Heimilisblaðið - 01.05.1959, Side 26
gera svo vel að rétta mér hann, skal ég láta
hann í öskju fyrir yður . . .“
Ég rétti fram höndina. En Ameríkaninn
svaraði (og ég man það orðrétt): „Ég hef
alls ekki ákveðið neitt. Ég hef aðeins hugsað
mér að taka frá fáeina hringa, sem konan
mín getur valið úr síðar. Hún kemur hingað
síðar.“
Ég man ekki lengur alveg nákvæmlega
orðalagið á því, sem ég sagði, en það var
eitthvað ómerkilegt, því ég hugsaði um það
eitt að geta haft stjórn á mér. En ég á einatt
mjög erfitt með það, þegar ég er settur úr
jafnvægi, þá sjaldan sem það kemur fyrir.
Ungfrú Susskind (sem ekki er fædd í gær)
gekk hljóðlega inn fyrir og sótti Regnier. Ég
fór fram fyrir búðarborðið og tók að leita
alls staðar umhverfis; það sama gerði og
viðskiptavinurinn — og ungfrú Susskind og
Regnier, þegar þau voru komin fram.
Eins og gefur að skilja, varð Regnier mikið
um þetta. Hann er mjög skapstór maður, en
hefur þó að öllum jafnaði stjórn á sér, því
að hann metur mikils að halda virðuleika
sínum óskertum. Ameríkananum þótti nóg
um, þegar Regnier fór að setja í brúnir (vit-
anlega ásakaði hann manninn ekki, slíkt
hefði ekki getað gengið), og um stund bjóst
ég við, að allt myndi fara í bál og brand á
milli þeirra.
Þá datt ungfrú Susskind í hug (og hvers
vegna einmitt henni, það fæ ég ómögulega
skilið), að reynandi væri að leita í buxna-
uppslögum mannsins; og þetta lagði hún til,
að gert væri. En maðurinn gaf henni illt
auga. Hann var orðinn rauður og þrútinn í
framan — það fannst mér, að minnsta kosti
— og hann var hættur að tyggja. Munnurinn
var samanklemmdur og mjór eins og strik.
Eftir svipnum að dæma, hefði hann getað
verið reiðubúinn að ráðast á ungfrú Suss-
kind og bíta hana.
En hann beygði sig þó niður og þreifaði
í buxna-uppslögunum, án þess að finna nokk-
uð. Síðan rak hann upp skellihlátur.
Ég geri mér það ljóst, að ég hef ekki sér-
lega mikinn hæfileika til að meta það spaugi-
lega í mannlífinu, en ég verð að viðurkenna,
að svipur ungfrú Susskind var á þessari
stundu nánast hlálegur.
Svo sagði Ameríkaninn: „Hvað eruð þið
eiginlega að fara? Þið haldið þó ekki, að ég
hafi stungið honum á mig, eða hvað?“
Eftir svo óbeina ásökun og allt að þvl
storkun, varð mr. Regnier náttúrlega að láta
til skarar skríða. Hann reis upp úr gólfinUi
þar sem hann hafði verið að leita, og bað
viðskiptavininn ofur kurteislega að koma
með sér inn á skrifstofuna.
Þar (sagðist honum svo frá síðar) fuU'
vissaði hann viðskiptavininn um það, að enda
þótt hann hefði hann ekki hið minnsta grun'
aðan um þjófnað, yrði herrann að geta —'
öryggisins vegna — fullvissað sig um það>
að hinn verðmæti hringur hefði ekki festst
neins staðar í fellingum eða vasa á fötum
hans.
Viðskiptavinurinn mun hafa brugðizt
mjög kurteislega við, fullur skilnings — eða
að minnsta kosti látizt vera það — og klæddi
sig úr umsvifalaust fyrir framan mr. Regniei'i
fór jafnvel úr sokkum og skóm. En ekU
fannst hringurinn.
A meðan við héldum áfram að leita fyr1^
framan, kom annar viðskiptavinur inn 1
verzlunina. Og hver var það — nema stúlk'
an, sem ég hafði veitt athygli fyrir utan tm
mínútum áður, þar sem hún hafði staðið
fyrir framan glugga líkkistusalans! Að vísu
var svo sem engin ástæða fyrir mig til a^
vera undrandi, en mér fannst þetta þó und'
arleg tilviljun og harla grunsamlegt samsafu
af viðskiptavinum.
Fljótt á litið, er stúlkan kom nær, virtis*
ærið margt kynlegt við hana: hárið, hanzk'
arnir, veskið — allt var þetta fremur hirðU'
leysislegt, en þó ekki fram úr hófi. Þetta ga^
jafnvel verið ,,fín“ dama, þrátt fyrir allt. Og
eins og gefur að skilja, koma yfirleitt mjöí
fáir fátæklingar eða illa til fara inn í verzlu11
sem þessa. En komi slíkt fyrir, get ég vita
það fyrir fram í níu tilfellum af hverjuU1
tíu, að.þá er það til að selja eitthvað, eI1
ekki til að kaupa.
Stúlkan tók ofan annan hanzkann, dr°
lítinn pakka innvafinn í silfurpappír upp 11
veskinu sínu og lagði á borðið. (Eg tók saU1
stundis eftir fingrunum á henni; þeir voiU
óvenjulega stuttir og sterklegir af kvou
mannsfingrum að vera; einbaugur var
sjáanlegur, og neglurnar voru klúðurslega
heimilisblað15
114