum af fremsta megni að réttlæta ill- vilja okkar sjálfra og mann- úðarleysi. Ef þannig er haldið áfram, miðar mannkyninu ekk- ert á leið, þar eð það launar illt með illu og liatur með hatri, því að kúgun leiðir af sér kúgun og ranglætið rang- læti. Út úr þessum vítahring er engum fært nema þeim ein- um, sem rjúfa hann og neita að gera hegðun fjandmanna sinna að mælikvarða á sína eigin liegðun. Life. Tveimur fullum náungum hafði verið stungið í „kjallarann“. Annar þeirra sat úti í horni og lék sér að vasaljósi sínu. — Nú læt ég gcislann skína heint upp i loftið, sagði hann við vin sinn, og ég skal veðja við þig tíu piilljónum, að þú getur ekki klifrað upp eftir honum. — Ég held ég þekki hölvaða hrekkina þína, urraði hinn. Þú ætl- ar að slökkva þegar ég er kominn hálfa leiðina upp. ★ Strætisvagninn var troðfullur. Allt í einu tók farþegi, sem sat rétt hjá glugganuin, báðum höndum fyrir augu sér og grúfði sig niður. Mað- ur, sein sat rétt hjá honum, spurði: — Ertu að verða veikur? Get ég gert eitthvað fyrir þig? — Nei, nei, sagði hinn. Það er ekkert að mér, en inér er ómögulegl að horfa á að' gumlar konur séu látnar standa.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.