Heimilisblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 8
með annarlegum frímerkjum. Það var kom-
ið um langan veg.
„Nú er ég í Indó-Kína. Hér er dásamlegt
— trén, fuglarnir, dýrin — öll náttúran. Hér
er allt svo annarlegt, allt öðru vísi en hjá
okkur. Allt væri fullkomið, ef ekki vofði
stöðugt yfir mér krumla dauðans . ..“
Hann sagði ekki meira, en ég gat lesið
milli línanna. Fortjaldið var fagurt, en að
baki þess bjó grimmur veruleikinn, blóðs-
úthellingar og ógnanir, sem biðu útlendinga-
hersveitanna, sem börðust fyrir óþekktan
málstað. Ég vissi, að einn góðan veðurdag
rnvrndi ég horfast í augu við það, að sonur
minn væri ekki lengur í tölu lifenda.
Á hverjum morgni beið ég eftir bréfber-
anum, beið í voninni um að fá bréf og ein-
hverjar fréttir. Og svo fékk ég bréf. En það
var ekki frá Indó-Kína. Það var bréf frá
stjórnarvöldunum — í París. Og upphaf þess
var:
„Frú,
við höfum yður þær sorgarfregnir að færa,
að . . .“
Þá vissi ég, að draumar síðustu nótta
höfðu verið sannir — og að draumurinn um
nóttina, fyrir 12 eða 13 dögum, hann hafði
líka verið sannur. Það var síðasta nóttin
hans, síðasta stundin — og ég, móðir hans,
ég hafði skynjað allt.
Ég gat ekki grátið. Það kom aðeins kökk-
ur í hálsinn, ég gat ekki einu sinni beðið
fyrir sálarró hans. Ég var ringluð, mér fannst
forsjónin miskunnarlaus að vemda ekki
drenginn minn.
Ég var alein. Ég yrði alltaf alein. Jafnvel,
þegar ég yrði orðin gömul og ósjálfbjarga,
þá yrði ég líka ein — og yfirgefin.
Ég þorði ekki að hugsa til þess. Úr því
sem komið var þýddi ekki að harma örlögin,
en ég gat ekki gert að því, ég var niðurbrot-
in . . . Myrkrið hafði lagzt yfir líf mitt og
ég bjóst ekki við því, að nokkru sinni mundi
birta.
En dag nokkum varð undur — undur lífs
míns.
Það var snemma dags, að barið var á dym-
ar. Hver gat verið svo snemma á ferð, hver
var að heimsækja mig, þessa einmana ekkju,
sem örlögin höfðu rænt öllum gæðum lífs-
ins? Ég gekk til dyra og lauk þeim upp til
hálfs. Ég hrökk við. Fyrir utan stóð undur'
fögur stúlka. Hörundslitur hennar var dökk'
brúnn, þetta var Asíustúlka — og hún horfð1
á mig skærum augum.
Ég reyndi að brosa, mig langaði til
segja eitthvað. En ég hugsaði sem svo,
þessi stúlka mundi áreiðanlega ekki skilj3
mál mitt — og ég ekki hennar. En þá m®^1
stúlkan mjög hægt, en skýrt — þó með sv°
miklum erlendum hreim, að ég fann stra*’
að hún átti bágt með móðurmál mitt:
„Ég er Ling San Ching. Ég þekkti soa
yðar, ég kem frá honum . . .“
Ég heyrði þetta, ég skildi það, en það var
sem mig dreymdi. Ég benti henni að koma
inn fyrir — horfði á þessa ungu falleg11
stúlku með skrýtna nafnið og sagði loks:
„Frá drengnum mínum? Hvað vitið þer
um hann?“
Hún gekk að borðinu, opnaði handtösku’
sem hún hélt á — og tók upp úr heU111
bréfaböggul — og annan með myndum °f
póstkortum. Þarna voru öll bréfin, sem
hafði skrifað syni mínum — þau elztu fra
því að hann var í Norður-Afríku — og Þal1
síðustu, sem ég hafði sent honum til Iuú°
Kína.
„Þetta er allt og sumt, sem ég fékk efbr
hann. Og ég er hingað komin til þess að f331"3
yður það.“
Þetta varð mér ofraun. Ég hné niður
eldhúsbekkinn, þar sem drengurinn r11101!
hafði svo oft setið við hlið mér. Ég rey11
að hugsa skýrt. Ég skynjaði ungu stúlkuu3'
Hún settist við hlið mér, tók í hönd rrú119
— og sagði: „
„Veslings mamma — veslings mamiu3'
Ég lagði höfuð mitt á öxl þessarar uuí
stúlku, sem ég fann að reyndi að skilja so
mína. En einhvern veginn var hún mér rUJ
fjarlæg. Hún faðmaði mig að sér — °& e.f
fann, að þrátt fyrir fjarlægðina, þrátt ty
hinn fjarlæga uppruna hennar, þá var U
hjá mér í sorg minni. Ég grét. — Stuu
síðar hafði ég heyrt alla sögu Ling ®
Ching.
„Hann var ljóshærður, fallegur og
arlegur piltur, hann Werner. Dag n
kom hann til okkar, til landsins míns. La ,
sá mig, ég sá hann. Hann stóð kyrr og ^^
Hann hafði svo fallegar tennur, svo lj óst
heimilisblaP15
m^'
,kkurI1
96