Heimilisblaðið - 01.01.1976, Síða 4
veitt manni. Við þörfnumst þessarar innsýn-
ar, vegna þess að við skrifum og myndskreyt-
um bækur um villta fugla og spendýr. Þess
vegna bjóðum við aðalsöguhetjunum að dvelj-
asf hjá okkur um skeið, í livert sinn sem við
byrjum á nýrri dýrabók. Sumum kann að
finnast það nokkuð óvenjuleg og djörf aðferð
við að setja sig inn í venjur og hugsanahátt
dýra, en það er þó sú aðferð sem árangurs-
ríkust er.
Mér lærðist hvernig það væri að sjá í
myrkri — með hjálp eins af gestum okkar,
refsins Fulvu. Á hverju kvöldi léku þau Jean
og Fulva úti í garðinum, boltaleik með
gúmmíbolta, og þarna úti var dimmt eins og
í kolakjallara. Það var fullkominn einleikur,
því að Jean gat hvorki komið auga á Fulvu
né boltann. Votri snoppu var stungið í lófa
Jean og boltanum þrýst í greipina. Síðan
kastaði Jean honum. Eina hljóðið sem heyrð-
ist var þegar boltinn kom niður á jörðina.
En andartaki síðar var vota snoppan aftur
komin með boltann.
„Ég starei og starði, en gat ekkert séð nema
myrkur. En jafnframt vissi ég, að leikfélagi
minn gat ekki aðeins séð mig, heldur einnig
boltann. Það kom mér til að skynja á ónota-
legan hátt takmarkanir mínar“, segir Jean,
þegar hún minnist þess arna.
Á daginn lá Fulva og svaf inni í arninum
okkar. Hún notaði hann sem greni, og það
var ekki fyrr en með kvöldinu að refseðli
hennar vakti hana til dáða. Þá smaug hún
um húsið, hljóðlaust eins og skuggi, og leit-
aði að Jean. Þegar hún fann hana, heilsaði
hún henni á þann hátt sem refur auðsýnir
ástúð sína og hollustu. Fyrst danglaði hún í
áttina til hennar með mjúkum loppunum, í
von um að Jean vildi „boxa“ á móti eins og
raunverulegur yrðlingur. Eftir nokkrar þannig
Iotur stakk Fulva snoppunni í hár Jean og
dró burtu allar hárnálarnar og kambinn með
skörpum tönnunum. Við erum þeirrar skoð-
unar, að þetta hafi Fulva gert sökum þess að
hún hafi álitið þetta vera þyrna og loðgras,
sem refum finnst sjálfsagt mjög óþægilegt að
festist í feldi þeirra. Þegar öllu þessu var lok-
ið, hrifsaði Fulva í pilsið á Jean og dró
hana með sér út í garð til að leika.
Fulva leið aldrei af rangsnúnum kynferð-
ishugmyndum eins og gæsin lét svo greini'
lega í ljós, enda hramsaði Fulva eftir öllum
karlmönnum — líka eftir John —, en lék
sér að konum. John þótti fyrir því, að ref-
urinn áleit hann „óvin“, og náði ekki gleði
sinni fyrr en um vorið þegar spörhauksstegg'
urinn Falco varð ástfanginn af honum!
Steggurinn gerði hosur sínar grænar fyrlf
John eftir öllum bestu reglum fuglaheimsins-
Hann áleit eldhúsið, þar sem hreiðurkassinn
hans var yfir dyrunum, sem yfirráðasvæði sitt
og varði það með kjafti og klóm gegn öllum
þeim, sem reyndu að ryðjast þangað inn
einkum gegn Jean! Ef hún nálgaðist dyffíílX'
kom Falco æðandi á móti henni með útspred'
ar klærnar. Afleiðingin varð sú, að J°'in
varð að taka að sér að sjá um matseðilinn-
og að þau skötuhjúin höfðu eldhúsið út a
fyrir sig. Á meðan kartöflurnar steikt'
ust á pönnunni steig Falco bónorðsdansinn-
hann blakaði vængjunum, sló til höfði og ra^
upp mjúk barkahljóð. John svaraði með Þvl
að rétta fram hendurnar og tala við fuglinn-
Ástarjátningar af þessu tagi ollu því, al>
Falco varð sem rafmagnaður, þaut um a'1
eldhúsið, blakaði vængjunum allt hvað af tr)k
og söng. Þannig gekk þetta í heilan mánuð-
Þá fengum við kráku-unga í húsið, og Fal°0
sveik John og hvarf á vit síns eigin eðlis.
Sonur okkar litli skírði krákuna „Göngugöt
una“, því að hún var jafn hávær og göngu
gata í stórborg. Unginn óx og þreifst ve^’
og brátt varð hann einráður í húsinu.
morgninum flaug hann út í glugga, settist a
höfuð Johns og tilkynnti að nýr dagur v:crl
risinn. Síðan belgdi hann sig út af öllufl*
þeim mat, sem við vorum ekki nógu ráðagoc>
að komast yfir sjálf í tæka tíð. LeikfönS
barnanna áleit hann réttmætan erfðahlut sinn-
Dag nokkurn kom dóttir okkar grátandi inn
og sagðist ekki vilja vita af þessari kráku
meir — hún hefði tekið alla reitina úr púslu
spilinu hennar og falið þá uppi í tré.
H E I M I L I S B L A Ð 1 V
4