Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 5
í’egar skólinn hófst, fylgdi hún börnunum
þangað sem strætisvagninn nam staðar —
fótgangandi! Auðveldara hefði verið fyrir
^ana að fljúga, en krákan er mjög hermin
fuSl. sem gerir eins og aðrir gera; þar af er
dregið orðið hermikráka. Og eini hópurinn
'Seni hún þekkti, hann gekk á tveim fótum;
þess vegna spígsporaði hún niður götuna á
Undan þessum hóp, greip upp smásteina og
^astaði upp í loftið um leið. Fyrir kom, að
hann goggaði í þá sem framhjá gengu og
h^ópaði „halló“ hásum rómi, eina orðið sem
'lann kunni. Þegar börnin voru komin upp í
Vagninn flaug hann heim til Jean, sem stóð
V|(X> uppvaskið, og tilkynnti henni, að hann
hefði séð um að skila börnunum á réttan stað
hcilum og höldnum. En ef hann reyndi hins
Vegar að hjálpa til við uppvaskið, tók Jean
aun ofur einfaldlega og setti hann útfyrir.
^íðan þótti henni réttara að fara og telja
Sllfurborðbúnaðinn.
^egar komið var fram á haust urðu villt-
ar krákur varar við Göngugötuna og tóku
UPP þann sið að vekja allt nágrennið klukkan
‘uirn á morgnana með því að garga eftir fé-
agsskap hennar. Morgun einn snemma yfir-
®af þessi gestkráka síðan heimili okkar í
y*gd þessa aðkomuhóps og sneri ekki til okk-
ar aftur.
^estir okkar geta allir komið og farið þeg-
ar þeir vilja. Það er skoðun okkar, að ef þeir
Ve|ja sjálfir þann tíma og kringumstæður sem
jSe'r vilja til að hverfa á brott, þá séu þeir
herir
um að sjá fyrir sér upp á eigin spýtur.
firleitt fara þeir á brott á vorin eða á
austin — á þeim tíma þegar eðlishvötin
SefUr tengsl þeirra við mannveruna á hakann
°8 fær þá til að leita burtu, jafnvel þótt þeir
Seu því óvanir að vera úti í náttúrunni.
við gætum þess að laða gesti okkar til
kar á meðan þeir eru enn það ungir, að
^erhver umönnun gerir þá hænda að okkur.
egar ekki þarf lengur að sjá þeim fyrir
, .öl °g þeir hafa sigrast á frumstæðasta ótta
jaipar- og getuleysis, þá sleppum við þeim
lrleitt lausum, í von um að þeim finnist
lr vera svo bundnir okkur, að þeir haldist
----------------
kyrrir við í húsinu og garðinum. Þau dýr,
sem við höfum haft mesta gleði af og gagn,
eru þau sem við höfum getað fylgst með í
skóginum til að sjá hvernig þau spjara sig
úti í náttúrunni. Við höfum farið í fiskveiði-
túra með þvottabirni (þeir veiddu nú ekki
nema smáseiði) og synt undir yfirborði vatns
með mörðum (þeir geta stillt sig um að vera
blóðþyrstir — t.d. þykir þeim gaman að því
að leika sér með smásteina undir yfirborðinu,
alveg við botninn).
Sum dýrin er beinlínis erfitt að losna við.
Þannig settum við óþekkan þvottabjörn út í
skóginn fimm sinnum — þegar við komum
heim, sáum við tlltaf hvar hann var kominn
á undan okkur og búinn að éta upp úr syk-
urkarinu eða rífa niður veggteppin. Við vor-
um að tapa okkur af illsku, en þá var það
eitt febrúarkvöld, að kvenþvottabjörn átti leið
framhjá — og við höfum hvorugt þeirra séð
síðan.
Okkur hefur lærst að hagnýta eðlilegar til-
hneigingar dýranna. Þvottabjöm laumaðist eitt
sinn á brott með bíllyklana okkar og klifraði
með þá upp í tuttugu metra hátt tré.
John var farinn að binda á sig klifurskóna,
en minntist þess þá að þvottabirnir draga
nafn sitt a fþví, hversu gaman þeim þykir að
skola fæðu sína og ýmsa smáhluti í vatni.
Jean setti því þvottabalann út á borð í garð-
inum og tók til að busla með höndunum í
vatninu. Óðara kom sökudólgurinn niður úr
trénu með bíllyklana í kjaftinum, stökk að
balanum og kastaði þeim í vatnið. Síðan höf-
um við getað sparað okkur margt ómakið
með því að busla í þvottabalanum í hvert
sinn sem einhver þvottabjörninn -— en af þeim
höfum við haft 17 alls — hefur læðst burt
með eitthvað, sem við máttum ekki án vera.
Okkur hefur auðnast að reynast mörgum
dýrum hjálpleg, en öllum þvottabjörnunum
höfum við verið sannkölluð hjálparhella.
Næstum hver einasti þvottabjörn, sem fær
einhverja nasasjón af heimsmenningunni, verð-
ur óðara sannfærður um, að mannskepnan sé
til þess eins gerð að auðvelda þvottabjörnum
lífsbaráttuna. Tökum rúmið sem dæmi. Kvöld
ímilisblaðið
5