Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 6
eitt komum við seint heim og fundum þrjá
slíka heimaalninga liggja á svæflunum okkar
með lak breitt yfir sig. Þarna sváfu þeir svefni
hinna réttlátu með leifar af sveskjum og kex-
mylsnu allt í kringum sig .
Þvottabirnir eru þau dýrin, sem við höfum
oftast neyðst til að setja inn í búr það, sem
aetlað er órólegum egstum. Þeir dagar hafa
komið, sem við höfum þannig orðið að hafa
þá í stöðugu „gæsluvarðhaldi". Þetta átti sér
einkum stað þann tíma sem við höfðum Muf
hjá okkur, en það var einstaklega „fram-
leiðslu“-gott þefdýr! Þvottabimirnir stríddu
Muf þangað til hann lyfti skottinu til að
þruma — en um leið ónýttu birnirnir þá fyr-
irætlun hans með því að ~ slá á skottið. Þá
sáum við, að best var að loka þá inni.
Okkur hefur tekist að temja flesta þá fugla
og þau spendýr, sem við höfum haft hjá
okkur. Önnur dýr umgöngumst við þannig,
að við reynum að hagnýta okkur hið villta
eðli þeirra. Sem dæmi má nefna hreysikött
nokkurn, sem elti John klukkutímum saman
í von um að geta bitið hann. Ef John gat
hlaupið nógu hratt, gat hann fengið hreysi-
köttinn hvert á land sem hann vildi. Þegar
hjólreiðamaður nokkur sá þá á hlaupunum
eitt kvöldið, hrópaði hann glaðlega: „Þetta
er þó sá mannelskasti hreysiköttur, sem ég hef
nokkurn tíma séð. Hann eltir yður beinlínis
eins og hundur!“
Ýmsir þessara gesta okkar hafa fundið
upp á furðulegustu hlutum sér til afþreyingar
og ánægju. Ugla nokkur beið þess þolinmóð
tímunum saman að einhver setti plötu á
grammófóninn; þá gat hún fengið sér sann-
kallaðan snúning á plötunni. Okkur hefur
aldrei skilist til fulls, hverskonar ugluskap
hún komst í við þetta, en hún bjó hjá okk-
ur í heilt ár og virtist aldrei þreytast á þess-
ari innanhúss-tómstundaiðkun — og án þess
að fá hinn minnsta svima!
Svo var það einn fugl, sem við höfðum að-
eins skamma stund — hrafngammur. Við
slepptum honum sökum þess, að við óttuð-
umst, að við myndum missa nokkra vini okk-
ar í kunningjahópi mannfólksins ella. Fólkið
staðhæfði nefnilega, að þessi savrti fugl kaeffli
því í hið versta skap með því að sitja úti við
opnar dyrnar og hvessa á þau augun.
Ekki er hægt að búa með ótömdum dýf'
um án þess að komast nokkuð að raun um
það, hvað innra með þeim býr. Eitthvað þa®
athyglisverðasta er það, á hvern hátt unglinS'
arnir skiljast frá foreldrunum fyrir fullt °S
allt. Einn góðan veðurdag í október laumað'
ist refurinn út um gerðið eins og seiddur af
óviðráðanlegri þrá — og við vitum, að hann
kemur aldrei aftur. Uglan vappar yfir graS'
flötina, sest upp í trjátopp ,snýr hausnum h*
allra átta og mænir í átt til sjóndeiIdarhringS'
ins. Síðan þenur hún vængina hin rólegasta °S
flýgur í áttina að settu marki — og við vit-
um að hún kemur ekki meir.
Þegar við lítum á þetta með mannlegum
augum, komumst við ekki hjá því að verða
dálítið döpur þegar þetta gerist. Aldrei munu
þessi dýr heimækja fyrri heimkynni sín. E11
jafnframt er okkur ljóst, að brottför þeirra er
aðeins upphaf annars nýrra — að nýir ungaf
munu koma í heiminn, þegar aftur fer a^
vora.
6
HEIMILISBL
AÐlp