Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 36
eftir í eldfast fat. Léttsöltuð rauðsprettu- flökin eru rúlluð saman og sett ofan á baun- irnar, svo er lok sett yfir og rétturinn aðeins látinn mauka í ca. 10 mín. Ef það myndast of mikill vökvi, er honum hellt af, áður en uppstúfnum er hellt yfir. Það er búinn til aspargusuppstúfur, og við er hrærður eggjablómi. Þessum uppstúf er hellt yfir fiskinn. Rétturinn er vel hitaður, og áður en hann er framreiddur, er rækjum stráð yfir. Rúnnstykki eru borin fram með þessum rétti. ★ Ég veit að þessir „potta“-réttir eru ekki sérlega ódýrir hversdagsréttir. En einstaka sinnum langar húsmóðurina til að reyna eitt- hvað nýtt og skemmtilegt, það léttir skapið og eiginmanni og börnum þykir vafalaust skemmtileg tilbreytingin. SPEGLAR OG SNYRTIBORÐ í síðasta blaði skrifaði ég ofurlítið um herbergi handa ungum stúlkum. Eitt má ekki vanta í her- bergi heimasætunnar og það er spegill! Aldrei á æv- inni er eins löngum tíma eytt fyrir framan spegilinn og þegar maður er 15—20 ára. Hér eru tvær uppá- stungur. Nýr „rammi“ utan um gamlan spegil, úr sama efni og gardínurnar t. d., er skemmtileg endurbót Faldið mátulega breiða lengju, þannig að hún hylur spegilkantinn bæði að framan og aftan. Dragið síð»u teygju í gegnum faldinn báðum megin og set]10 „rammann“ síðan um spegilinn. Hér er ekkert athugavert við spegilinn, en hilÞ0 undir honum er gamall bakki, sem er málaður upf og festur með vinkilhornum í vegginn. Merkilegr9 þarf það ekki að vera til að prýða herbergi heima' sætunnar. „Hvaða bolla eða glas á ég ?" heyrir maður oft spur ' þegar staðið hefur verið upp frá borðum og a&& sezt að. Með varalit er gott að merkja leirtau, skn ið eða merkið á glösin eða bollana með honum. Verður barinn Skósmíðanemi gat aldrei gert húsbónda sínuiu Jjj hæfis og fékk jafnan löðrung fyrir hvað eina, se ^ hann gerði. Einn dag kemur hann æðandi inU vinnustofuna og grætur. Skóarasveinninn: „Hvað gengur að þér, drengur • Drengurinn: „Konan húsbóndans er nýbúin 9 eignast tvíbura." Sveinninn: „Hvað kemur það þér við?“ ^ Drengurinn: „Jú, mér verður kennt um það> ^ ég verð náttúrlega barinn fyrir það, eins og 9 annað." HEIMILISBLA015 124

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.