Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 5
hafðar í rauðri birtu vissan tíma næturinnar. Hinsvegar hafði þessi meðhöndlun engin áhrif a þær plöntur, sem er eiginlegt að blómstra þegar nætur eru hvað lengstar. Ekki fer á milli mála, að plöntur em mjög næmar fyrir áhrifum ljóss. Að undangengnum mörgum tilraunum kom í ljós, að í plöntum Cr serstakt litarefni, sem er ósýnilegt berum angum. Þegar það verður fyrir vissum birtu- áhrifum, setur það blómsturferilinn af stað. (Með litarefni er átt við efni, sem drekkur í S1g vissa Ijósgeisla betur en önnur efni. Uppgötvun þessa ljósnæmis er harla þýð- ingarmikil. Ekki aðeins gerir hún mögulegt að rækta betri plöntur, þar sem hægt er nákvæm- Hga að sjá þörf þeirra fyrir bitu eða dimmu, Eeldur kemur í ljós sú staðreynd, að visst sam- SPÚ á sér stað milli plantna og dýra, einhvers- ^onar birtusáttmáli, sem kveður á um hvenær kvikna skal eða rofna sá lífgefandi straumur 'SCni er eiginleiki jafnt fugla sem spendýra, Elóma sem trjáa. Allir geta með tilraunum sannfærzt um þetta heillandi hlutfall milli ljóss og lífs. Eyrir mörgum ámm gat ég komið chrysanthem- nm-jurt, sem að öllu eðlilegu blómstrar á haust- ln’ til að bera blóm í miðjum júlí. Þegar ég ^om heim frá vinnu að vorinu til, síðla dags, setti ég pappaöskju yfir plöntuna. Næsta morg- Un fjarlægði ég hana, áður en ég fór til vinn- Unnar. Pappaaskjan gengdi sem sagt nótt plönt- Unnar, þannig að henni fannst komið haust. Eda bar hún blóm um leið og fagurfífillinn ^inn, um mitt sumar. Þegar ég og kona mín höfðum þannig sann- ferzt um töframátt birtunnar, tókum við að sv 'past um eftir nýju verkefni. Við eigum e>ma í borg, þar sem dagurinn er framlengd- Ur a tæknilegan hátt með skini götuljósanna. ynr framan húsið stendur mösurtré, örskammt ra Ijóskeri. Eitt árið var næturfrost í september- mánuði. næstum búið að kvelja líftóruna úr pessu tré, enda þótt önnur mösturtré, sem St°ðu 1 skugganum að húsabaki stæðust áhrif næturfrostsins með prýði. Bersýnilega vom það nir muðu geislar frá birtu götuljóssins, sem Heimilisblaðið viðhéldu sumar-lifsferlinu hjá trénu við strætið — þar til næturfrostið kom því skyndilega í opna skjöldu, löngu fyrir tímann. Eftir þetta tókum við að fylgjast með öðrum trjám við götur. Við tókum þá eftir því, að sum þeirra báru blöð fyrr að vorinu og héldu laufi sínu lengur fram á haustið en tré sömu • tegundar, sem annarsstaðar voru. Á hverju ári fylgist ég með því, hvenær birtast fyrstu merki þess að veturinn sé á und- anhaldi. Þetta merki er fyrsta regnið eftir fyrstu asahlákuna. Þegar svo langt er komið, þá tökum við, ég og konan mín, fram stígvél luktir, regn- frakka o.þ.h. og förum í myrkri miðrar nætur að vortjömum skóganna til þess að virða fyrir okkur einn af allra-elztu helgisiðum í ríki móð- ur náttúru: ástardans salamandranna. Skriðdýr þessi vakna af dvala þegar daginn lengir og regnið hefst, og þá verða þau strax að verpa eggjum sínum í leysingavatni vorsins. Síðar, þegar sumarsólin eimir upp allt þetta vatn, taka afkvæmin að anda með lungum og þurfa ekki lengur á vatni að halda. Þessu er sem sagt þannig fyrir komið, að þau vaxa upp úr heimi vatnsins einmitt í þann mund sem ekk- ert vatn fyrirfinnst lengur í umhverfinu! í myrkri og votviðri virðum við fyrir okkur þessi forsögulegu kvikindi, sem virðast kippa manni milljónir ára aftur í tímann — til þeirr- ar aldar þegar skriðdýrin voru herrar alls lífs á jöðinni. Það fer hrollur um okkur, þvi að loftið og jarðvegurinn andar köldu, og vatnið er jökul- kalt; en þama fyrir augum okkar er upphaf lífsins. Karldýrin gefa frá sér agnarsmáar sáð- kúlur á stærð við smæstu grasfræ. Kvendýrin leggjast vfir þær í vissum yndisþokka. Undrið hefur gerzt! Rétt fyrir sólarupprás skreiðast svo þessi litlu dýr aftur gegnum vætuna og inn í holur sínar. Næstu nótt eru salamöndruegg hvarvetna í sefinu meðfram vatninu. Við virðum fyrir okk- ur hið kviknandi líf og vitum —■ að það er birt- an, sem hefur laðað allt þetta fram; okkur er ljóst, að í þessum köldu votlendisholum er sjálft vorið að vakna. 93

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.