Heimilisblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 14
átt að sjá mig. Þegar ég kom til New York
og hélt að ég ætti að giftast Kára, þá kom
hann að vísu og tók á móti mér og bauð
mér út að borða. En þegar við vorum kom-
in að ábætinum sagði hann með rödd eins
og hann væri að panta kaffi: „Þú mátt ekki
vera leið yfir því, María, en það er búið á
milli okkar. Ég hef hitt stúlku frá OHIO,
sem . . .“ og svo framvegis.“
Elín andvarpaði.
,,Það lagast, þegar þú færð eitthvað að
gera,“ sagði María. ,,Á morgun skal ég tala
við konu, sem ég þekki, sem veitir kjóla-
verzlun forstöðu. Og á meðan við tölum um
það, þá finnst mér að þú ættir að eyða dá-
litlu af peningunum til að kaupa föt fyrir.
Það er mjög mikilvægt að vera vel klæddur
í þess konar atvinnu. Þú átt rúmlega fimm
hundruð dollara. Eigðu þrjú hundruð og
eyddu tvö hundruð til að kaupa föt fyrir.
Þú getur fengið góðan fatnað fyrir tvö
hundruð dollara. Þú getur annars fengið
keyptan kjólinn, sem þú varst í í gær. Þú
færð hann á heildsöluverði.“
„Æ, þakka þér fyrir,“ sagði Elín glöð.
„Það vil ég gjarna. María, viltu hjálpa mér
við að velja föt? Þú veizt hvernig maður á
að klæða sig hér. Um leið og ég sá þig í
lestinni, varð mér ljóst að eitthvað væri
bogið við minn klæðnað. Ég verð að fá mér
eitthvað nýtt, eitthvað eftir nýjustu tízku,
en ég rata áreiðanlega aldrei í búðirnar hér.
Ég hef ekki hugmynd um hvert ég á að fara.“
„Ég skal hjálpa þér,“ lofaði María. Hún
leit rannsakandi á Elínu. „Þú hefur þó ekki
í huga að reyna að vinna ást Péturs aftur?“
spurði hún snöggt.
„Nei, nei, það er alls ekki þess vegna,“
sagði Elín alltof áköf. „Ég ætla að reyna að
gleyma Pétri. Ég skal gera allt sem ég get,
til þess.“
María var ekki sannfærð. „Ertu viss um
það?“ spurði hún.
„Mig mundi auðvitað langa til að hitta
hann einhvern tíma,“ sagði Elín hæglátlega,
„þegar ég væri betur hæf til þess — þú skil-
ur, þegar ég veit að ég er vel klædd og hárið
rétt greitt. Mig myndi langa til að hann sæi,
að ég væri ekki lengur sama litla sveita-
stelpan, sem hann áleit mig vera, og sýna
honum, að mér væri alveg sama um hann.“
„En þér er ekki sama um hann?“ spurði
María þrákelknislega.
Elín andvarpaði. „Nei .. . ég er hrædd un1
að svo sé ekki.“
★
v
Elín sagði við sjálfa sig, að maður gseÞ
haldið, að maður væri í Amestown en ekk1
í New York, þegar hún fékk sér göngu efttf
hádegið, á meðan María var önnum kafin
við teikniborðið, og kom auga á Hrólf May'
ward í fólksmergðinni. Það er að segja, hana
kom auga á hana fyrst. Það var yndisleg4
veður, reglulega fagurt septemberveður og
hlýindi í loftinu, og Elín var í brúna kjólH'
um nýja og með hatt, sem María hafði hjálp'
að henni að kaupa um morguninn. Hrólf1
fannst hún vera með yndislegustu stúlkua1
sem hann hafði séð.
Elín sá hann, þegar hann gekk brosand1
til hennar.
„Góðan daginn, ungfrú Hallowell."
„Hr. Hayward," sagði hún. „Góðan dag'
inn — og — og þökk fyrir síðast.“ Hún
ekki gleymt því, að hún átti það honum að
þakka, að hún vann fimm hundruð þrjátlU
og fimm dollarana.
„Það var gaman að hitta yður,“ sag^1
Hrólfur. Hann minntist ekkert á það,
hann væri búinn að rölta í nágrerininu a
annan tíma í von um að hitta hana e®3'
„Viljið þér drekka tebolla með mér?“
Elín ætlaði að fara að segja: „Nei, þakka
yður fyrir,“ en tók sig á. Hún varð að reyUa
að vinna bug á óframfærni sinni. Hún átb
ekki við hér í New York, og það var heldur
enginn, sem bjóst við því af henni. Og 1
staðinn fyrir sagði hún:
„Kærar þakkir, það vil ég gjarna.“
„Jæja,“ sagði Hrólfur, þegar þau sá*u t
móti hvort öðru við borð undir sóltjai
uppi á þaki veitingahúss, „hvernig gengur'
Hafið þér fengið eitthvað að gera?“
Elín hristi höfuðið.
„María hefur lofað að hjálpa mér,“ sag 1
hún. „Hún heldur að hún geti ef til vill
vegað mér atvinnu."
„Við hvað, með leyfi?“
Elín hikaði aðeins. „Sem sýningarstúlk3’
held ég,“ sagði hún og flýtti sér að b®6*'3
við, „í kjólaverzlun."
102
heimilisbla