Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 19

Heimilisblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 19
Það var löng þögn við hinn enda símans. nÞað var leiðinlegt.“ ^ar hann móðgaður? Hann sagði þetta SVo burrlega. Elín hugsaði: Ég vil ekki særa ann, hann er búinn að gera svo mikið fyrir mig. „ »Mér þykir það svo leiðinlegt," flýtti hún Ser segja, eins og skólastúlka, sem kem- Ur of seint, ,,ég vil gjarna borða með yður, en ég er búin að lofa mér út í kvöld með — ^neð unga manninum, sem ég þekki frá Am- estown.“ Hún gat ekki sagt honum að hún ætlaði að hitta Pétur. Hrólfur var mildari. ,,Já, þó það nú væri, nn, það er ekki hægt að gera neitt við því, það er mér sjálfum að kenna, að ég býð yður syona seint. Ég hefði átt að segja það fyrr.“ »En einhvern tímann seinna?“ sagði Elín eins glaðlega og hún gat. »Já, það er ágætt. Við sjáumst hjá Jóni. þ*g kem þangað oft. Næstum því daglega.“ þ’egar Elín lagði tólið á, hringdi dyrabjall- an- Það hlaut að vera Pétur. Elín stóð kyrr °furlitla stund og þrýsti krepptum hnefanum a® brjóstinu. Hún fann að hana langaði mest fil að hlaupa til dyra og opna þær, og hún afði grun um, að ef hún gerði það, og Pétur aðrnaði hana að sér og kyssti hana, myndi Un verða heimsins hamingjusamasta mann- esbja. J>á myndu þjáningar og óróleiki síð- astliðinna vikna og vonbrigði og auðmýking S1ðustu daga hverfa eins og dögg fyrir sólu, °g^ hún myndi aftur verða trúgjarna sveita- stúlkan, sem var svo auðvelt að gera ham- lngjusama og svo auðvelt að særa. ★ _Hún hugsaði um það eitt andartak, hvort Un ætti að gera það. Gleyma öllu hinu og a eins njóta gleðinnar yfir því að sjá Pétur a fUr- En þá sá hún sjálfa sig standa ráð- r°ta í stóra biðsalnum á aðaljárnbrautar- stöðinni, með ferðatöskurnar sínar, bíðandi i 11 Pétri — Pétri, sem aldrei kom, og sem a ði rauðhærða stúlku heima í íbúðinni Slnni, Pétri sem hafði vöðlað saman skeyt- lnu hennar og kastað því, eins og einhverju 0 *gilegu eða lítilfjörlegu. Hún heyrði aftur j ergdega rödd hans, sem hún hafði heyrt _ snnanum, þegar hann kvartaði undan þeirri yrirhöfn að finna hana. Heim Nei, hún vildi ekki gera þá vitíeysu aftiir. Hún var ekki lengur hin saklausa og trú- gjarna Elin Hallowell frá Amestown. Hún hafði lært dálítið síðustu dagana. Þeir höfðu meðal annars kennt henni það, að maður gæti orðið fyrir mestu auðmýkingu af þeim, sem maður sízt væntir þess af. Hún þvingaði sjálfa sig til að vera róleg. Það var hringt aftur á dyrabjölluna — dá- lítið óþolinmæðislega — og hún fór rólega út og opnaði. „Hvað í ósköpunum, Elín —“ voru fyrstu orð hans, og Elín var þakklát heilbrigðri skynsemi sinni, sem var eins og brynja utan um viðkvæmt hjarta hennar. Þau orð, sem áður höfðu gert hana svo óhamingjusama, komu henni til að brosa. „Augnablik, Pétur,“ sagði hún, eins og það væri ákaflega venjulegt, að Pétur Wood kæmi og sækti hana, „ég ætla bara að sækja kápuna mína.“ Hún fann vel að hann starði undrandi á hana, og þegar hún fór inn til að sækja káp- una, sem hún hafði lagt á stól, fann hún að þetta hafði haft áhrif á hann. Hún leit í spegilinn, þegar hún gekk fram hjá, og kinkaði kolli hughreystandi framan í sig. Það var vissulega önnur Elín, sem hún sá þarna. New York hafði þegar haft sín áhrif. Pétur, María — já, Hrólfur, höfðu hvert á sinn hátt vakið sjálfsöryggi hennar. Og sjálfsöryggi, sjálfsálit var bezta vopnið, sem maður átti gegn duttlungum lífsins, ekki sízt þegar þeir komu í líki Péturs Wood. Þegar hún kom út til Péturs aftur, var hann ákaflega stimamjúkur við hana. Elín tók því sem sjálfsögðum hlut, þannig að hún dáðist að sjálfri sér, og hún spurði: „Hefurðu bíl, niðri?“ „Já — já, auðvitað," flýtti Pétur sér að segja. Hann reyndi að taka undir handlegg hennar, en þá var allt í einu eitthvað að kjólnum hennar, sem hún þurfti að laga, og hún kom sér undan á þennan dásamlega máta, sem aðeins konur geta. „Ég verð að segja, að þú hefur tekið þessu mjög vel,“ sagði Pétur við hana seinna um kvöldið, þegar þau sátu og drukku kaffið á eftir matnum. Elín dreypti á kaffinu. „Ég var öskureið fyrst,“ sagði hún í furðu ilisblaðið 107

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.