Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1959, Síða 18

Heimilisblaðið - 01.05.1959, Síða 18
Hvernig hafði hann fundið hana? Hvers vegna hringdi hann í hana núna — núna þegar það var of seint? „Elín?“ Hann virtist vera óstyrkur. „Ertu þarna?“ Elín starði hjálparvana á símann og herti sig svo upp. Hún sagði, eins rólega og eðli- lega og hún gat, eins og þessi upphringing væri henni einskis virði: „Já, auðvitað er ég hér. Ég varð bara dá- lítið undrandi, það var allt og sumt. Hvernig fannstu mig?“ „Ég er búinn að leita að þér í marga daga,“ sagði hann, og Elínu fannst rödd hans ofur- lítið ergileg. „Hvers vegna hefur þú ekki lát- ið mig vita hvar þú værir?“ hélt hann áfram. Og nú var rödd hans greinilega ergileg. „Ég er búinn að hringja á öll möguleg hótel í New York.“ Elín tók fastar um heyrnartólið, hún var föl af reiði. Hann kvartaði, af því að hún hafði valdið honum þessum erfiðleikum! — Hann hafði orðið að hringja á mörg hótel til að finna hana! Eftir þær móttökur, sem hún hafði fengið um daginn, vogaði hann sér að ásaka hana fyrir að hún skyldi ekki láta hann vita hvert hún hefði farið með ferðatöskur sínar og auðmýkingu. Hún sagði kuldalega: „Ég hafði ekki hugs- að mér eitt einasta augnablik að komast í samband við þig aftur.“ „Hvaða vitleysa er þetta!“ greip Pétur fram í. „Þú komst á mjög óheppilegum degi, en það getum við talað um seinna." „Nei, það getum við ekki,“ sagði Elín. Hann lét sem hann heyrði það ekki. „Við borðum saman í kvöld. Ég kem og sæki þig klukkan hálfátta.” Það var skipun. Elín hristi höfuðið. „Nei,“ sagði hún við sjálfa sig. „Þá segjum við klukkan hálfátta." Pétur tók þögn hennar fyrir samþykki. „Allt í lagi,“ sagði hún, þvert ofan í vilja sinn. „Úr því að þú endilega vilt það.“ Hún lagði heyrnartólið á án þess að kveðja, hún gat varla haldið á því lengur, hönd hennar titraði svo mikið. Hún sat utan við sig á stólnum og svo fylltust augu henn- ar tárum. Þetta voru fyrstu orðin, sem þau höfðu sagt, síðan kvöldið góða, þegar þau sátu saman í bílnum hans, og hann ók henni heim af dansleiknum. Gæti nokkur trúað þvl að þetta væru sömu manneskjurnar sen1 þetta kvöld höfðu talað ástarorð hvort við annað ? ★ Þegar klukkan var korter yfir sjö, fór Elín i kvöldkjólinn, sem faðir hennar gaf henm, og sem hún hafði verið í í fyrsta skiptið sem hún hitti Pétur. Þetta var bezti kjólinn henn- ar — fyrir utan þann nýja brúna — og hann var hreint ekki svo slæmur, og hann klædd1 hana. Hún skoðaði sjálfa sig í spegli, og var undrandi á sínu eigin andliti. Það var í al' gjöru jafnvægi og áhugalaust eins og hún væri að fara á saumakvöld með stjúpmóðu1, sinni, en ekki út með Pétri. En kalda steypibatðið, sem hún fór h hleypti roða í kinnarnar, og hún líktist aftur þeirri Elínu, sem Pétur hafði orðið ástfang' inn af fyrir hálfum mánuði síðan — na- kvæmlega hálfum mánuði síðan. Hún mál- aði varirnar og púðraði sig hugsandi. Þegar síminn hringdi rétt á eftir, greip hún ósjálf' rátt um hjartað. Þetta var auðvitað Pétur, sem hringdi til að segja, að hann gæti ekk1 komið. Hún myndi ekki fá að sjá hann. „Það er ágætt,“ sagði hún áköf við sjálfa sig, „mig langar heldur ekkert til að sjá hann. Ég vil helzt vera laus við hann.“ En hún fann að hún óttaðist að það myndi ske. Hún fálmað1 eftir heyrnartólinu. Það var Hrólfur. Húu uppgötvaði sér til mikillar undrunar að hún hafði alveg gleymt atvinnunni hjá bróður hans. í annað sinn í lífi sínu hafði Pétur fyll^ huga hennar svo, að ekkert annað komst að. „Já — gott kvöld, Hrólfur.“ Hún reyndi að vera eðlileg. „Það var fallegt af yður að bíða eftir að að ég hringdi. Mér seinkaði dálítið, en eS kem beina leið frá Jóni,“ sagði hann. „Þetta er allt í lagi, Elín. Þér getið byrjað á mánU' daginn klukkan níu.“ „Það var dásamlegt. Það er ákaflega fai' legt af yður að gera þetta allt fyrir mig, Elín þakkaði honum, án þess að taka eftir því hvað hún segði. „Hvað segið þér um að halda upp á það> með því að borða saman í kvöld?“ „Æ, þakka yður fyrir, en það get ég Þvl miður ekki. Það er ómögulegt." HEIMILISBLAP15 106

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.